Handbolti

Fréttamynd

Aron Rafn með ellefu varin skot og tvær stoðsendingar

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti ágætan leik í kvöld þegar lið hans Eskilstuna Guif vann þriggja marka útisigur á Skövde, 28-25, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir EM-fríið.

Handbolti
Fréttamynd

Ramune og Karen með tíu mörk saman í kvöld

SönderjyskE, lið Ágústs Jóhannssonar og landsliðstelpnanna Karenar Knútsdóttur, Ramunu Pekerskyte og Stellu Sigurðardóttur, tapaði í kvöld með þremur mörkum á útivelli á móti Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lekic og Duvnjak best á síðasta ári

IHF tilkynnti í dag að Andrea Lekic frá Serbíu og Króatinn Domagoj Duvnjak væru handboltafólk ársins 2013 í kjöri yfir 35.000 áhugamanna um handbolta hvaðanæva af. Þetta var tilkynnt fyrir úrslitaleik Danmerkur og Frakklands á Evrópumeistaramótinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Við bjuggum eins og dýr“

Þjálfari karlalandsliðs Króatíu í handbolta var allt annað en sáttur á blaðamannafundi eftir tap sinna manna gegn gestgjöfum Dana á EM í handbolta í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur orðaður við Barcelona

Spænska dagblaðið El Mundo Deportivo heldur því fram að það sé aðeins formstriði að félagið gangi frá samningum við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir næsta tímabil.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur í sérflokki á EM

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er næstmarkahæsti leikmaðurinn á EM í Danmörku. Þá er skotnýting hans í sérflokki ef litið er til markahæstu manna.

Handbolti
Fréttamynd

Sá markahæsti í liði mótherja Íslands

Ljóst er að strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í handbolta þurfa að hafa góðar gætur á Kiril Lazarov í viðureign liðanna í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Danmörku í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Hildigunnur og félagar með öruggan sigur

Hildigunnur Einarsdóttir og félagar í Tertnes Elite unnu öruggan sigur á Byasen á heimavelli í norsku deildinni í handbolta í dag. Tertnes leiddi 18-6 í hálfleik og var sigurinn ekki í hættu eftir það. Tertnes færði sig upp í fjórða sæti norsku deildarinnar með sigrinum og á liðið einnig leik til góða.

Handbolti
Fréttamynd

Geir Sveinsson ráðinn þjálfari Magdeburg

Handknattleiksþjálfarinn Geir Sveinsson hefur verið ráðinn þjálfari Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann gerir tveggja ára samning við félagið og tekur við af Uwe Jung Andreas eftir tímabilið.

Handbolti
Fréttamynd

Svona fór síðast gegn Ungverjum | Myndband

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hyggur á hefndir gegn Ungverjum á EM í Danmörku í dag. Strákarnir muna vel eftir tapinu dramatíska sem gerði út um vonir um verðlaun á Ólympíuleikunum í London sumarið 2012.

Handbolti