Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 00:05 Frá Ægisgarði í kvöld. Vísir/Vilhelm Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld. Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. Einn báturinn, sem ber heitið Stormur, losnaði fyrr í kvöld en nú er búið að koma böndum á hann. Jón Þór Ingimundarson, einn eigenda Laxa sem liggur bundinn í höfninni, situr inni í bíl ásamt sameigendum sínum að bátnum og reiknar að standa vaktina fram á nótt. Hann segir alls ekki rétt sem fram hafi komið að eigendur smábátanna hafi ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. „Okkar bátur er í góðu lagi. Við gengum vel frá honum í dag.“ Einn bátur við það að sökkva Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn hafa verið við bryggjuna en lítið getað gert vegna þess hve hvasst er. Þó hefur þeim tekist að fest bátinn Storm sem losnaði fyrr í kvöld. Jón Bjarnason, eigandi Storms, hafði eðlilega áhyggjur af því í samtali við RÚV í kvöld að bátur hans myndi sökkva en nú virðast aðstæður aðeins hafa skánað hvað varðar hans bát. Jón Þór segir hins vegar margt benda til þess að annar smábátur sé við það að sökkva. Annar endi hans virðist vera að fara niður og er Jón Þór hræddur um að gat hafi komið á hann. Þeir félagarnir ætla að vera á vettvangi þangað til lægir.Að neðan má sjá myndband frá óveðrinu í höfninni fyrr í kvöld.
Veður Tengdar fréttir 250 útköll um land allt Um 700 björgunarsveitarmenn hafa verið á vaktinni. 7. desember 2015 23:48 Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Einn bátur laus frá bryggju - myndbönd Búið er að loka Suðurbugtinni í Gömlu höfninni þar sem smábátar skella sífellt saman. 7. desember 2015 22:27