Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi 22. desember 2005 12:03 Einar Oddur Kristinsson hefur hvatt til þess að þing verði kallað saman og úrskurður kjaradóms felldur með lögum. MYND/E.Ól. Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni. Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Kjaradómur hækkaði laun æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa um allt að 30 prósent í lok júní árið 1992. Því fer fjarri að við séum að kasta pólitískum bombum, sagði Jón Finnsson, formaður dómsins, í viðtali við Morgunblaðið. Það virðist þó hafa verið raunin því blekið var vart þornað þegar forystumenn launþega stigu fram og fordæmdu hækkunina. Aldrei þessu vant voru forsvarsmenn launþega og vinnuveitenda sammála því hvort tveggja formaður Verkamannsambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands sögðu þetta gera næstu kjarasamninga mun erfiðari en ella. Stjórnmálamenn urðu ósáttir og gagnrýndu hækkunina. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Kjaradóm að endurskoða ákvörðun sína, en kjaradómur sagði nei. Þar var þó ekki staðar numið því ríkisstjórnin samþykkti bráðabirgðalög þar sem Kjaradómi var skipað að miða launahækkanir ráðamanna við aðrar launahækkanir. Niðurstaðan varð 1,7 prósenta launahækkun í stað allt að 30 prósenta hækkunar. Þetta voru þó ekki endalokin því þegar kom að því að skipa í Kjaradóm á ný nokkrum mánuðum síðar höfnuðu allir þrír mennirnir í Kjaradómi endurkjöri, að því er kom fram í Morgunblaðinu var ástæðan sú að lögin sem ríkisstjórnin setti og Alþingi samþykkti síðar svo óskýr að ekki væri ljóst hvernig Kjaradómur ætti að starfa. Haustið 1995 ætlaði svo aftur allt um koll að keyra þegar Kjaradómur ákvað að ráðherrar fengju tuttugu prósenta kauphækkun, og þingmenn tíu prósenta hækkun en við það bættist að forsætisnefnd Alþingis ákvað að þingmennskyldu fá skattfrjálsar starfstengdar greiðslur sem námu um fjórðungi þeirra launa sem þeir höfðu fyrir. Þrátt fyrir mikil mótmæli héldu þingmenn þessari launahækkun sinni.
Alþingi Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira