Jól

Gyðingakökur ömmu eru jólin

Helena Gunnarsdóttir man ekki eftir sér öðruvísi en með puttana í bakstri og eldamennsku hjá mömmu sinni og ömmu. Það er hennar helsta áhugamál enn og ferst henni það vel úr hendi eins og sjá má á þremur ómótstæðilegum smákökusortum.

Jól

Jólakúlur með listarinnar höndum

Fimm listakonur sem eru hluti þeirra sem reka galleríið Kaolin fengu þá skemmtilegu hugmynd að hanna eigin jólakúlur. Listakonurnar leggja mikinn metnað í hverja kúlu og engin er eins.

Jól

Jólasveinninn gefur gjafirnar

Kamila Elzbieta er frá Póllandi en hefur búið á Íslandi undanfarin átta ár, ásamt tveimur börnum sínum. Þau halda í pólskar jólahefðir í mat og drykk og fá jólasveininn í heimsókn.

Jól

Trúum á allt sem gott er

Bláa spýtujólatréð hennar Aðalheiðar Eysteinsdóttur myndlistarmanns er einstakt listaverk sem stendur í stofunni í Freyjulundi í Eyjafirði innan um tréfólk í raunstærð. Um jólin fyllist stofan líka af lífi og kærleika.

Jól

Rómantísk jól undir stjörnumergð

Í gömlu, fallegu húsi við ströndina á Stokkseyri bræða ung hjón gamlar orgelpípur og skapa úr þeim gamaldags, rómantískt jólaskraut sem kætir og gleður á hátíð kærleikans. Þau segja stjörnurnar bjartari við sæinn og una sér vel í jólakyrrð og brimróti.

Jól

Þannig voru jólin 1959

Það er löng hefð fyrir því að heimsækja Árbæjar- safn um jól bæði hjá skólum og fjölskyldum. Dagskráin snýst að miklu leyti um "jólin í gamla daga“ og þetta árið er horft til jóla fyrir sextíu árum.

Jól

Með gleðiraust og helgum hljóm

Nokkrir góðir söngvarar voru inntir eftir því hver þeirra eftirlætis jólasálmur væri, að undanskildum Heims um ból og Í Betlehem er barn oss fætt, sem gera má ráð fyrir að séu ofarlega í hugum allra.

Jól

Jólavættir allt um kring

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður hafa fallið fyrir þjóðmenningarsögu Íslendinga og tengja hana ýmsum vættum, siðum og venjum. Þessa dagana leggjast þau yfir gamla jólasiði með gestum sínum.

Jól

Skatan kemur með jólin inn á heimilið

Ásdís Arna Gottskálksdóttir byrjar snemma að undirbúa jólin því vikurnar fyrir hátíðarnar sinnir hún góðgerðarstarfi í þágu langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Hún vill halda jólin í stresslausu umhverfi og njóta.

Jól

Hefðir veita öryggistilfinningu

Albert Eiríksson þekkja margir Íslendingar en hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com. Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, eru mikil jólabörn og segist Albert hreinlega þurfa að hemja sig í aðdraganda jólanna.

Jól

Gerðu mikið úr aðventunni

Fjölskylda Ingibjargar Elísabetar Garðarsdóttur hefur margar jólahefðir en mamma hennar var fædd á aðfangadag. Ingibjörg hefur haldið í margar þær hefðir sem hún ólst upp við og bjó til uppskriftabók með uppskriftum mömmu sinnar sem hún gaf fjölskyldunni.

Jól

Prófaði að grilla hamborgarhrygg

Alfreð Fannar Björnsson hefur mikla ástríðu fyrir að grilla og heldur úti síðu á Instagram undir nafninu BBQkongurinn en fylgjendur hans þar eru hátt í 4.000 talsins. Yfirleitt stendur hann ekki við grillið um jólin en hver veit nema breyting verði þar á í ár.

Jól

Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu

Það er alltaf nóg að gera hjá Svölu Björgvins­dóttur í kringum jólin. Hún segist ekki vera mikið jólabarn sjálf en ætlar þó að vera með fallegt jólatré í ár fyrir fimm ára stjúpson sinn.

Jól

Gæðastund við skjaldbökubakstur

Hanna Lind Jónsdóttir býr ásamt manni og tveimur sonum í Laugarnesinu. Hanna, sem er listmeðferðarfræðingur, nýtur þess að baka með syni sínum, Emil Snorra, í aðdraganda jólanna og er jólabaksturinn nú orðinn að hefð.

Jól

Ömmumatur sem klikkar aldrei

Nanna Rögnvaldardóttir gefur hér uppskriftir sem kallast mætti ömmumatur á jólum. Fyllt villigæs var vinsæl á borðum Íslendinga á árum áður og flestir muna eftir sítrónufrómasi í eftirrétt hjá ömmu. Nanna rifjar hér upp hvernig á að gera réttinn frá grunni.

Jól

Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum

Ólafur Hlynur Guðmarsson, verslunarmaður á Selfossi, er óumdeilanlega eitt mesta jólabarn landsins. Hann hefur hannað sín eigin jólaþorp í tíu ár og nú í haust lét hann til skarar skríða og opna

Jól

Bakar syngur og hjúkrar

Hjúkrunarfræðingurinn Ragna Björg Ársælsdóttir heldur úti matarblogginu ragna.is þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum að gómsætum kökum og mat. Ragna nýtir frítíma sinn fyrir jólin í bakstur milli þess sem hún sinni starfi sínu og syngur á hinum ýmsu tónleikum.

Jól

Bakað af ástríðu og kærleika

Emilie Zmaher flutti til Íslands fyrir þremur árum og rekur nú kaffihúsið Emilie and the Cool Kids í miðbæ Reykjavíkur. Hún er hrifin af landi og þjóð en segir þó fátt jafnast á við frönsk jól þar sem allt snýst um að borða, drekka og njóta.

Jól

Allir geta gert góðan jólamat

Smjör og salt vega þyngst þegar kemur að afbragðs góðum jólamat hjá Sigurþóri Jóhannssyni, matreiðslumanni á Skál. Hann ætlar að elda jólamatinn heima í fyrsta sinn um þessi jól og gefur hér uppskrift að gómsætum jólarétti með Michelin Bib Gormand-brag.

Jól

Aðventan er til að njóta

Diljá Ámundadóttir Zoëga er svo mikið jólabarn að vinir hennar kalla hana stundum Diljól. Hún er varaborgarfulltrúi Viðreisnar en tekur sér tíma til að njóta þess að undirbúa jólin strax í nóvember. Diljá er með fastar hefðir á aðventunni.

Jól

Býr til og selur jólakransa til styrktar Pieta samtökunum

Ásdís Jónsdóttir nýtur þess að föndra og segir þá iðju veita sér mikla hugarró. Fyrir tveimur árum fór hún af stað með verkefni þar sem hún býr til jólakransa sem hún selur til styrktar Pieta samtökunum en geðheilbrigðismál eru henni afar hugleikin.

Jól

Byrjar snemma að telja dagana fram að jólum

Myndlistarmaðurinn Jens Arne Júlíusson er mikið jólabarn. Hann segist byrja að telja niður dagana til jóla snemma og horfa á jólamyndir tveimur mánuðum fyrir jól. Undanfarið hefur hann verið að búa til jólakort með vatnslitamyndum með dyggri aðstoðIðunnar, fjögurra ára dóttur sinnar.

Jól

Boðskapur vonar og bjartari tíma

Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur í Hofsprestakalli í Vopnafjarðarhreppi, segir líf og gleði einkenna kirkjustarfið í kringum jólahátíðina. En þó gleðin ríki hjá flestum á þessari hátíð ljóss og friðar segir hún að margir eigi um sárt að binda um jólin.

Jól

Leiðir til að hafa jólin græn

Sem betur fer erum við öll að verða sífellt betur meðvituð um nauðsyn þess að ganga vel um móður Jörð. Jólin eru mikil neysluhátíð og það er því sjaldan mikilvægara að hugsa vel um umhverfið en einmitt um jólin.

Jól

Persónulegir jólapakkar

Jólin eru tími huggulegheita þegar fólk vill gera vel við sig og gefa fallegar gjafir. Margir halda fast í gamlar hefðir en það er gaman að gera öðruvísi.

Jól

Njótum jólanna án þess að kála okkur

Á Heilsustofnuninni Hveragerði er í desember boðið upp á helgarnámskeið í heilsu með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi sem aðstoðar fólk við að halda sér á sporinu í mánuði allsnægta.

Jól

Kertasníkir kom til byggða í nótt

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum þótti góð tólgarkerti og átti í miklu sálarstríði af því hann gat ekki bæði horft á fallegan logann af þeim og borðað þau.

Jól

Ketkrókur kom til byggða í nótt

Ketkrókur er tólfti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stakk löngum stjaka með króki á niður um strompana til að krækja í kjötlærin sem héngu í eldhúsloftinu.

Jól

Gáttaþefur kom í nótt

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð.

Jól