Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 21:44 Fico og Pútín funduðu sunnudaginn 22. desember í Moskvu. ap Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu bauðst til þess að hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á sunnudag. Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19