Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 21:44 Fico og Pútín funduðu sunnudaginn 22. desember í Moskvu. ap Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu bauðst til þess að hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á sunnudag. Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19