Lögreglumál Ungmenni kveiktu í skólabókum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum. Innlent 27.5.2024 17:10 Einn til viðbótar í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Öðrum einstaklingi hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en hefur áfram stöðu sakbornings í málinu. Innlent 27.5.2024 14:52 Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Innlent 27.5.2024 12:42 Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17 Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14 Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19 Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16 Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19 Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Innlent 26.5.2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Innlent 26.5.2024 08:34 Tók myndir af fólki á skemmtistað í leyfisleysi Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Innlent 26.5.2024 08:03 Lögreglan náði lausum grís Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa. Innlent 25.5.2024 16:41 Sex handteknir í átaki gegn ólöglegri atvinnustarfsemi Sex aðilar voru handteknir í átaki lögreglunnar gegn ólöglegri atvinnustarfsemi í gær. Allir voru þau lausir að lokinni skýrslutöku. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn á veitingastað og tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi. Innlent 25.5.2024 07:15 Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. Innlent 24.5.2024 20:12 Stöðvaði innbrotsþjóf sem var hálfur inni í bílnum Umráðamaður bifreiðar náði að koma í veg fyrir að innbrotsþjófur kæmist burt eftir að hann greip þjófinn glóðvolgan. Þjófurinn var hálfur inni í bílnum þegar komið var að honum. Innlent 24.5.2024 17:55 Gul viðvörun: Fyrsta trampólínið þegar fokið Gul viðvörun tekur gildi klukkan 08 víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta trampólínið er þegar fokið í Kópavogi. Veður 24.5.2024 07:35 Réðst í tvígang á starfsmann verslunar í Skeifunni Alls eru átta vistaðir í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála sem komu upp í gærkvöldi og í nótt. Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum um til dæmis þjófnað út matvöruverslun, akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og innbrot. Innlent 24.5.2024 07:18 Áfram í fangelsi þótt gæsluvarðhaldskröfu hafi verið hafnað Litháenskur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í sumarhúsabyggð í Kiðjabergi í apríl verður áfram í haldi þrátt fyrir að dómari hafi hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu. Maðurinn afplánar nú eldri fangelsisdóm. Innlent 23.5.2024 20:31 Lögregla herðir leitina að karlmanni sem veitist að börnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Innlent 23.5.2024 14:02 Tveir handteknir í tveimur aðskildum málum vegna ofbeldis í heimahúsi Tveir voru handteknir í tveimur aðskildum málum í gærkvöldi eða nótt vegna ofbeldis í heimahúsi. Annar einstaklingurinn reyndist mjög ölvaður en hinn reyndi að slá til lögreglumanns. Innlent 23.5.2024 06:27 Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. Innlent 22.5.2024 22:31 Undir áhrifum og með eftirlíkingu af skotvopni Tveir menn undir áhrifum fíkniefna og með eftirlíkingu af skotvopni með sér voru handteknir nærri Klambratúni í dag. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan sex í dag tilkynning um vopnaðan mann í miðbænum og var viðbúnaður lögreglunnar umfangsmikill. Innlent 22.5.2024 19:45 Árás á tólf ára stúlku fór betur en á horfðist Helgi Ingason, faðir tólf ára gamallar stúlku sem ráðist var á í morgun á leið sinni í skólann í Hafnarfirði, er nýkominn frá lögreglu þar sem hann gaf skýrslu. Hann segir stúlkuna furðu bratta eftir allt sem á gekk. Innlent 22.5.2024 16:00 Sleppt úr haldi lögreglu Einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Atburðarásin er að skýrast að sögn lögreglu. Innlent 22.5.2024 15:43 Telja að Quang gæti spillt rannsókninni gangi hann laus Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út. Innlent 22.5.2024 12:03 Veittist að fólki með hníf í miðborginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um mann sem var að veitast að fólki með hníf í miðborg Reykjarvíkur. Við rannsókn á málinu reyndist enginn alvarlega slasaður. Innlent 22.5.2024 06:25 Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Innlent 21.5.2024 20:26 Lögreglan lýsti eftir fimmtán ára gamalli stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í morgun eftir fimmtán ára stúlku. Hún er nú fundin. Innlent 21.5.2024 10:21 Gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni framlengt Gæsluvarðhald yfir Quang Lé hefur verið framlengt af Héraðsdómi Reykjavíkur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til sautjánda júní. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun mars. Innlent 20.5.2024 20:07 Mikill viðbúnaður vegna bráðra veikinda Mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi fyrir stundu. Veginum var lokað í báðar áttir og langar bílaraðir mynduðust. Sjúkrabílar og lögreglulið voru á staðnum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Innlent 20.5.2024 12:00 « ‹ 28 29 30 31 32 33 34 35 36 … 278 ›
Ungmenni kveiktu í skólabókum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum. Innlent 27.5.2024 17:10
Einn til viðbótar í gæsluvarðhald en öðrum sleppt Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Öðrum einstaklingi hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en hefur áfram stöðu sakbornings í málinu. Innlent 27.5.2024 14:52
Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Innlent 27.5.2024 12:42
Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17
Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14
Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19
Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16
Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19
Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Innlent 26.5.2024 11:01
Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Innlent 26.5.2024 08:34
Tók myndir af fólki á skemmtistað í leyfisleysi Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Innlent 26.5.2024 08:03
Lögreglan náði lausum grís Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að grís eða lítið svín sem virðist hafa sloppið og hafnað í bakgarði í Kjarnagötu á Akureyri. Ekki liggur fyrir hver eigandi gríssins er eða þá hvernig grísnum tókst að sleppa. Innlent 25.5.2024 16:41
Sex handteknir í átaki gegn ólöglegri atvinnustarfsemi Sex aðilar voru handteknir í átaki lögreglunnar gegn ólöglegri atvinnustarfsemi í gær. Allir voru þau lausir að lokinni skýrslutöku. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn á veitingastað og tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi. Innlent 25.5.2024 07:15
Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. Innlent 24.5.2024 20:12
Stöðvaði innbrotsþjóf sem var hálfur inni í bílnum Umráðamaður bifreiðar náði að koma í veg fyrir að innbrotsþjófur kæmist burt eftir að hann greip þjófinn glóðvolgan. Þjófurinn var hálfur inni í bílnum þegar komið var að honum. Innlent 24.5.2024 17:55
Gul viðvörun: Fyrsta trampólínið þegar fokið Gul viðvörun tekur gildi klukkan 08 víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta trampólínið er þegar fokið í Kópavogi. Veður 24.5.2024 07:35
Réðst í tvígang á starfsmann verslunar í Skeifunni Alls eru átta vistaðir í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála sem komu upp í gærkvöldi og í nótt. Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum um til dæmis þjófnað út matvöruverslun, akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og innbrot. Innlent 24.5.2024 07:18
Áfram í fangelsi þótt gæsluvarðhaldskröfu hafi verið hafnað Litháenskur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í sumarhúsabyggð í Kiðjabergi í apríl verður áfram í haldi þrátt fyrir að dómari hafi hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu. Maðurinn afplánar nú eldri fangelsisdóm. Innlent 23.5.2024 20:31
Lögregla herðir leitina að karlmanni sem veitist að börnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Innlent 23.5.2024 14:02
Tveir handteknir í tveimur aðskildum málum vegna ofbeldis í heimahúsi Tveir voru handteknir í tveimur aðskildum málum í gærkvöldi eða nótt vegna ofbeldis í heimahúsi. Annar einstaklingurinn reyndist mjög ölvaður en hinn reyndi að slá til lögreglumanns. Innlent 23.5.2024 06:27
Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. Innlent 22.5.2024 22:31
Undir áhrifum og með eftirlíkingu af skotvopni Tveir menn undir áhrifum fíkniefna og með eftirlíkingu af skotvopni með sér voru handteknir nærri Klambratúni í dag. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan sex í dag tilkynning um vopnaðan mann í miðbænum og var viðbúnaður lögreglunnar umfangsmikill. Innlent 22.5.2024 19:45
Árás á tólf ára stúlku fór betur en á horfðist Helgi Ingason, faðir tólf ára gamallar stúlku sem ráðist var á í morgun á leið sinni í skólann í Hafnarfirði, er nýkominn frá lögreglu þar sem hann gaf skýrslu. Hann segir stúlkuna furðu bratta eftir allt sem á gekk. Innlent 22.5.2024 16:00
Sleppt úr haldi lögreglu Einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Atburðarásin er að skýrast að sögn lögreglu. Innlent 22.5.2024 15:43
Telja að Quang gæti spillt rannsókninni gangi hann laus Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út. Innlent 22.5.2024 12:03
Veittist að fólki með hníf í miðborginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um mann sem var að veitast að fólki með hníf í miðborg Reykjarvíkur. Við rannsókn á málinu reyndist enginn alvarlega slasaður. Innlent 22.5.2024 06:25
Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Innlent 21.5.2024 20:26
Lögreglan lýsti eftir fimmtán ára gamalli stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í morgun eftir fimmtán ára stúlku. Hún er nú fundin. Innlent 21.5.2024 10:21
Gæsluvarðhald yfir Davíð Viðarssyni framlengt Gæsluvarðhald yfir Quang Lé hefur verið framlengt af Héraðsdómi Reykjavíkur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til sautjánda júní. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun mars. Innlent 20.5.2024 20:07
Mikill viðbúnaður vegna bráðra veikinda Mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi fyrir stundu. Veginum var lokað í báðar áttir og langar bílaraðir mynduðust. Sjúkrabílar og lögreglulið voru á staðnum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Innlent 20.5.2024 12:00