Dr. Gunni Um veðrið og verðið Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Bakþankar 18.7.2007 23:07 Fjölmenning og fjölmenni Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Bakþankar 11.7.2007 18:11 Geirvörtur Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Bakþankar 4.7.2007 19:53 Verðlaun Á hverju ári er fólk hér að myndast við að veita verðlaun fyrir framúrskarandi listræn afrek. Auk hávirðulegra bókmenntaverðlauna forsetans eru haldnar Eddu-, Ístón- og Grímuverðlaunaveislur og fólk mætir dragfínt í sparifötunum. Þetta er ágætis úthald hjá þjóð sem telur jafn margar hræður og Coventry. Bakþankar 27.6.2007 17:08 Samviskubit Bullandi samviskubit fylgir þeirri bullandi velmegun sem við njótum í hnattrænu samhengi, nemi maður passi sig að hugsa bara ekkert um það. Lesi ég á litlu miðana á fötunum mínum kemur í ljós að þau eru meðal annars framleidd í Víetnam (jakki), Kína (bolur og skór) og Indónesíu (gallabuxur). Bakþankar 20.6.2007 19:09 Áhugamál Hæfileikinn til að eiga sér áhugamál er eitt það skemmtilegasta sem aðskilur okkur frá hinum dýrategundunum. Aðrir ofur eiginleikar, eins og að vita að einn daginn hrökkvum við upp af, hafa bara skilað okkur bömmerum. Því eru áhugamálin einn besti kostur okkar grimmu tegundar og kæmi til refsilækkunar ef við lentum fyrir tegundadómstóli. Bakþankar 13.6.2007 16:57 Hálfvitar Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Bakþankar 6.6.2007 19:09 Sólgleraugu fyrir sálina Á morgun verður bannað að reykja á öllum veitingastöðum landsins, jafnt á Hótel Holti sem á Rökkurbarnum. Bretar eru farnir að merkja áfengisflöskur með miðum frá hinu opinbera. Þar kemur fram hversu stórra skammta af viðkomandi áfengistegund ríkið telur ásættanlegt að neyta á dag. Þessar merkingar koma örugglega hingað fljótlega. Bakþankar 30.5.2007 22:14 Hverfulleikinn á biðstofunni Á læknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæmum tíðindum hjá lækninum heldur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðareynd að það sem skiptir öllu máli í dag skiptir engu máli á morgun. Bakþankar 23.5.2007 18:28 Lúxusblogg Eins og allir vita er komin upp lítil en vaxandi stétt ríkra karla á Íslandi. Þessir menn geta með peningunum sínum gert alls konar skemmtilega hluti sem við hinir ræflarnir getum ekki, til dæmis keypt grónar bújarðir og breytt í frístundajarðir, fengið hallærislega en rándýra poppara til að spila í afmælunum sínum eða boðið ruglverð í gömul málverk – upp á flippið. Bakþankar 16.5.2007 18:11 Harmóníku-fólkið Ég er enginn rasisti en sígaunar eru algjör úrhrök; þjófóttir, lygnir, undirförlir og hreinlega sori jarðar! Við eigum hikstalaust að reka þetta jafnóðum úr landi! Bakþankar 9.5.2007 17:02 Atkvæði Það er viðtekin venja að hreyta ónotum í krakka og skamma þá undir drep, en sem fullorðinn fær maður sjaldan að heyra’ða. Ég gæti til dæmis gengið inn í hvaða garð sem er og þóst vera að leita að einhverju og yrði ekki rekinn í burtu með óbótaskömmum eins og ef ég væri krakki. Það er helst eftir að maður gifti sig að maður fór að heyra’ða á ný. Bakþankar 3.5.2007 15:11 Menningar-verðmæti Það er einfalt að vera vitur eftir á. Látinn vinur eða ættingi kallar á söknuð þótt maður hafi kannski sjaldan nennt að heimsækja hann í lifanda lífi, náttúra verður að ómetanlegri náttúruperlu þegar búið er að byggja stíflu ofan á hana og brunnir kofar sem enginn pældi í eru allt í einu orðnir svakaleg menningarverðmæti sem verður að endurbyggja í upphaflegri mynd vegna sögulegs gildis. Bakþankar 25.4.2007 19:22 Fréttamat Líf dýra eru misdýrmæt. Í fínu lagi er að slátra rottum og mávum miskunnarlaust, en allt yrði vitlaust ef eitrað væri fyrir veluppöldum kettlingum eða verðlaunahundar skotnir á færi. Hestur sem finnst soltinn í bás kallar á sterk viðbrögð samfélagsins en hrekkjusvíni sem tekst að murka lífið úr villtum minki við tjörnina er hampað sem hetju. Bakþankar 18.4.2007 19:45 Lýðræðisleg leiðindi Fátt er leiðinlegra en kosningafundir sem fjölmiðlar finna sig nú knúna til að bjóða upp á. Því ríður á að passa sig að opna ekki fyrir útvarp eða sjónvarp næsta mánuðinn því alls staðar er hætta á að þaulæft froðusnakk fólks sem æst er í að ná sér í þægilega innivinnu næstu fjögur árin skelli á með offorsi. Leiðindi eru ekki eftirsóknarverð þótt séu lýðræðisleg. Bakþankar 11.4.2007 19:16 Páskabíltúrinn Lengsta skyldufrí ársins er framundan. Nú eru góð ráð dýr fyrir fólk sem hefur ekki haft vaðið fyrir neðan sig og keypt sér skíðaferð til útlanda og á ekki heldur sælureit á landsbyggðinni. Í staðinn fyrir að dorma í fimmdaga súkkulaðimóki yfir dramatískum biblíuþáttum sting ég upp á gamla góða bíltúrnum. Það er ágæt leið til að drepa tímann fyrst maður getur ekki verið í vinnunni. Bakþankar 4.4.2007 15:14 Gerviöryggisrugl Fyrir 11. september létu flugvallastarfsmenn það gjarnan nægja að spyrja: Fékkstu hjálp við að pakka? Við þessu var flest annað en „Já, síðskeggjaður maður með lambhúshettu lét mig hafa pakka sem ég held að sé vekjaraklukka," rétt svar. Bakþankar 28.3.2007 18:06 Íslenska stéttaskiptingin Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann. Bakþankar 21.3.2007 18:51 Þegar Guð reddaði mér Nú er hátíð í bæ hjá prestum og verslunarfólki. Akkorð. Enda heill árgangur á leið í ,,fullorðinna manna tölu”. Þrátt fyrir áfangann munu krakkarnir hanga lengi enn á Hótel Mömmu, vel nærðir og ánægðir með fermingaruppskeruna, að lágmarki 5000 kall á hvern ættingja, en mun meira frá náskyldum. Bakþankar 14.3.2007 16:13 Fagra kvenveröld Það er allt í steik. Þetta vitum við öll, og stundum eftir að maður hefur hlustað á fréttirnar finnst manni óhugsandi að hér verði mannapar á kreiki eftir tvö hundruð ár. Að minnsta kosti ekki mannapar í jakkafötum. Græðgi, gróðurhúsa-áhrif og almenn vitleysa verður örugglega búin að útrýma tegundinni, eða breyta í stökkbreytt grey sem vafra um leifar stórborga veifandi frumstæðum kylfum. Bakþankar 8.3.2007 09:32 Okkar 11. september Rík er sú tilhneiging hjá ráðamönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það - þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður - sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin. Bakþankar 28.2.2007 16:42 Skallafordómar Söngkonan Britney Spears hefur verið í sviðsljósinu síðustu mánuðina. Hegðun hennar, meðal annars stíft sukk með forhertustu pjásum hins svokallaða skemmtanalífs, hefur bent til þess að ekki sé allt með felldu. Þegar nýjustu fréttirnar flæddu yfir heimsbyggðina má segja að tappann hafi fyrst tekið úr: Britney var búin að snoða sig. Bakþankar 21.2.2007 17:49 Peningalyktin Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin? Bakþankar 16.2.2007 11:24 « ‹ 1 2 3 ›
Um veðrið og verðið Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Bakþankar 18.7.2007 23:07
Fjölmenning og fjölmenni Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Bakþankar 11.7.2007 18:11
Geirvörtur Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Bakþankar 4.7.2007 19:53
Verðlaun Á hverju ári er fólk hér að myndast við að veita verðlaun fyrir framúrskarandi listræn afrek. Auk hávirðulegra bókmenntaverðlauna forsetans eru haldnar Eddu-, Ístón- og Grímuverðlaunaveislur og fólk mætir dragfínt í sparifötunum. Þetta er ágætis úthald hjá þjóð sem telur jafn margar hræður og Coventry. Bakþankar 27.6.2007 17:08
Samviskubit Bullandi samviskubit fylgir þeirri bullandi velmegun sem við njótum í hnattrænu samhengi, nemi maður passi sig að hugsa bara ekkert um það. Lesi ég á litlu miðana á fötunum mínum kemur í ljós að þau eru meðal annars framleidd í Víetnam (jakki), Kína (bolur og skór) og Indónesíu (gallabuxur). Bakþankar 20.6.2007 19:09
Áhugamál Hæfileikinn til að eiga sér áhugamál er eitt það skemmtilegasta sem aðskilur okkur frá hinum dýrategundunum. Aðrir ofur eiginleikar, eins og að vita að einn daginn hrökkvum við upp af, hafa bara skilað okkur bömmerum. Því eru áhugamálin einn besti kostur okkar grimmu tegundar og kæmi til refsilækkunar ef við lentum fyrir tegundadómstóli. Bakþankar 13.6.2007 16:57
Hálfvitar Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Bakþankar 6.6.2007 19:09
Sólgleraugu fyrir sálina Á morgun verður bannað að reykja á öllum veitingastöðum landsins, jafnt á Hótel Holti sem á Rökkurbarnum. Bretar eru farnir að merkja áfengisflöskur með miðum frá hinu opinbera. Þar kemur fram hversu stórra skammta af viðkomandi áfengistegund ríkið telur ásættanlegt að neyta á dag. Þessar merkingar koma örugglega hingað fljótlega. Bakþankar 30.5.2007 22:14
Hverfulleikinn á biðstofunni Á læknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæmum tíðindum hjá lækninum heldur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðareynd að það sem skiptir öllu máli í dag skiptir engu máli á morgun. Bakþankar 23.5.2007 18:28
Lúxusblogg Eins og allir vita er komin upp lítil en vaxandi stétt ríkra karla á Íslandi. Þessir menn geta með peningunum sínum gert alls konar skemmtilega hluti sem við hinir ræflarnir getum ekki, til dæmis keypt grónar bújarðir og breytt í frístundajarðir, fengið hallærislega en rándýra poppara til að spila í afmælunum sínum eða boðið ruglverð í gömul málverk – upp á flippið. Bakþankar 16.5.2007 18:11
Harmóníku-fólkið Ég er enginn rasisti en sígaunar eru algjör úrhrök; þjófóttir, lygnir, undirförlir og hreinlega sori jarðar! Við eigum hikstalaust að reka þetta jafnóðum úr landi! Bakþankar 9.5.2007 17:02
Atkvæði Það er viðtekin venja að hreyta ónotum í krakka og skamma þá undir drep, en sem fullorðinn fær maður sjaldan að heyra’ða. Ég gæti til dæmis gengið inn í hvaða garð sem er og þóst vera að leita að einhverju og yrði ekki rekinn í burtu með óbótaskömmum eins og ef ég væri krakki. Það er helst eftir að maður gifti sig að maður fór að heyra’ða á ný. Bakþankar 3.5.2007 15:11
Menningar-verðmæti Það er einfalt að vera vitur eftir á. Látinn vinur eða ættingi kallar á söknuð þótt maður hafi kannski sjaldan nennt að heimsækja hann í lifanda lífi, náttúra verður að ómetanlegri náttúruperlu þegar búið er að byggja stíflu ofan á hana og brunnir kofar sem enginn pældi í eru allt í einu orðnir svakaleg menningarverðmæti sem verður að endurbyggja í upphaflegri mynd vegna sögulegs gildis. Bakþankar 25.4.2007 19:22
Fréttamat Líf dýra eru misdýrmæt. Í fínu lagi er að slátra rottum og mávum miskunnarlaust, en allt yrði vitlaust ef eitrað væri fyrir veluppöldum kettlingum eða verðlaunahundar skotnir á færi. Hestur sem finnst soltinn í bás kallar á sterk viðbrögð samfélagsins en hrekkjusvíni sem tekst að murka lífið úr villtum minki við tjörnina er hampað sem hetju. Bakþankar 18.4.2007 19:45
Lýðræðisleg leiðindi Fátt er leiðinlegra en kosningafundir sem fjölmiðlar finna sig nú knúna til að bjóða upp á. Því ríður á að passa sig að opna ekki fyrir útvarp eða sjónvarp næsta mánuðinn því alls staðar er hætta á að þaulæft froðusnakk fólks sem æst er í að ná sér í þægilega innivinnu næstu fjögur árin skelli á með offorsi. Leiðindi eru ekki eftirsóknarverð þótt séu lýðræðisleg. Bakþankar 11.4.2007 19:16
Páskabíltúrinn Lengsta skyldufrí ársins er framundan. Nú eru góð ráð dýr fyrir fólk sem hefur ekki haft vaðið fyrir neðan sig og keypt sér skíðaferð til útlanda og á ekki heldur sælureit á landsbyggðinni. Í staðinn fyrir að dorma í fimmdaga súkkulaðimóki yfir dramatískum biblíuþáttum sting ég upp á gamla góða bíltúrnum. Það er ágæt leið til að drepa tímann fyrst maður getur ekki verið í vinnunni. Bakþankar 4.4.2007 15:14
Gerviöryggisrugl Fyrir 11. september létu flugvallastarfsmenn það gjarnan nægja að spyrja: Fékkstu hjálp við að pakka? Við þessu var flest annað en „Já, síðskeggjaður maður með lambhúshettu lét mig hafa pakka sem ég held að sé vekjaraklukka," rétt svar. Bakþankar 28.3.2007 18:06
Íslenska stéttaskiptingin Til eru menn á 100 sinnum betri launum en næsti maður. Stéttaskipting fyrirfinnst þó varla á Íslandi og forríkt fólk býr við það vandamál vegna smæðar landsins að lítil tækifæri gefast til að láta ljós sitt skína með alla peningana. Hér vantar allt háklassa snobb, búðir sem selja dót á geðveiku verði og veitingahús sem rukka tíu þúsund kall fyrir kaffibollann. Bakþankar 21.3.2007 18:51
Þegar Guð reddaði mér Nú er hátíð í bæ hjá prestum og verslunarfólki. Akkorð. Enda heill árgangur á leið í ,,fullorðinna manna tölu”. Þrátt fyrir áfangann munu krakkarnir hanga lengi enn á Hótel Mömmu, vel nærðir og ánægðir með fermingaruppskeruna, að lágmarki 5000 kall á hvern ættingja, en mun meira frá náskyldum. Bakþankar 14.3.2007 16:13
Fagra kvenveröld Það er allt í steik. Þetta vitum við öll, og stundum eftir að maður hefur hlustað á fréttirnar finnst manni óhugsandi að hér verði mannapar á kreiki eftir tvö hundruð ár. Að minnsta kosti ekki mannapar í jakkafötum. Græðgi, gróðurhúsa-áhrif og almenn vitleysa verður örugglega búin að útrýma tegundinni, eða breyta í stökkbreytt grey sem vafra um leifar stórborga veifandi frumstæðum kylfum. Bakþankar 8.3.2007 09:32
Okkar 11. september Rík er sú tilhneiging hjá ráðamönnum að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að skerða mannréttindi borgaranna. Fyrsta hugsunin þegar áföll dynja á er að pakka í vörn, gefast upp fyrir heilbrigðri skynsemi, hugsa að nóg sé komið af hinu hræðilega frelsi og að það - þ.e. fólkið sem við kusum í ábyrgðarstöður - sé eitt fært um að hugsa fyrir heildina og leysa málin. Bakþankar 28.2.2007 16:42
Skallafordómar Söngkonan Britney Spears hefur verið í sviðsljósinu síðustu mánuðina. Hegðun hennar, meðal annars stíft sukk með forhertustu pjásum hins svokallaða skemmtanalífs, hefur bent til þess að ekki sé allt með felldu. Þegar nýjustu fréttirnar flæddu yfir heimsbyggðina má segja að tappann hafi fyrst tekið úr: Britney var búin að snoða sig. Bakþankar 21.2.2007 17:49
Peningalyktin Skynfærin leika stóran þátt í lífi okkar, öll nema lyktarskynið. Ilmvötn og reykelsi eru reyndar gerð fyrir nefið en samt er ljóst að tungan, eyrun og augun fá miklu meira til að dunda sér við. Um það vitnar matargerðar-, tón- og myndlistin. Hvar er lyktar-listin? Bakþankar 16.2.2007 11:24
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent