Lögreglumál Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Innlent 4.9.2023 21:39 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Innlent 4.9.2023 18:35 Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4.9.2023 18:22 Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Innlent 4.9.2023 17:35 Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopnafirði Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Innlent 4.9.2023 11:14 „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Innlent 4.9.2023 00:03 Hópslagsmál í Garðabæ Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu. Innlent 3.9.2023 18:42 Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir. Innlent 3.9.2023 07:30 Ók móti umferð og á aðra bíla Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 2.9.2023 11:03 Var rændur og þurfti á slysadeild Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu. Innlent 2.9.2023 07:24 Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2023 06:12 „Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. Lífið 31.8.2023 14:45 Sérsveitin kölluð til vegna manns með hníf í miðborginni Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Var hann í annarlegu ástandi og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 31.8.2023 06:16 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Innlent 30.8.2023 20:22 Meintur Mentos-þjófur eltur á hlaupum en reyndist saklaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gær vegna ofurölvi einstaklinga. Einn lá meðvitundarlítill í runna, annar svaf ölvunarsvefni í íbúð og einn til viðbótar dormaði utandyra. Innlent 30.8.2023 06:29 Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29.8.2023 23:41 Gæsluvarðhald framlengt í skútumáli Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september. Innlent 29.8.2023 21:56 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. Innlent 29.8.2023 17:38 Var sagður ölvaður en reyndist glíma við heilsukvilla Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó útköllum vegna innbrots í Hafnarfirði og einstaklings sem var til ama í miðborginni en sá hét því að láta af hegðun sinni eftir samtal við lögreglumenn. Innlent 29.8.2023 06:22 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38 Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. Innlent 28.8.2023 20:35 Sérsveit náði hníf af ungmennum í Breiðholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út upp úr klukkan 18 í kvöld vegna gruns um vopnaburð ungmenna. Innlent 28.8.2023 19:21 Vopnaðir sérsveitarmenn í lögregluaðgerð í Grindavík Lögregluaðgerð er nú í gangi í Grindavík. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við Vísi, en segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning verði þó gefin út um málið síðar í dag. Innlent 28.8.2023 14:24 Sofandi innbrotsþjófur og sjálfsfróun á almannafæri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum um helgina en hún var meðal annars kölluð til vegna manns sem var sagður sofa ölvunarsvefni við fyrirtæki í Reykjavík. Innlent 28.8.2023 06:51 Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. Innlent 28.8.2023 06:11 Eftirlýstur læsti sig inni í kjallara Háskóla Íslands Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. Innlent 27.8.2023 18:57 Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15 Sérsveit send á skemmtistað vegna hnífaburðar Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var til að mynda tvívegis kölluð út, annars vegar vegna tilkynningar um mann með skammbyssu og hins vegar vegna manns sem sagður var hóta fólki með hníf á skemmtistað. Innlent 27.8.2023 08:04 Ákvörðun um gæsluvarðhald í skútumáli tekin eftir helgi Lögregla segir að rannsókn á smygli 160 kílóa af hassi í skútu hingað til lands í júní gangi vel. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út á mánudag. Innlent 26.8.2023 06:46 Meintur svikahrappur hafi lofað kynlífi og beðið um pening Kona sem er grunuð um að hafa svikið 25 milljónir af ellefu karlmönnum, þar af nokkrum með þroskaskerðingu er laus úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni frá því í byrjun mánaðar rann út í dag. Innlent 25.8.2023 15:41 « ‹ 56 57 58 59 60 61 62 63 64 … 274 ›
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. Innlent 4.9.2023 21:39
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Innlent 4.9.2023 18:35
Mútumálið á Selfossi komið á borð héraðssaksóknara Héraðssaksóknari hefur boðað Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa í Árborg í skýrslutöku vegna frétta af mögulegu mútubroti Leós Árnasonar fjárfestis. Tómas Ellert greindi frá því að Leó hafi boðið honum fjáhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Innlent 4.9.2023 18:22
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Innlent 4.9.2023 17:35
Lést eftir að hafa fallið fram af klettum á Vopnafirði Kona á þrítugsaldri lést eftir að hafa fallið fram af klettum við smábátahöfnina á Vopnafirði í nótt. Innlent 4.9.2023 11:14
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Innlent 4.9.2023 00:03
Hópslagsmál í Garðabæ Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu. Innlent 3.9.2023 18:42
Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir. Innlent 3.9.2023 07:30
Ók móti umferð og á aðra bíla Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Innlent 2.9.2023 11:03
Var rændur og þurfti á slysadeild Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í Austurbæ. Gerendur höfðu ekkert upp úr krafsinu flytja þurfti þolanda ránsins á slysadeild. Að öðru leyti mun hafa verið rólegt í miðborginni í nótt en þó voru rúmlega sextíu mál skráð í bækur lögreglu. Innlent 2.9.2023 07:24
Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. Innlent 1.9.2023 06:12
„Sit inni í bíl og horfi á þessa gaura labba aftan að honum“ Birgitta Líf Björnsdóttir og kærasti hennar Enok Vatnar Jónsson ræða árásina sem hann varð fyrir við Vínbúð ÁTVR á Dalvegi í Kópavogi í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn. Birgittu grunar að árásarmennirnir tveir hafi elt þau að búðinni en kveðst ekki vita hvaðan árásin sé sprottin. Lífið 31.8.2023 14:45
Sérsveitin kölluð til vegna manns með hníf í miðborginni Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í miðborg Reykjavíkur í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Var hann í annarlegu ástandi og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Innlent 31.8.2023 06:16
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Innlent 30.8.2023 20:22
Meintur Mentos-þjófur eltur á hlaupum en reyndist saklaus Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gær vegna ofurölvi einstaklinga. Einn lá meðvitundarlítill í runna, annar svaf ölvunarsvefni í íbúð og einn til viðbótar dormaði utandyra. Innlent 30.8.2023 06:29
Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Innlent 29.8.2023 23:41
Gæsluvarðhald framlengt í skútumáli Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september. Innlent 29.8.2023 21:56
Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. Innlent 29.8.2023 17:38
Var sagður ölvaður en reyndist glíma við heilsukvilla Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti þó útköllum vegna innbrots í Hafnarfirði og einstaklings sem var til ama í miðborginni en sá hét því að láta af hegðun sinni eftir samtal við lögreglumenn. Innlent 29.8.2023 06:22
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38
Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. Innlent 28.8.2023 20:35
Sérsveit náði hníf af ungmennum í Breiðholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út upp úr klukkan 18 í kvöld vegna gruns um vopnaburð ungmenna. Innlent 28.8.2023 19:21
Vopnaðir sérsveitarmenn í lögregluaðgerð í Grindavík Lögregluaðgerð er nú í gangi í Grindavík. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við Vísi, en segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning verði þó gefin út um málið síðar í dag. Innlent 28.8.2023 14:24
Sofandi innbrotsþjófur og sjálfsfróun á almannafæri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum um helgina en hún var meðal annars kölluð til vegna manns sem var sagður sofa ölvunarsvefni við fyrirtæki í Reykjavík. Innlent 28.8.2023 06:51
Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. Innlent 28.8.2023 06:11
Eftirlýstur læsti sig inni í kjallara Háskóla Íslands Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. Innlent 27.8.2023 18:57
Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15
Sérsveit send á skemmtistað vegna hnífaburðar Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var til að mynda tvívegis kölluð út, annars vegar vegna tilkynningar um mann með skammbyssu og hins vegar vegna manns sem sagður var hóta fólki með hníf á skemmtistað. Innlent 27.8.2023 08:04
Ákvörðun um gæsluvarðhald í skútumáli tekin eftir helgi Lögregla segir að rannsókn á smygli 160 kílóa af hassi í skútu hingað til lands í júní gangi vel. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út á mánudag. Innlent 26.8.2023 06:46
Meintur svikahrappur hafi lofað kynlífi og beðið um pening Kona sem er grunuð um að hafa svikið 25 milljónir af ellefu karlmönnum, þar af nokkrum með þroskaskerðingu er laus úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir henni frá því í byrjun mánaðar rann út í dag. Innlent 25.8.2023 15:41
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent