Erlent

„Rússar eru upp á náð Kín­verja komnir“

Vladimír Pútín og Xi Jinping, forsetar Rússlands og Kína, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli ríkjanna. Undirskriftin þykir til marks um sterkari tengsl ríkjanna en hún varpar í senn ljósi á yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum.

Erlent

Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afgan­istan

Talsmaður Talibana í Afganistan segir að búið sé að staðfesta að fjöldi látinna vegna kröftugs jarðskjálfta sem varð á sunnudaginn sé kominn yfir 1.400. Búist er við því að fjöldinn muni hækka enn frekar en rúmlega þrjú þúsund eru sagðir slasaðir.

Erlent

Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana

Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni.

Erlent

Talíbanar óska eftir að­stoð al­þjóða­sam­fé­lagsins

Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu.

Erlent

Vél­menni hlaðin sprengi­efnum rífi niður byggingar

Minnst 31 hefur fallið í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag á sama tíma og herinn heldur áfram stórsókn sinni í Gasaborg. Samtök sérfræðinga í þjóðarmorði gáfu út í dag að hernaður Ísrael falli undir slíka skilgreiningu.

Erlent

Vara við því að Kenne­dy ógni heilsu lands­manna

Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna.

Erlent

„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrr­verandi ráð­herra

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna.

Erlent

Rúm­lega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afgan­istan

Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu.

Erlent

Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa

Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði.

Erlent

Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu

Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hári og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið.

Erlent

Felldu tals­mann hernaðararms Hamas

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði.

Erlent

Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi

Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu.

Erlent

Ís­land enn friðsælast í sí­fellt versnandi heimi

Ísland er enn eina ferðina friðsælasta lands heims, samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Ríkið hefur vermt efsta sæti listans frá árinu 2008. Síðan byrjað var að gefa skýrsluna út á ári hverju hefur heimurinn þó aldrei verið minna friðsæll.

Erlent

Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar

Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni.

Erlent

Skipagöng ó­lík­legri eftir að til­boð reyndust of há

Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika.

Erlent

Maður talinn af eftir jarðfall

Einn maður er talinn af eftir að jarðfall klippti sundur E6-brautina við Nesvatnið í Lifangri í Noregi. Brautin hrundi um níuleytið í morgun og jarðvegurinn barst ofan í vatnið. Gert er ráð fyrir því að brautin verði lokuð dögum saman.

Erlent

Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins

Leiðtogum bandaríska þingsins barst í gær bréf frá Hvíta húsinu um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að stöðva um 4,9 milljarða dala fjárveitingar til þróunaraðstoðar og friðargæslu sem þingið hefði samþykkt. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Erlent

Fyrr­verandi þing­for­seti skotinn um há­bjartan dag

Fyrrverandi þingforseti Úkraínu var myrtur á götum Lviv í morgun. Andríj Parúbí var einnig áður forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu og spilaði stóra rullu í Euromaidan mótmælunum á árum áður var skotinn til bana þegar hann var á gangi út á götu.

Erlent

Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum

Finnski flugherinn hefur ákveðið að hætta notkun hakakrossins á fánum herdeilda. Ofursti í flugher Kirjálalands segir það hafa verið gert til að forðast óþægilegar aðstæður í samvinnuverkefnum Atlantshafsbandalagsins sem Finnland gekk í árið 2023.

Erlent