Danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE hefur fest kaup á Ísaki Óla Ólafssyni, fyrirliða Keflavíkur.
Ísak, sem verður 19 ára síðar í mánuðinum, hefur verið fastamaður í liði Keflavíkur undanfarin þrjú tímabil.
Miðvörðurinn efnilegi lék alla 22 leiki liðsins í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og hefur verið fyrirliði Keflavíkur í Inkasso-deildinni í sumar.
Ísak leikur með Keflavík fram til 23. ágúst þegar hann heldur til Danmerkur. Hjá SönderjyskE hittir hann fyrir annan Íslending, Eggert Gunnþór Jónsson.
Ísak hefur leikið 17 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Fyrirliði Keflavíkur til SönderjyskE
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
