Frumvarp um raflínur að Bakka lagt til hliðar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2016 10:34 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá frumvarpi sem heimilaði lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. vísir/anton Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem átti að heimila lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Frumvarpið er eitt þeirra mála sem hefur tafið þinglok. Þrjú sveitarfélög á svæðinu hafa gefið út fjögur framkvæmdaleyfi vegna lagningar raflínanna. Fyrr á árinu voru þau framkvæmdaleyfi kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í júní og ágúst kvað úrskurðarnefndin upp bráðabirgðaúrskurði þar sem stöðvaðar voru framkvæmdir á hluta leiðarinnar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Þessir úrskurðir nefndarinnar settu verkefnið í uppnám og var frumvarpinu ætlað að eyða þeirri óvissu sem var komin upp í málinu. Þann 10. október síðastliðinn birti úrskurðarnefndin efnisúrskurð þar sem framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4 er fellt úr gildi á grundvelli formgalla við útgáfu leyfisins. Úrskurðurinn staðfestir einnig að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í gildi og því sé ekki þörf á nýju umhverfismati.Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá stjórnarfrumvarpinu eftir samráð við sveitarfélögin sem hlut eiga að málinu. Í framhaldinu munu sveitarfélögin fara yfir þau framkvæmdaleyfi sem gefin hafa verið út vegna verkefnisins og meta hvort tilefni sé til frekari viðbragða. Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem átti að heimila lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Frumvarpið er eitt þeirra mála sem hefur tafið þinglok. Þrjú sveitarfélög á svæðinu hafa gefið út fjögur framkvæmdaleyfi vegna lagningar raflínanna. Fyrr á árinu voru þau framkvæmdaleyfi kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í júní og ágúst kvað úrskurðarnefndin upp bráðabirgðaúrskurði þar sem stöðvaðar voru framkvæmdir á hluta leiðarinnar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Þessir úrskurðir nefndarinnar settu verkefnið í uppnám og var frumvarpinu ætlað að eyða þeirri óvissu sem var komin upp í málinu. Þann 10. október síðastliðinn birti úrskurðarnefndin efnisúrskurð þar sem framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4 er fellt úr gildi á grundvelli formgalla við útgáfu leyfisins. Úrskurðurinn staðfestir einnig að umhverfismat vegna háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé í gildi og því sé ekki þörf á nýju umhverfismati.Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að falla frá stjórnarfrumvarpinu eftir samráð við sveitarfélögin sem hlut eiga að málinu. Í framhaldinu munu sveitarfélögin fara yfir þau framkvæmdaleyfi sem gefin hafa verið út vegna verkefnisins og meta hvort tilefni sé til frekari viðbragða.
Tengdar fréttir Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16 Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42 Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53 Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ekki þörf á nýju umhverfismati fyrir Bakkalínur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellst ekki á kæru Landverndar um að mat á umhverfisáhrifum háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka sé úrelt eða forsendur fyrir því brostnar. 11. október 2016 13:16
Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hætti við að vera viðstödd lagningu hornsteins að Þeistareykjavirkjun til að að mæla fyrir frumvarpi um raflínur. 23. september 2016 13:42
Kæra Bakkalínur til ESA Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 3. október 2016 09:53
Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. 11. október 2016 06:45