Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 23:01 Mark Robinson var frambjóðandi Trump í forvali repúblikana í Norður-Karólínu. Hann líkti Robinson meðal annars við Martin Luther King. Vísir/EPA Ríkisstjóraefni Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu lýsti sjálfum sér sem „svörtum nasista“ og sagðist vilja endurvekja þrælahald á klámspjallsíðu. Hann segist ætla að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir uppljóstrarnirnar um ummælin. Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira