Handbolti

Fréttamynd

Auðvelt hjá Füchse Berlin

Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, er enn með fullt hús stiga eftir sigur á nýliðum Neuhausen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 29-22.

Handbolti
Fréttamynd

Thomas Mogensen tekur sér frí frá danska landsliðinu

Thomas Mogensen, leikstjórnandi danska landsliðsins í handbolta, verður ekki með liðinu á HM á Spáni í byrjun næsta ár. Mogensen ætlar að taka sér pásu frá landsliðinu á næstu misserum til þess að einbeita sér að félagsliði sínu Flensburg.

Handbolti
Fréttamynd

27 marka sigur Kiel á áströlsku liði

Kiel vann í dag stórsigur á ástralska liðinu Sydney University í heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú fer fram í Katar. Lokatölur voru 40-13, Þýskalands- og Evrópumeisturunum í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Þetta var alls ekki skemmtileg lífsreynsla

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason samdi um helgina til eins árs við hið sterka þýska félag, Flensburg. Liðið varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeildinni í ár.

Golf
Fréttamynd

Kim Andersson ætlar að spila með KIF í vetur

Sænska stórskyttan Kim Andersson er búinn að ákveða að spila með KIF Kaupamannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en Andersson var áður búinn að semja við AG Kaupmannahöfn sem fór á hausinn á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni: Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu

Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Guðmundar Guðmundssonar síðustu fjögur ár. Hann ákvað að láta af því starfi eftir Ólympíuleikana. Fannst það góður tímapunktur þar sem hann var þess utan að taka að sér spennandi þjálfarastarf í Danmörku.

Handbolti
Fréttamynd

Aron ætlar að byggja á góðum grunni

Nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, Aron Kristjánsson, ætlar sér ekki að gera róttækar breytingar á landsliðinu enda geti hann byggt ofan á góðan grunn frá Guðmundi Guðmundssyni. Aron vonast til þess að flestir leikmanna landsliðsins haldi áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Ivano Balic búinn að finna sér lið í Makedóníu

Ivano Balic, leikstjórnandi króatíska landsliðsins og einn besti handboltamaður í heimi stóran hluta síns ferils, mun spila í makedónsku deildinni, ef marka má fréttir frá heimalandi hans. Balic hefur verið án félags í sumar en allt bendir til þess að hann sé að skrifa undir við HC Metalurg Skopje en þjálfari liðsins er einmitt Lino Cervar.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Þetta var þungt högg í andlitið

„Það er ekkert mikið að frétta sem stendur en öll hjól eru eðlilega í fullum gangi. Ég er að vega og meta stöðuna. Það þarf að huga að mörgu fyrir framtíðina. Þetta er engin óskastaða þegar tímabilin eru að hefjast úti um alla Evrópu," sagði Snorri Steinn Guðjónsson en hann er atvinnulaus um þessar mundir.

Handbolti
Fréttamynd

Ingimundur: Þetta eru gífurleg vonbrigði

Ingimundur Ingimundarson var nánast orðlaus framan af spjalli sínu við Eirík Stefán Ásgeirsson að loknu dramatísku tapi gegn Ungverjum í átta liða úrslitum handknattleikskeppninnar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir óánægður með gengi norska liðsins á ÓL

Norska kvennalandsliðið sem leikur undir stjórn Íslendingsins, Þóris Hergeirssonar, olli töluverðum vonbrigðum í riðlakeppni Ólympíuleikanna í handknattleik. Liðið endaði í fjórða sæti riðilsins en komst þó áfram í 8-liða úrslitin þar sem þær mæta toppliði A-riðils, Brasilíu.

Handbolti