Fréttir

„Allar kannanir eru með ein­hverja ó­vissu“

Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji.

Innlent

Steini frá Straum­nesi látinn

Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði.

Innlent

Hæstaréttar­dómarar fjar­lægðu flein úr holdi Bandaríkja­for­seta

Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum.

Erlent

Á­fram frestað meðan for­menn funda

Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund.

Innlent

Þing­menn ekki svo heppnir að fá tvö­föld laun

Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök.

Innlent

Standa saman gegn „ó­skiljan­legri“ ósk Vega­gerðarinnar

Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Innlent

Helgi leiðir nefnd um at­vinnu­mál í Norðurþingi

Helgi Valberg Jensson verður formaður starfshóps forsætisráðherra sem vinnur að kortlagningu á stöðu atvinnumála í Norðurþingi. Tilkynnt hefur verið um tímabundna rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka frá miðjum júlí. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Innlent

Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star

Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina.

Innlent

Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn

Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu.

Erlent

Enn ó­vissa um þing­lok

Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag.

Innlent

Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin

Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. 

Innlent

Svona verða bílastæðagjöldin hjá Há­skóla Ís­lands

Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust.

Innlent

Stærsti ár­gangur sögunnar fer í fram­halds­skóla: „Það verður þétt setið í skóla­stofunni“

Fram­halds­skólarnir fjölguðu flestir inn­rituðum nem­endum um tíu pró­sent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skóla­meistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Inn­ritunarár­gangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Ís­landi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. 

Innlent

Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn

Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn.

Innlent

Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur

Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað.

Erlent

Hreinsanir hafnar í Íran

Hreinsanir eru sagðar standa yfir í Íran og hefur fjöldi manns verið handtekinn og margir teknir af lífi, ásakaðir um tengsl við ísraelsku leyniþjónustuna.

Erlent

Twitter-morðinginn tekinn af lífi

Maður sem hafði verið sakfelldur fyrir að myrða níu í íbúð sinni í Tókýó í Japan var í nótt tekinn af lífi, að því er dómsmálaráðuneytið þar í landi segir.

Erlent