Erlent

„Mark­mið mitt var bara að ná byssunni af honum“

„Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum og stoppa hann í því að myrða fólk og taka saklaus líf,“ segir Ahmed al Ahmed, maðurinn sem hljóp að öðrum árásarmannanna á Bondi strönd í desember og tók af honum byssuna. „Ég veit að ég bjargaði mörgum lífum en ég finn til með þeim sem létust.“

Erlent

Átti gott sam­tal við Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag.

Erlent

Mesti snjór í New York í fjögur ár

Íbúar í New York vöknuðu í gær við mesta snjó sem fallið hefur í borginni í fjögur ár, eftir að vetrarstormur reið yfir hluta af norðausturhluta Bandaríkjanna. Snjódýptin náði um 11 sentímetrum í Central Park, og setti snjókoman samgöngur, þar á meðal flugsamgöngur, í töluvert uppnám.

Erlent

Þrír létust í ó­veðrinu

Þrír eru látnir eftir að stormurinn Jóhannes reið yfir Svíþjóð í gær. Þúsundir eru án rafmagns og samgöngutruflanir eru víða.

Erlent

Ræðir upp­færða friðar­á­ætlun við Trump í dag

Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina.

Erlent

Níu hand­teknir fyrir að safna pening fyrir Hamas

Níu hafa verið handteknir í Ítalíu fyrir að safna rúmlega milljarði íslenskra króna fyrir Hamas-samtökin á Gasa. Fjármununum var safnað undir því yfirskyni að þeir myndu renna til mannúðaraðstoðar í Palestínu.

Erlent

Brenndu rangt lík

Rannsókn er hafin eftir að mistök á sjúkrahúsi í Bretlandi leiddu til þess að rangt lík var brennt. Líkið, sem var brennt fyrir mistök, var talið vera annað lík sem átti að brenna.

Erlent

Leita í rústum íbúðahúsa

Hjálparstarfsmen í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, leita nú að fólki sem liggur í rústum íbúðahúsnæðis. Rússar siguðu yfir fimm hundruð sprengjudrónum á höfðuborgina í nótt.

Erlent

Semja aftur um vopna­hlé

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa náð samkomulagi um vopnahlé, en blóðug átök hafa staðið yfir á landamærum ríkjanna undanfarnar vikur. Minnst 41 hefur látið lífið og tæplega milljón mans hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.

Erlent

Röð stunguárása í neðan­jarðar­lestinni

Maður á þrítugsaldri stakk og særði þrjár konur á þremur ólíkum neðanjarðarlestarstöðvum á sömu leið í París síðdegis í dag. Lögregla hafði hendur í hári hans á heimili sínu þangað sem hann hafði flúið. Hvati mannsins til árásanna er ekki ljós en talið er að hann hafi glímt við geðræn veikindi.

Erlent