Bakþankar Dreggjar samræðna Guð blessi munninn á mér. Þessi setning kemur fyrir í skáldsögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson þegar sögupersónu þykir hún hafa sagt of mikið um atburði sem ekki ætti að tjá sig um sakir þekkingarleysis og eðli umræðuefnisins. Bakþankar 31.7.2007 06:00 Milljarðamæringaávarpið Þótt Reykjavík sé að mörgu leyti ágæt skortir hér töluvert upp á boðlega aðstöðu fyrir milljarðamæringa. Til dæmis vantar almennilegar hallir. Eina höllin sem stendur undir nafni er Sundhöllin og hún er notuð handa skítugum almenningi að baða sig. Bakþankar 30.7.2007 05:30 Biljónsdagbók 29.7.2007 OMXI15 var 9.021,40, þegar ég tékkaði út af Hilton við Park Lane og mundi eftir ættarmótinu, og Dow Jones var 13.567,20 þegar þotan hans Jóa í Víti Energy hóf sig til flugs yfir London. Ég var þarna í fínum selskap með fjórum múltímilljörðum, pólskum, rússneskum og tveimur arabískum sem Jói var að bjóða í mikið sukk og svolitla laxveiði heima á Íslandi. Bakþankar 29.7.2007 00:01 Lúkas og Lassie Í samræðu við félaga minn um daginn var mér bent á ákveðna samsvörun milli hundsins Lúkasar og annars hunds sem er talsvert frægari, en gekk í gegnum dálítið svipaðar hremmingar, en það er tíkin Lassie sem vafraði um Skotland og niður til Englands í leit að upphaflegum eiganda sínum, öðlingspilti í Yorkshire, eftir að hafa verið seld til illra manna af fjárhagslegum ástæðum. Bakþankar 28.7.2007 00:01 Húslestur Ein af kostulegri reglum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann. Bakþankar 27.7.2007 07:00 Landsbyggðin og strætó Á Íslandi búa tvær þjóðir. Ef ekki fleiri. Önnur þjóðin græðir á tá og fingri á alls konar rugli sem maður skilur ekkert í og lifir svo hátt að annað eins hefur ekki sést í Íslandssögunni. Bakþankar 26.7.2007 05:45 Megavika kirkjunnar Mér fannst gaman að ganga til prestsins. Frásagnirnar voru mér ekki framandi, enda hafði ég sótt sunnudagaskóla í marga vetur. Eftir fermingu hélt ég áfram að velta Guði fyrir mér en aldrei tókst mér samt að finna eirð í mínum beinum í messu. Bakþankar 25.7.2007 00:01 Ljóminn í ellinni Fátt hefur vakið með mér óttalegri hugrenningar en frásögn konu af því hvernig barnatrú linaði ótta ömmu hennar eftir að hrörnunarsjúkdómur hafði hrifsað burtu nær allar minningar hennar af lífinu. Konan taldi þetta til marks um það hve sálmar og bænir sem börn lærðu fyrr á tímum gætu komið að gagni síðar meir. Bakþankar 24.7.2007 00:01 Að muna ártöl Ef tímatal okkar væri miðað við Miklahvell væri býsna erfitt að setja á sig ártöl úr mannkynssögunni. Til dæmis að muna að Kristur fæddist árið 13699999993 og Múhameð flýði frá Mekka til Medína árið 13699998615 og Ísland varð lýðveldi árið 13999998056. Bakþankar 23.7.2007 07:00 Trúarfíkn Í einni af skáldsögum Terrys Pratchetts kemst Dauðinn að þeirri niðurstöðu að lífið sé vanabindandi. Enginn getur hætt eftir fyrsta andardráttinn, sá fyrsti kallar á þann næsta og þannig koll af kolli uns fólk leggur sig í kjánalega framkróka og veður eld og brennistein til þess eins að halda lífi. Bakþankar 22.7.2007 07:00 Vínverð Nokkur umræða hefur verið undanfarið um álagningu á léttvín og bjór. Þeir sem kaupa sér slíka vökva úr búð hér á landi eru tilnneyddir til þess að greiða til ríkisins óheyrilega hátt hlutfall af söluverði vörunnar, allt upp í 90%, og eru röksemdirnar fyrir þessu einkum sagðar þær að með því að hafa verðið nógu hátt verði komið í veg fyrir að fólk fari illa út úr viðureigninni við Bakkus. Bakþankar 21.7.2007 06:30 Eiturefnaslysið Ég er á gangi í dimmum undirgöngum í Laugardalnum. Það hefur orðið eiturefnaslys í sundlauginni og mengunin hefur breiðst út um dalinn. Í sýrupolli í undirgöngunum liggja þrjú börn á grúfu. Ég tek tvö þeirra upp og legg við öxl mér, rauðir blettir á höfði þeirra. Hið þriðja sýnist mér þegar látið og ég læt það því liggja, en arka af stað með hin tvö í leit að einhverjum sem getur keyrt þau á sjúkrahús og mig heim. Bakþankar 20.7.2007 00:01 Um veðrið og verðið Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Bakþankar 19.7.2007 00:01 Strengir Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Bakþankar 18.7.2007 08:00 Lúkas og sagnahefðin lifa enn Sældarlíf í framandi löndum getur reynt á taugar einfaldra sála. Ég hef ánægju af því að dreypa á góðum vínum en á erfitt með að taka þátt í stásslegum umræðum um blæbrigði þeirra. Bakþankar 17.7.2007 08:30 Sauðkindurnútímans Ef manneskja stendur úti á miðri götu og hefur gleymt bílaumferðinni við að taka mynd af Leifi heppna með Hallgrímskirkju í baksýn eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé svonefndur túristi. Þeirra vegna verða ökumenn að gæta sérstakrar varúðar. Bakþankar 16.7.2007 05:30 Biljónsdagbók 15.7.2007 OMXI15 var 8.701,60, þegar heilinn bilaði í sjálfvirku garðsláttuvélinni, og Dow Jones var 13.577,30 þegar vélin var búin að tæta 70 sentímetra skarð í gegnum dalíubeðið og mér tókst loks að stöðva hana mitt inni í rósareitnum sem Mallí var verðlaunuð fyrir á ársþingi Garðyrkjufélagsins í september. Bakþankar 15.7.2007 00:01 Þorskur fer Ég heyrði um daginn af stálverksmiðju í Þýskalandi sem um nokkurra áratuga skeið hafði séð nærsveitarmönnum fyrir atvinnu. Einn daginn gerðist það að verksmiðjan var keypt af Kínverjum. Flestir bjuggust við að lítið myndi breytast við þetta, en það var nú aldeilis ekki. Bakþankar 14.7.2007 00:01 Leitt hún skyldivera skækja Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Bakþankar 13.7.2007 06:00 Fjölmenning og fjölmenni Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Bakþankar 12.7.2007 06:00 Eru ekki allir í stuði? Í síðustu viku fór ég með tveggja ára gamlan son minn til Kaupmannahafnar til að sýna honum Tívolíið og dýragarðinn. Þegar ég velti framtíðinni fyrir mér sé ég alltaf fyrir mér hvað við eigum eftir að ferðast mikið saman. Ég myndi til að mynda bjóða honum á Hróarskelduhátíðina þegar hann fermdist. Þangað fór ég fyrir sjö árum og sá meðal annars Travis, Kent, Willy Nelson og Moloko. Bakþankar 11.7.2007 07:00 Réttar skoðanir Það er haugalygi að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það hljómar vel og réttlátt en eftir smá umhugsun sér hver maður að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Skoðanir eru nefnilega sjaldnast einkamál þess sem hefur þær heldur hafa þær áhrif á umhverfi manns. Bakþankar 10.7.2007 08:00 Stúlka í Prag Fyrir nokkrum árum sýndi tékknesk stúlka mér alveg sérstakan áhuga. Það gerðist í Borgarvirki eða Hradcany í Prag. Því miður beindist áhugi hennar ekki að mér persónulega heldur var það þjóðerni mitt sem gerði mig spennandi. Það var hinn íslenski lögreglumaður Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar átti hug hennar og hjarta. Bakþankar 9.7.2007 06:00 Taugarnar í mér Stundum tekur maður þannig til orða að maður sé illa upplagður. En ef rýnt er í orðasambandið sést að hin undirliggjandi merking þess er afar varhugaverð. Þannig líkir maður sjálfum sér í raun við kapal sem ekki gengur upp, að eitthvað vald, manni sjálfum óviðkomandi, leggi mann ýmist upp eða niður eftir eigin geðþótta, ef ekki beinlínis af handahófi. Bakþankar 8.7.2007 06:00 070707 Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7. júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega margir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum. Bakþankar 7.7.2007 06:00 La det svinge Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Bakþankar 6.7.2007 00:01 Geirvörtur Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Bakþankar 5.7.2007 00:01 Grill Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. Bakþankar 4.7.2007 06:00 Töffið í felulitum Fátt þykir karlmannlegra en að drepa fugla. Ég hef lengi haft megnasta ímugust á svokölluðum veiðimönnum. Með auknum þroska hefur hugsjónum mínum fækkað og fyrirlitning mín á hinum ýmsu þáttum mannlegrar tilveru útvatnast. Bakþankar 3.7.2007 06:00 Íslendingar í útlöndum Marmaris heitir lítið sjávarpláss í Tyrklandi. Þetta er útgerðarbær og lifir á ferðamönnum en ekki fiskveiðum. Tiltölulega stutt er síðan Íslendingar fóru að venja komur sínar til Marmaris að njóta góðrar aðhlynningar í sumarleyfinu. Öldum saman hafði þá verið lítill samgangur milli Tyrklands og Íslands. Bakþankar 2.7.2007 07:00 « ‹ 103 104 105 106 107 108 109 110 111 … 111 ›
Dreggjar samræðna Guð blessi munninn á mér. Þessi setning kemur fyrir í skáldsögunni Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson þegar sögupersónu þykir hún hafa sagt of mikið um atburði sem ekki ætti að tjá sig um sakir þekkingarleysis og eðli umræðuefnisins. Bakþankar 31.7.2007 06:00
Milljarðamæringaávarpið Þótt Reykjavík sé að mörgu leyti ágæt skortir hér töluvert upp á boðlega aðstöðu fyrir milljarðamæringa. Til dæmis vantar almennilegar hallir. Eina höllin sem stendur undir nafni er Sundhöllin og hún er notuð handa skítugum almenningi að baða sig. Bakþankar 30.7.2007 05:30
Biljónsdagbók 29.7.2007 OMXI15 var 9.021,40, þegar ég tékkaði út af Hilton við Park Lane og mundi eftir ættarmótinu, og Dow Jones var 13.567,20 þegar þotan hans Jóa í Víti Energy hóf sig til flugs yfir London. Ég var þarna í fínum selskap með fjórum múltímilljörðum, pólskum, rússneskum og tveimur arabískum sem Jói var að bjóða í mikið sukk og svolitla laxveiði heima á Íslandi. Bakþankar 29.7.2007 00:01
Lúkas og Lassie Í samræðu við félaga minn um daginn var mér bent á ákveðna samsvörun milli hundsins Lúkasar og annars hunds sem er talsvert frægari, en gekk í gegnum dálítið svipaðar hremmingar, en það er tíkin Lassie sem vafraði um Skotland og niður til Englands í leit að upphaflegum eiganda sínum, öðlingspilti í Yorkshire, eftir að hafa verið seld til illra manna af fjárhagslegum ástæðum. Bakþankar 28.7.2007 00:01
Húslestur Ein af kostulegri reglum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann. Bakþankar 27.7.2007 07:00
Landsbyggðin og strætó Á Íslandi búa tvær þjóðir. Ef ekki fleiri. Önnur þjóðin græðir á tá og fingri á alls konar rugli sem maður skilur ekkert í og lifir svo hátt að annað eins hefur ekki sést í Íslandssögunni. Bakþankar 26.7.2007 05:45
Megavika kirkjunnar Mér fannst gaman að ganga til prestsins. Frásagnirnar voru mér ekki framandi, enda hafði ég sótt sunnudagaskóla í marga vetur. Eftir fermingu hélt ég áfram að velta Guði fyrir mér en aldrei tókst mér samt að finna eirð í mínum beinum í messu. Bakþankar 25.7.2007 00:01
Ljóminn í ellinni Fátt hefur vakið með mér óttalegri hugrenningar en frásögn konu af því hvernig barnatrú linaði ótta ömmu hennar eftir að hrörnunarsjúkdómur hafði hrifsað burtu nær allar minningar hennar af lífinu. Konan taldi þetta til marks um það hve sálmar og bænir sem börn lærðu fyrr á tímum gætu komið að gagni síðar meir. Bakþankar 24.7.2007 00:01
Að muna ártöl Ef tímatal okkar væri miðað við Miklahvell væri býsna erfitt að setja á sig ártöl úr mannkynssögunni. Til dæmis að muna að Kristur fæddist árið 13699999993 og Múhameð flýði frá Mekka til Medína árið 13699998615 og Ísland varð lýðveldi árið 13999998056. Bakþankar 23.7.2007 07:00
Trúarfíkn Í einni af skáldsögum Terrys Pratchetts kemst Dauðinn að þeirri niðurstöðu að lífið sé vanabindandi. Enginn getur hætt eftir fyrsta andardráttinn, sá fyrsti kallar á þann næsta og þannig koll af kolli uns fólk leggur sig í kjánalega framkróka og veður eld og brennistein til þess eins að halda lífi. Bakþankar 22.7.2007 07:00
Vínverð Nokkur umræða hefur verið undanfarið um álagningu á léttvín og bjór. Þeir sem kaupa sér slíka vökva úr búð hér á landi eru tilnneyddir til þess að greiða til ríkisins óheyrilega hátt hlutfall af söluverði vörunnar, allt upp í 90%, og eru röksemdirnar fyrir þessu einkum sagðar þær að með því að hafa verðið nógu hátt verði komið í veg fyrir að fólk fari illa út úr viðureigninni við Bakkus. Bakþankar 21.7.2007 06:30
Eiturefnaslysið Ég er á gangi í dimmum undirgöngum í Laugardalnum. Það hefur orðið eiturefnaslys í sundlauginni og mengunin hefur breiðst út um dalinn. Í sýrupolli í undirgöngunum liggja þrjú börn á grúfu. Ég tek tvö þeirra upp og legg við öxl mér, rauðir blettir á höfði þeirra. Hið þriðja sýnist mér þegar látið og ég læt það því liggja, en arka af stað með hin tvö í leit að einhverjum sem getur keyrt þau á sjúkrahús og mig heim. Bakþankar 20.7.2007 00:01
Um veðrið og verðið Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Bakþankar 19.7.2007 00:01
Strengir Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Bakþankar 18.7.2007 08:00
Lúkas og sagnahefðin lifa enn Sældarlíf í framandi löndum getur reynt á taugar einfaldra sála. Ég hef ánægju af því að dreypa á góðum vínum en á erfitt með að taka þátt í stásslegum umræðum um blæbrigði þeirra. Bakþankar 17.7.2007 08:30
Sauðkindurnútímans Ef manneskja stendur úti á miðri götu og hefur gleymt bílaumferðinni við að taka mynd af Leifi heppna með Hallgrímskirkju í baksýn eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé svonefndur túristi. Þeirra vegna verða ökumenn að gæta sérstakrar varúðar. Bakþankar 16.7.2007 05:30
Biljónsdagbók 15.7.2007 OMXI15 var 8.701,60, þegar heilinn bilaði í sjálfvirku garðsláttuvélinni, og Dow Jones var 13.577,30 þegar vélin var búin að tæta 70 sentímetra skarð í gegnum dalíubeðið og mér tókst loks að stöðva hana mitt inni í rósareitnum sem Mallí var verðlaunuð fyrir á ársþingi Garðyrkjufélagsins í september. Bakþankar 15.7.2007 00:01
Þorskur fer Ég heyrði um daginn af stálverksmiðju í Þýskalandi sem um nokkurra áratuga skeið hafði séð nærsveitarmönnum fyrir atvinnu. Einn daginn gerðist það að verksmiðjan var keypt af Kínverjum. Flestir bjuggust við að lítið myndi breytast við þetta, en það var nú aldeilis ekki. Bakþankar 14.7.2007 00:01
Leitt hún skyldivera skækja Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Bakþankar 13.7.2007 06:00
Fjölmenning og fjölmenni Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Bakþankar 12.7.2007 06:00
Eru ekki allir í stuði? Í síðustu viku fór ég með tveggja ára gamlan son minn til Kaupmannahafnar til að sýna honum Tívolíið og dýragarðinn. Þegar ég velti framtíðinni fyrir mér sé ég alltaf fyrir mér hvað við eigum eftir að ferðast mikið saman. Ég myndi til að mynda bjóða honum á Hróarskelduhátíðina þegar hann fermdist. Þangað fór ég fyrir sjö árum og sá meðal annars Travis, Kent, Willy Nelson og Moloko. Bakþankar 11.7.2007 07:00
Réttar skoðanir Það er haugalygi að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það hljómar vel og réttlátt en eftir smá umhugsun sér hver maður að slíkt fyrirkomulag gengur ekki upp. Skoðanir eru nefnilega sjaldnast einkamál þess sem hefur þær heldur hafa þær áhrif á umhverfi manns. Bakþankar 10.7.2007 08:00
Stúlka í Prag Fyrir nokkrum árum sýndi tékknesk stúlka mér alveg sérstakan áhuga. Það gerðist í Borgarvirki eða Hradcany í Prag. Því miður beindist áhugi hennar ekki að mér persónulega heldur var það þjóðerni mitt sem gerði mig spennandi. Það var hinn íslenski lögreglumaður Erlendur í bókum Arnaldar Indriðasonar átti hug hennar og hjarta. Bakþankar 9.7.2007 06:00
Taugarnar í mér Stundum tekur maður þannig til orða að maður sé illa upplagður. En ef rýnt er í orðasambandið sést að hin undirliggjandi merking þess er afar varhugaverð. Þannig líkir maður sjálfum sér í raun við kapal sem ekki gengur upp, að eitthvað vald, manni sjálfum óviðkomandi, leggi mann ýmist upp eða niður eftir eigin geðþótta, ef ekki beinlínis af handahófi. Bakþankar 8.7.2007 06:00
070707 Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7. júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega margir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum. Bakþankar 7.7.2007 06:00
La det svinge Á dauða mínum átti ég von en ekki því að gerast fréttaritari þessarar baksíðu á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem nú fer fram í Cascais í Portúgal. Sú er þó raunin. Ég get lýst því yfir með stolti að ég þekki hinar ýmsu bátategundir og einkenni þeirra, til dæmis veit ég að sætustu siglingamennirnir sigla bátum sem kenndir eru við töluna 49. Siglingafólk almennt minnir helst á stúlkuna frá Ípanema; hávaxið, sólbrúnt, ungt og yndislegt. Bakþankar 6.7.2007 00:01
Geirvörtur Ég hef aldrei hugsað jafn mikið um geirvörturnar á mér eins og síðustu vikurnar. Þarna liggja þær vesælar í hárskógi, skraufþurrar og engum til gagns, allra síst nýfæddri dóttur minni, sem þó teygir sig gapandi í áttina til þeirra þegar ég er með hana í fanginu. Bakþankar 5.7.2007 00:01
Grill Þótt ég rembist alla daga ársins við að vera besta mamma í heimi man ég bara stundum eftir því að setja á börnin mín sólarvörn. Það er að segja hér á Íslandi því um leið og komið er út fyrir landsteinana er ég meðvitaðasta konan veraldar um skaðsemi útfjólublárra geisla. Bakþankar 4.7.2007 06:00
Töffið í felulitum Fátt þykir karlmannlegra en að drepa fugla. Ég hef lengi haft megnasta ímugust á svokölluðum veiðimönnum. Með auknum þroska hefur hugsjónum mínum fækkað og fyrirlitning mín á hinum ýmsu þáttum mannlegrar tilveru útvatnast. Bakþankar 3.7.2007 06:00
Íslendingar í útlöndum Marmaris heitir lítið sjávarpláss í Tyrklandi. Þetta er útgerðarbær og lifir á ferðamönnum en ekki fiskveiðum. Tiltölulega stutt er síðan Íslendingar fóru að venja komur sínar til Marmaris að njóta góðrar aðhlynningar í sumarleyfinu. Öldum saman hafði þá verið lítill samgangur milli Tyrklands og Íslands. Bakþankar 2.7.2007 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun