Lögreglumál

Fréttamynd

Til skoðunar hvort bilun eða mis­tök hafi valdið skaðanum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mál­ Eddu Bjarkar ratar í pontu Al­þingis

Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru

Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Líkams­á­rás, um­ferðar­slys og þjófnaðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar í póstnúmerinu 105. Einn var handtekinn en sá sem ráðist var á neitaði að fara á bráðamóttöku þrátt fyrir að áverkar væru á honum.

Innlent
Fréttamynd

Edda Björk hand­tekin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki vera fram­seld „í gæslu­varð­hald í ó­skil­greindan tíma“

Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal.

Innlent
Fréttamynd

Datt og fékk skurð í and­litið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi vegna þjófnaðar úr verslun og þá var tilkynnt um minniháttar skemmdarverk í póstnúmerinu 105.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna hnífstungunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæði hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum vegna hnífstunguárásarinnar sem framin var í Grafarholti í Reykjavík á föstudagsmorgun. Alls voru fimm handteknir en fjórum þeirra hefur verið sleppt. 

Innlent
Fréttamynd

Heppni að ekki fór verr

Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir Eddu Björk

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dóna­leg“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg.

Innlent
Fréttamynd

Hafa yfir­heyrt vitni um helgina

Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Flúði á tveimur jafn­fljótum eftir rán í Fætur toga

Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist.

Innlent
Fréttamynd

Segir at­vik aug­ljós í undar­legu máli

Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði á 112 km/klst á 50-götu

Ökumaður var í dag stöðvaður á 112 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Var hann handtekinn, sviptur ökuréttindum og færður til blóðsýnatöku.

Innlent