Alþingi

Fréttamynd

Hart deilt á utanríkisráðherra

Stjórnarandstæðingar deildu á utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa ekki nægilegt samráð um gang mála í varnarviðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherra sagði að það mætti ef til vill saka sig um margt en ekki þó það að hafa ekki nægilegt samráð við þingnefndir.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til helgarfundar um vatnalög

Þingheimur hefur verið boðaður saman til fundar á morgun til að ræða frumvarp til vatnalaga. Umræður um frumvarpið hafa þegar staðið yfir í rúman sólarhring og ganga ásakanirnar á víxl milli stjórnarliða og stjórnarandstæðinga.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerðir á Þjóðleikhúsi næstar í röðinni

Það myndi kosta 1,6 milljarða króna að gera þær viðgerðir á Þjóðleikhúsinu sem þörf krefur, sagði menntamálaráðherra á Alþingi í dag og setti viðgerðir á Þjóðleikhúsinu efstar á forgangslista þegar kemur að menningarstofnunum.

Innlent
Fréttamynd

Úr pólitík í bankann

Fyrrum erfðaprins Framsóknarflokksins gekk af leikvelli stjórnmálanna í dag þegar forseti Íslands samþykkti afsögn hans sem félagsmálaráðherra á Ríkissráðsfundi í morgun. Eftir fundinn bað Árni flokksfélaga sína afsökunar á brotthvarfinu en sagði ástæður sínar persónulegar.

Innlent
Fréttamynd

Tekur sæti á þingi í lok apríl

Guðjón Ólafur Jónsson sem tekur sæti Árna Magnússonar á þingi segist hafa orðið fyrir áfalli þegar honum varð ljóst að Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætlaði að hætta á þingi og að hann sjálfur væri á leið á þing. Hann segir mikinn missi að Árna.

Innlent
Fréttamynd

Brotthvarf Árna veikir Framsókn

Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.

Innlent
Fréttamynd

Rúm fyrir álver og stækkun

Forsætisráðherra gaf lítið fyrir hvatningar stjórnarandstæðinga um hægja á uppbyggingu álvera á Alþingi í dag. Hann sagði álver á Húsavík og stækkun í Straumsvík rúmast innan marka Kyoto bókunarinnar en efast um að orka fáist fyrir álver á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Varamaður fyrir varamann

Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurður Kjaradóms felldur úr gildi

Alþingi samþykkti í dag frumvarp til laga sem fellir úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember síðastliðnum um launahækkanir til æðstu stjórnenda ríkisins. Stjórnarandstaðan stóð gegn frumvarpinu og vildi fara aðra leið. Fulltrúar hennar telja að frumvarpið geti brotið í bága við stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi kemur aftur saman

Alþingi kemur saman til fundar í dag eftir 38 daga fundahlé í kringum jól og áramót. Fyrsta málið sem verður tekið fyrir á þingfundi sem hefst klukkan hálftvö verður frumvarp um að draga til baka launahækkanir Kjaradóms og ákvarða mönnum þess í stað tveggja og hálfs prósents launahækkun frá og með næstu mánaðamótum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin klúðraði málinu

Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi

Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um fjárlög næsta árs á Alþingi

Stjórnarliðar hrósuðu sér af meiri fjárlagaafgangi en flestar Evrópuþjóðir gætu státað af meðan stjórnarandstæðingar sögðu væntanleg fjárlög þýða útgjaldaþenslu og aukið misrétti í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Vandi heimilislausra ræddur á Alþingi í dag

Um fimmtíu manns eru heimilislausir á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu sem félagsmálráðherra kynnti á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir lausn vera í sjónmáli fyrir um tuttugu hinna heimilislausu, og að unnið sé að lausn alls vandans.

Innlent
Fréttamynd

Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar

Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum.

Innlent
Fréttamynd

Frjálshyggjan á hröðu undanhaldi

Frjálshyggjan er á hröðu undanhaldi um allan heim, líka á Íslandi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar á flokksstjórnarfundi í morgun. Hún sagði stjórnmálabaráttuna á Íslandi standa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Talaði ekki um ógn verðbólgunnar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að aukning verðbólgu umfram spár mætti alfarið rekja til hækkunar á fasteignaverði og olíuverði. Hann vék hins vegar ekki að því að verðbólgan ógnar nú vinnufriði í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Utandagskrárumræða um mál Arons

Óskað hefur verið eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í dag </font />um málefni Arons Pálma Ágústssonar. Ríkisstjórinn í Texas hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Einungis bundnir sannfæringu sinni

Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist efast stórlega um að erindi Frjálslynda flokksins varðandi þingsæti Gunnars Örlygssonar sé tækt til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Sigurður segir stjórnarskrána skýra hvað þetti varði. Þingmenn séu ekki bundnir öðru en eigin sannfæringu.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Magnúsar ekki svaraverð

Sólveig Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, segir ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um að henni sé ekki stætt á því að gegna embætti þingforseta meðan að eiginmaður hennar sæti rannsókn vegna olíusamráðsins, ekki svaraverð.

Innlent
Fréttamynd

Tölvan áhrifameiri en þingið?

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í þingsetningarræðu sinni í dag að frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar væri nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið. Hann sagði þessa þróun geta á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska. Þá velti forsetinn upp þeirri spurningu hvort tölvan væri orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóll Alþingis. 

Innlent
Fréttamynd

Alþingi Íslendinga sett

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði meðal annars um lýðræði og þær breytingar sem orðið hafa á fréttaflutningi í ræðu sinni við setningu 132. löggjafarþings Íslendinga í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig nýr forseti Alþingis

Sólveig Pétursdóttir var kjörin forseti Alþingis við setningu þess í gær. Hún þakkaði þingmönnum það traust sem þeir sýndu henni með því að kjósa hana.

Innlent
Fréttamynd

Árni segist aldrei hafa sagt ósatt

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segist aldrei hafa sagt Alþingi ósatt. Hann segir Íbúðalánasjóð ekki fara út fyrir lánaheimildir sínar og að sjóðurinn sé ekki að lána eftir tveimur leiðum, beint til lántakenda og til lántakenda í gegnum banka og sparisjóði.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin komin á hreint

Helstu hagsmunagæslumenn allra stjórnmálaflokkanna eiga sæti í nefnd sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði í gær til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfssemi á Íslandi og þar með aðgang að fjármálum flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin tilnefnir síðust

Samfylkingin hefur tilnefnt fulltrúa í nefnd um endurskipulagningu lagalegrar umgjarðar um stjórnmálastarfsemi á Íslandi, síðust flokka á Alþingi. Dregist hefur í meira en mánuð að halda fyrsta fund í nefndinni, þar sem beðið var tilnefningar frá Samfylkingunni, en nú er undirbúningur að starfsemi nefndarinnar hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti í fjárlaganefnd

Meirihluti fjárlaganefndar samþykkti í dag, í trássi við vilja stjórnarandstöðunnar, að hætta athugun á einkavæðingu bankanna. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum enn ósvarað. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður segir að stjórnarandstaðan muni nú íhuga hvort þess verði krafist að þing verði kallað saman vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Setur ofan í við umboðsmann

Landbúnaðarráðherra setur ofan í við umboðsmann Alþingis og segir ákveðna hluti í nýju áliti hans ekki vera í verkahring umboðsmanns eða á hans valdi.

Innlent