Handbolti

Fréttamynd

Slóvenar á HM eftir sex marka sigur

Slóvenar tryggðu sér sæti á HM í Katar á næsta ári með sex marka sigri á Ungverjalandi á heimavelli, 32-26. Slóvenía tapaði fyrri leiknum með þremur mörkum, 25-22, en vann einvígið samanlagt 54-51.

Handbolti
Fréttamynd

Þjóðverjar fara ekki á HM

Pólland vann Þýskaland 28-29 í seinni leik liðanna um sæti á HM 2015 í Magdeburg í dag. Pólverjar unnu fyrri leikinn í Gdansk, 25-24, og viðureignina samanlagt 54-52.

Handbolti
Fréttamynd

Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Tékkar fara til Katar

Tékkneska landsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2015 í Katar með ótrúlegum tólf marka sigri á Serbíu í Brno í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Stærsta stund ferilsins

Guðjón Valur Sigurðsson var rétt í þessu kynntur sem leikmaður Barcelona. Guðjón Valur skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona á dögunum en hann kemur til liðsins frá Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Naumur sigur Svía

Fredrik Peterson reyndist hetja Svía þegar hann tryggði liðinu eins marks útisigur, 24-25, á Rúmeníu í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar.

Handbolti
Fréttamynd

Landin vill ekki fara til Barcelona

Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin hefur verið sterklega orðaður við Barcelona upp á síðkastið og sá orðrómur fékk byr undir báða vængi er Arpad Sterbik skipti yfir til Vardar Skopje.

Handbolti