Stjörnublaðamaður í straff vegna sambands við Kennedy Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 23:23 Olivia Nuzzi (t.v.) segist hafa myndað persónulegt samband við viðmælanda sinn, Bandarískir fjölmiðlar segja að viðmælandi hafi verið Robert F. Kennedy yngri (t.h.). Vísir Bandaríska tímaritið New York hefur sent aðalfréttaritara sinn í Washington-borg í leyfi eftir að í ljós kom að hún átti í sambandi við Robert F. Kennedy yngri, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Blaðakonan skrifaði meðal annars um Kennedy. Olivia Nuzzi er einn þekktasti blaðamaður New York en viðtal hennar við Donald Trump er forsíðugrein í nýjasta hefti tímaritsins. Hún skrifaði meðal annars langa umfjöllun um Kennedy og framboð hans sem birtist í nóvember. Í henni lýsti Nuzzi meðal annars skelfilegri bílferð með Kennedy og hundum hans. Sú lífsreynsla virðist þó ekki hafa verið skelfilegri en svo að Nuzzi og Kennedy áttu í persónulega sambandi sem hún greindi vinnuveitendum sínum á tímaritinu ekki frá. Ritstjóri New York greindi starfsmönnum tímaritsins frá málinu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði að Nuzzi hefði sagt stjórnendum tímaritsins að hún hefði ekki tekið upp sambandið við Kennedy fyrr en í desember, eftir að umfjöllun hennar um hann birtist. Sambandi þeirra hafi lokið í ágúst. Rauf trúnað við lesendur Tímaritið sagði í gær að ef ritstjórar þess hefðu vitað af sambandi Nuzzi við Kennedy hefðu þeir ekki leyft henni að fjalla um forsetakosningarnar í haust. Hún hefði brotið siðareglur tímaritsins. Úttekt á störfum Nuzzi hefði ekki leitt í ljós neinar staðreyndavillur eða merki um hlutdrægni. Hún yrði engu að síður í leyfi á meðan utanaðkomandi aðili færi nánar yfir verk hennar. „Við hörmum þetta brot á trúnaði við lesendur okkar,“ sagði tímaritið í yfirlýsingu. Vefútgáfum af greinum sem Nuzzi skrifaði um Joe Biden í sumar og Donald Trump nú í haust munu fylgja athugasemdir þar sem greint er frá mögulegum hagsmunaárekstri Nuzzi. Nuzzi sagði í yfirlýsingu að samband hennar við viðmælanda hafi orðið persónulegt en nefndi ekki Kennedy á nafn. Samband þeirra hefði aldrei orðið holdlegt. Hún hefði engu að síður átt að upplýsa um sambandið. Bað hún samstarfsfélaga sína á tímaritinu afsökunar. Kennedy, sem dró framboð sitt til forseta til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump fyrr í þessum mánuði, sagðist í yfirlýsingu aðeins hafa hitt blaðakonuna einu sinni. Kennedy er giftur leikkonunni Cheryl Hines. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Olivia Nuzzi er einn þekktasti blaðamaður New York en viðtal hennar við Donald Trump er forsíðugrein í nýjasta hefti tímaritsins. Hún skrifaði meðal annars langa umfjöllun um Kennedy og framboð hans sem birtist í nóvember. Í henni lýsti Nuzzi meðal annars skelfilegri bílferð með Kennedy og hundum hans. Sú lífsreynsla virðist þó ekki hafa verið skelfilegri en svo að Nuzzi og Kennedy áttu í persónulega sambandi sem hún greindi vinnuveitendum sínum á tímaritinu ekki frá. Ritstjóri New York greindi starfsmönnum tímaritsins frá málinu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði að Nuzzi hefði sagt stjórnendum tímaritsins að hún hefði ekki tekið upp sambandið við Kennedy fyrr en í desember, eftir að umfjöllun hennar um hann birtist. Sambandi þeirra hafi lokið í ágúst. Rauf trúnað við lesendur Tímaritið sagði í gær að ef ritstjórar þess hefðu vitað af sambandi Nuzzi við Kennedy hefðu þeir ekki leyft henni að fjalla um forsetakosningarnar í haust. Hún hefði brotið siðareglur tímaritsins. Úttekt á störfum Nuzzi hefði ekki leitt í ljós neinar staðreyndavillur eða merki um hlutdrægni. Hún yrði engu að síður í leyfi á meðan utanaðkomandi aðili færi nánar yfir verk hennar. „Við hörmum þetta brot á trúnaði við lesendur okkar,“ sagði tímaritið í yfirlýsingu. Vefútgáfum af greinum sem Nuzzi skrifaði um Joe Biden í sumar og Donald Trump nú í haust munu fylgja athugasemdir þar sem greint er frá mögulegum hagsmunaárekstri Nuzzi. Nuzzi sagði í yfirlýsingu að samband hennar við viðmælanda hafi orðið persónulegt en nefndi ekki Kennedy á nafn. Samband þeirra hefði aldrei orðið holdlegt. Hún hefði engu að síður átt að upplýsa um sambandið. Bað hún samstarfsfélaga sína á tímaritinu afsökunar. Kennedy, sem dró framboð sitt til forseta til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump fyrr í þessum mánuði, sagðist í yfirlýsingu aðeins hafa hitt blaðakonuna einu sinni. Kennedy er giftur leikkonunni Cheryl Hines.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira