Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni að óþörfu í dag. Fréttablaðið/Ernir Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“ Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira