Handbolti

Fréttamynd

Valskonur héldu sigurgöngunni áfram - myndir

Rúmensku silfurhöfunum frá því í EHF-keppninni í fyrra tókst ekki að stöðva sigurgöngu Valskvenna þegar liðin mættust í Vodafone-höllinni í kvöld í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF-keppni kvenna í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - HC Zalau 24-23

Valur vann frækinn sigur á HC Zalau frá Rúmeníu 24-23 í EHF-bikarnum í kvöld. Rúmenska liðið var sterkara framan af en í seinni hálfleik var Valur mun betri og hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Patrekur tapaði í Rússlandi

Landslið Austurríkis er með tvö stig að loknum tveimur leikjum í undankeppni EM 2014. Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Tveir sannfærandi sigrar eru frábær byrjun

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er markahæsti leikmaðurinn í undankeppni EM eftir tvo ellefu marka leiki. Hann var sáttur með sigurinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Í bílstjórasætinu í riðlinum

Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli í undankeppni EM eftir sjö marka sigur í Rúmeníu í gær. Strákarnir eru búnir að vinna lokamínúturnar í fyrstu leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi

Íslenska handboltalandsliðið er eitt á toppnum í sínum riðli eftir að Slóvenar náðu aðeins jafntefli í Hvíta-Rússlandi í hinum leik riðilsins í undankeppni EM 2014 í dag. Ísland hefur fullt hús, fjögur stig, eða einu meira en Slóvenar eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37

Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir unnu Frakka

Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Frökkum í gær á á fjögurra landa æfingamóti í Frakklandi. Frakkar voru 15-14 yfir í hálfleik en íslensku strákarnir unnu leikinn 25-24 eftir jafnan og spennandi leik.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar sluppu með skrekkinn

Svíar unnu Hollendinga 33-31 á útivelli í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins í handbolta í gærkvöldi. Svíar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir okkar hafa aldrei unnið í Rúmeníu

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Rúmeníu þar sem íslenska liðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Danmörku 2014. Ísland vann átta marka sigur á Hvíta-Rússlandi á sama tíma og Rúmenar töpuðu með átta marka mun á móti Slóveníu.

Handbolti
Fréttamynd

Skrefi á undan þeim bestu

Hvað voru Ólafur Stefánsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson búnir að gera á sama aldri og Aron Pálmarsson? Fréttablaðið ber Aron saman við fjórar af fræknustu hetjum handboltalandsliðsins frá upphafi.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Sveinbjörn valinn þar sem hann er reynslumeiri

Það vakti talsverða athygli að Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, skyldi velja markvörðinn Sveinbjörn Pétursson í landsliðshópinn í gær í stað þess að halda sig við Daníel Frey Andrésson sem var upprunalega valinn í hópinn.

Handbolti
Fréttamynd

Sveinbjörn inn í hópinn - Hreiðar veikur

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur þurft að kalla á þriðja markvörðinn í hópinn fyrir leikinn á móti Rúmeníu á sunnudaginn en þjóðirnar mætast í öðrum leik sínum í undankeppni EM.

Handbolti
Fréttamynd

Kóngarnir í Laugardalshöllinni

Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru mennirnir á bak við sigurinn í fyrsta leik handboltalandsliðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar. Strákarnir úr Kiel voru saman með 22 mörk í 36-28 sigri á Hvít-Rússum og eins og undanfarin ár hefur verið hægt að treysta á þeir félagar finni fjölina sína í Höllinni.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur Bjarki inn fyrir Ólaf

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur gert eina breytingu á leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Rúmeníu ytra á sunnudag.

Handbolti
Fréttamynd

Of spennandi til þess að hafna

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við franska félagið St. Raphael. Nokkurra mánaða óvissutímabili hjá leikmanninum er þar með lokið en hann er á eins árs samningi hjá Flensburg. Arnór tók sér frí frá landsliðinu

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Mikil samstaða í liðinu

Aron Kristjánsson þreytti frumraun sína sem landsliðsþjálfari í kvöld og getur ekki kvartað mikið yfir átta marka sigri. Hann sagðist hafa verið stoltur af því að leiða Ísland til leiks.

Handbolti