Belotti jók á vandræði Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Belotti fagnar. Hann skoraði tvö mörk gegn AC Milan og er alls kominn með fjögur mörk á tímabilinu.
Belotti fagnar. Hann skoraði tvö mörk gegn AC Milan og er alls kominn með fjögur mörk á tímabilinu. vísir/getty
AC Milan tapaði fyrir Torino, 2-1, í eina leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Milan hefur byrjað tímabilið illa. Liðið er í 13. sæti deildarinnar með sex stig eftir fimm umferðir og hefur aðeins skorað þrjú mörk, þar af tvö úr vítaspyrnum. Torino er aftur á móti í 6. sæti með níu stig.

Krzysztof Piatek kom Milan yfir með marki úr víti á 18. mínútu. Gestirnir voru með forystu í hálfleik, 0-1.

Á 72. mínútu jafnaði Andrea Belotti með föstu skoti sem samherji hans í ítalska landsliðinu, Gianluigi Donnarumma, réði ekki við. Eftir markið fékk Pepe Reina, varamarkvörður Milan, rautt spjald fyrir mótmæli af hliðarlínunni.

Fjórum mínútum eftir jöfnunarmarkið skoraði Belotti sigurmark Torino með bakfallsspyrnu af stuttu færi. Lokatölur 2-1, Torino í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira