Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 16:34 Karl Gauti Hjaltason er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/Vilhelm Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Skemmdirnar á vatnslögninni sem er á sjávarbotni við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn teygja sig yfir þrjú hundruð metra. Akkeri Hugins VE festist í lögninni og varð til þess að hlífðarkápa á lögninni losnaði. Vatnslögnin liggur samsíða rafmagnsköplum frá landi til Eyja. Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Enginn vatnsskortur er þó í Eyjum og engin ástæða fyrir Vestmannaeyinga að spara vatn að sögn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra. Málið er litið alvarlegum augum og var gert samkomulag um starfslok við skipstjóra og stýrimann Hugins VE í umræddri ferð. „Þetta mál er til rannsóknar. Markmiðið er að upplýsa hvað gerðist. Hvort það hafi verið einhver bilun í tækjabúnði eða einhver mistök gerð,“ segir Karl Gauti. Það sé markmið rannsóknarinnar. Skýrslutökur séu hafnar en ekki lokið. Koma verði í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað sem varð til þess að akkerið féll með fyrrnefndum afleiðingum. „Það er mikið myndefni sem við þurfum að fara yfir. Aðallega úr eftirlitsmyndavélum úr skipinu,“ segir Karl Gauti. Þá sé fyrirhugað sjópróf á morgun þar sem sigla eigi skipinu úr höfn og leika eftir innsiglinguna til að fá betri mynd á atburðarásina. Héraðsdómur Suðurlands standi fyrir sjóprófinu.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Vatn Lögreglumál Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22 Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. 28. nóvember 2023 11:22
Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar Erlendir sérfræðingar sem hafa neysluvatnslögn til Vestmannaeyja til skoðunar vegna tjóns telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand hennar. 21. nóvember 2023 21:43