Handbolti

Fréttamynd

Gro Hammerseng búin að eignast lítinn strák

Gro Hammerseng, fyrirliði norska kvennalandsliðsins í handbolta og ein besta handboltakona heims, er orðin mamma en hún eignast sitt fyrsta barna í gær. Hammerseng og kærasta hennar, handboltakonan Anja Edin, eru himinlifandi með strákinn sinn.

Handbolti
Fréttamynd

Fleiri Svíar á leiðinni til AG

Jesper "Kasi" Nielsen, eigandi danska stórliðsins AG Kaupmannahöfn er farinn að safna Svíum ef marka má nýjustu fréttir af liðinu. AG er búið að semja við sænska hornamanninn Fredrik Petersen og nú er sænska stórskyttan Kim Andersson orðuð enn á ný við danska liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Ingvar og Jónas dæma aftur hjá Japan í dag

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á Asíumeistaramóti karlalandsliða í handbolta í Jeddah í Sádí-Arabíu. Þeir félagar munu dæma sinn þriðja leik á mótinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Hedin lét undan pressunni | Hættir með Aalborg

Robert Hedin, þjálfari norska handboltalandsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins Aalborg Håndbold, fær ekki leyfi hjá norska handboltasambandinu að þjálfa áfram bæði liðin. Hedin mun því hætta að þjálfa danska liðið í vor.

Handbolti
Fréttamynd

Norskur handboltakappi vann 26 milljónir á pókermóti

Christian Lillenes Spanne, norskur handboltakappi sem leikur með Wisla Plock í Póllandi, gerði sér lítið fyrir og vann sér inn heilar 26 milljónir fyrir að bera sigur úr býtum á fjölmennu pókermóti á internetinu síðastliðna nótt.

Handbolti
Fréttamynd

Sesum fékk pílu í augað - gæti misst sjónina

Handknattleiksmaðurinn Zarko Sesum fékk pílu í augað þegar hann gekk af velli að loknum sigri Serba á Króötum í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í gær. Talið er líklegt að hann missi sjón á auganu. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir Hergeirsson telur að Norðmenn vinni Ísland í kvöld

"Leikur Íslands og Króatíu var ekki eins góður og margir hafa sagt. Það er allt opið í viðureign Noregs og Íslands,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari heimsmeistaraliðs Noregs í kvennahandboltanum. Flestir handboltasérfræðingar eru á þeirri skoðun að Íslendingar séu mun sigurstranglegri gegn Noregi þegar liðin mætast á EM í Serbíu í kvöld en Þórir er á annarri skoðun.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Finnland 43-25

Ísland vann sannkallaðan stórsigur á Finnum 43-25 í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Þetta var lokaleikur liðsins fyrir EM í Serbíu sem hefst á sunnudaginn. Staðan í hálfleik var 21-16, Íslandi í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Jesper Nielsen vill selja Rhein Neckar Löwen

Eigandi danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn, Jesper "Kasi" Nielsen, segir í viðtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten að hann ætli að selja þýska handboltaliðið Rhein-Neckar Löwen. Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson landsliðsmaður er leikmaður hjá þýska liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn kemur ekki í leikinn gegn Finnum | óvissa með EM

Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður úr danska meistaraliðinu AG í Kaupmannahöfn, kemur ekki til með að leika æfingaleikinn gegn Finnum á föstudagskvöld með íslenska landsliðinu. Óvissa ríkir með þátttöku Snorra á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en Snorri og sambýliskona hans eignuðust sitt annað barn um s.l. helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Patreks byrja vel í undankeppni HM

Austurríska landsliðið vann öruggan fimmtán marka sigur á Bretlandi, 37-22, í fyrsta leiknum í sínum riðli í undankeppni HM í handbolta 2013 en þetta var fyrsti mótsleikur Austurríkis undir stjórn Patreks Jóhannessonar. Austurríki er í riðli með Bretlandi og Ísrael og vinnur efsta liðið sér sæti í umspili um sæti á HM 2013 sem fram fer á Spáni.

Handbolti
Fréttamynd

Hjartaaðgerð Sterbik gekk vel

Arpad Sterbik, markvörður Atletico Madrid og spænska landsliðsins í handbolta, gekkst á þriðjudaginn undir hjartaaðgerð sem er sögð hafa heppnast vel.

Handbolti
Fréttamynd

Vandræðalaust hjá Degi og Alexander

Füchse Berlin átti ekki í vandræðum með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse Berlin sem vann með tólf marka mun 33-21. Alexander Petersson skoraði eitt mark í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Löwen vann Íslendingaslaginn

Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar og Róbert Gunnarsson leikur með sigraði lið Rúnars Kárasonar BHC 06 örugglega 25-34 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Pálmarsson: Vinnum AG ef við spilum okkar leik

Aron Pálmarsson var í viðtali hjá HBOLD.dk í tilefni af því að Aron og félagar hans í THW Kiel taka á móti dönsku meisturunum í AG Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á sunnudaginn. AG er í efsta sæti riðilsins einu stigi á undan Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri með sex mörk í sigri AG

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sex mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur þegar að AG vann sigur á Århus í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 30-27.

Handbolti
Fréttamynd

Eitt leikkerfi Barcelona ber nafnið Ísland

Barcelona ,spænska stórveldið í handknattleik, fékk á dögunum heimsókn frá sjónvarpsstöðinni ESPN, en félagið tók þátt í gerð þáttarins Project Teamwork sem er samstarf milli stöðvarinnar og Samsung.

Handbolti