Bakþankar Eggin í Gleðivík Brynhildur Björnsdóttir skrifar Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík. Bakþankar 11.7.2012 06:00 Öll dýrkum við útlitið Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Bakþankar 10.7.2012 06:00 Sjö eða níu halar Sigurður Árni Þórðarson skrifar Austan við Þingvallakirkju er falleg tjörn og gjá í henni miðri. Tjörnin heitir Skötutjörn og nafnið verður skiljanlegt ef lögun hennar er skoðuð. Um tjörnina er til saga, sem er úr flokki þjóðsagna. Slíkar sögur miðla ekki aðeins þurrum fræðum, heldur skemmta og miðla oft lífsspeki. Hið yfirborðslega verður tilefni til að tala um hið innra. Hversdagsleg mál eru færð í sögur til lærdóms og góðs lífs. Svo er einnig með söguna um Skötutjörn. Bakþankar 9.7.2012 09:15 Yfir holt og hóla Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf. Bakþankar 7.7.2012 06:00 Af sérfræðiöpum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel. Bakþankar 6.7.2012 11:30 Svo var barinn opnaður Sif Sigmarsdóttir skrifar Hvenær ætlið þið að borga?“ hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave. Bakþankar 5.7.2012 06:00 Rammíslenskt Svavar Hávarðarson skrifar Landnyrðingur, agnúði, úrkomuákefð og æðiveður eru allt orð sem ég hef aldrei notað, fyrr en núna. Það breytir því samt ekki að þau eru notuð reglulega af íslenskum veðurfræðingum. Það þarf nefnilega mörg innihaldsrík orð til að lýsa veðrinu á Íslandi. "Gráleitir, kaldlegir skýjaflókar komu og hurfu á norðurlofti. Þungt og stynjandi öldusog heyrðist við skerin og hamrana, og með ógnandi dyn mól vindurinn skarann í fjallinu. Fram af brúnunum kembdi mjöllina í hvirflandi mekki...“ skrifaði Hagalín. Þetta er íslenskt; rammíslenskt. Bakþankar 4.7.2012 06:00 "Takk“ Erla Hlynsdóttir skrifar Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. Bakþankar 3.7.2012 08:15 Ókláruð staka til forsetans Jón Sigurður Eyjólfssoon skrifar Það er engu líkara en vitund mín skipti um forrit þegar ég legg land undir fót. Það verður til dæmis á mér mikil umbreyting þegar ég kem heim til Íslands frá Spáni. Um leið og ég labba inn í Leifsstöð falla stökurnar af munni mér og það verður engu líkara en ég finni fyrir Agli Skallagrímssyni berjast um í brjósti mér. Ég einhendi mér svo í hundrað hluti sem ég klára svo aldrei. Bakþankar 2.7.2012 10:15 Mannlegir skildir í Eyjum Atli Fannar Bjarkason skrifar Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini. Bakþankar 30.6.2012 06:00 Umræðan um umræðuna Bergsteinn Sigurðsson skrifar Íslendingar eru ekki sammála um margt en ég hugsa að 99 prósent landsmanna séu sammála um það að íslensk umræðuhefð sé ömurleg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim pistlum, statusum og kommentum sem ég hef lesið um hvað umræðan sé vond; að við séum sífellt að karpa um aukaatriði, fara í boltann en ekki manninn, færa ekki rök fyrir máli okkar og svo er smiðshöggið rekið með tilvitnun í það sem Halldór Laxness sagði um kjarna málsins. Allt má þetta sjálfsagt til sanns vegar færa. Hins vegar er umhugsunarefni hvers vegna umræðuhefð sem svo mikil og víðtæk óánægja ríkir um er stunduð af jafn miklu kappi og raun ber vitni. Bakþankar 29.6.2012 06:00 Af litlu bretti… Friðrika Benónýsdóttir skrifar Friðrik krónprins Dana hefur áhyggjur. Honum finnst landar sínir sólgnir í frægð án tillits til verðleika. Segir þá hópast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi í þeirri einu von að öðlast umtal og athygli, minna fari fyrir raunverulegum hæfileikum. Æðsta markmiðið sé að verða frægur fyrir það eitt að vera frægur. Bakþankar 28.6.2012 06:00 Hreint ekki boðlegt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég fer bráðum í sumarfrí, langþráð auðvitað. Eru sumarfrí ekki alltaf langþráð? Veðrið er búið að vera gott og ég hlakka mikið til að geta verið úti að slæpast, hangsa með fjölskyldunni og safna freknum. Það er þó ekki alveg komið að því, ég þarf að vinna nokkra daga áður en ég er laus. Klára mína plikt. Það geri ég auðvitað þó sumarfiðringurinn kitli magann og mér verði oft litið út um gluggann. Bakþankar 27.6.2012 06:00 Útlendingar vita ekkert Kolbeinn Óttarsson skrifar Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir Bakþankar 26.6.2012 09:30 Jónsmessa Sigurður Árni Þórðarson skrifar Messa hvaða Jóns? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa Jóhannesar skírara. Dögg Jónsmessunætur er blessuð og góð til baða! Frá því Jóhannes skírði Jesú í Jórdan hafa kristnir enn trúað að allt vatn veraldar hafi verið helgað. Það var ekki Jesús, sem græddi á skírninni, heldur veröldin. Auður djúpúðga vildi t.d. vegna þeirrar trúar, að hún yrði jarðsett í flæðarmáli. Jóhannes skírari er eiginlega postuli vatnsins og postuli náttúrunnar. Þess vegna hentaði hann helgun náttúruhátíða. Bakþankar 25.6.2012 06:00 Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: "Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér.“ Bakþankar 23.6.2012 06:00 Ísland Björn Þór sigbjörnsson skrifar Hann er orðinn heldur þreyttur söngurinn um Nýja Ísland sem svo oft hefur verið sunginn síðan bankarnir fóru á hliðina. Af minnsta tilefni er spurt: Er þetta Nýja Ísland? og látið eins og þjóðin hafi sammælst um að ekkert yrði eins og það var. Bakþankar 22.6.2012 06:00 Mylsnan af borðum meistaranna Sif Sigmarsdóttir skrifar Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?“ voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Bakþankar 21.6.2012 06:00 Þurrbrjósta á bráðadeild Svavar Hávarðsson skrifar Það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur verið allbrattur síðastliðin ár. Reyndar svo mikill að enginn hefði trúað því að þetta væri hægt, að óreyndu. Margir, og ég þar á meðal, hafa lýst áhyggjum af því að með þessum niðurskurði myndi óumflýjanlega fylgja skert þjónusta. Reynsla margra er eflaust einmitt sú, um það efast ég ekki. Bakþankar 20.6.2012 10:30 Bara örfá dæmi Erla Hlynsdóttir skrifar Vinkonu minni hefur verið nauðgað þrisvar. Hún lagði aldrei fram kæru. Hún er lesbía. Einn af þeim sem nauðguðu henni var æskuvinur hennar. Hann vissi að hún var lesbía en var samt sannfærður um að ef hún fengi alvöru karlmann inn í sig, þá myndi hún skipta um skoðun. Hún var áfengisdauð þegar hann tók þessa ákvörðun. Þegar hú Bakþankar 19.6.2012 09:30 Hrunið í hægri endursýningu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Líklega telur alvaldið mig tiltölulega tregan nemanda í lífsins skóla því eftir að hafa upplifað hrunið heima á Íslandi árið 2008 sit ég nú sama kúrs hér á Spáni fjórum árum síðar. Reyndar var farið gríðarlega hratt yfir námsefnið á Íslandi, þetta var spíttbraut frekar en hraðbraut, en það gerir ekkert til því nú fæ ég tækifæri til að fara yfir allt aftur í hægri endursýningu. Bakþankar 18.6.2012 06:00 Tom Cruise og allir hinir Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. Bakþankar 16.6.2012 06:00 Óður til knattspyrnunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Til er saga af hermanni frá Balkanskaganum sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og upplifði í stríðinu ólýsanlegan hrylling. Stuttu eftir að stríðinu lauk hætti hann að tala. Læknar fundu enga líkamlega áverka á manninum né greindu þeir heilaskaða. Hann gat lesið, skrifað, skilið tal annarra og fylgt skipunum. Sjálfur talaði hann hins vegar ekki við nokkurn mann, ekki einu sinni vini og fjölskyldu. Að lokum var manninum komið fyrir á sjúkraheimili fyrir slasaða hermenn og dvaldi hann þar í áratugi. Bakþankar 15.6.2012 06:00 Læri, læri, tækifæri Friðrika Benónýsdóttir skrifar Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! Bakþankar 14.6.2012 06:00 Appelsínugult naglalakk Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið "neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Bakþankar 13.6.2012 06:00 Loðin fortíð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Bakþankar 12.6.2012 06:00 Fjarkirkja á grensunni Sigurður Árni Þórðarson skrifar Strandarkirkja í Selvogi er fallegt guðshús á hrífandi stað. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur, en kirkjulífið er ekki bara háð stærð safnaðar. Strandarkirkja varðar fleira en kirkjuhús og fólk á ákveðnu svæði, er jafnvel tákn um kirkjuþróun fjarkirkju. Bakþankar 11.6.2012 06:00 Gönguferð á skógarstíg Brynhildur Björnsdóttir skrifar Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Bakþankar 9.6.2012 06:00 Þeir fiska ekki sem kóa Bergsteinn Sigurðsson. skrifar Einu sinni vann ég á stað þar sem yfirmaðurinn var tuddi. Við erum að tala um hreinræktaðan búra, sem hafði forframast langt umfram hæfileika, menntun og getu í skjóli ættartengsla. Eins og títt er með þessar manngerðir var okkar maður jafnan að drepast úr minnimáttarkennd og hafði horn í síðu þeirra sem stóðu honum framar á einhverju sviði, til dæmis þá sem kunnu á tölvu eða skildu ensku. Mest fóru þó í taugarnar á honum þeir sem sýndu frumkvæði og höfðu hugmyndir sem voru á skjön við hans um hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig. Þá fyrst fannst honum valdi sínu ógnað og fjandinn varð laus. Bakþankar 8.6.2012 10:00 Kýrin sem varð að hveiti Sif Sigmarsdóttir skrifar Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Bakþankar 7.6.2012 06:00 « ‹ 55 56 57 58 59 60 61 62 63 … 111 ›
Eggin í Gleðivík Brynhildur Björnsdóttir skrifar Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík. Bakþankar 11.7.2012 06:00
Öll dýrkum við útlitið Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Bakþankar 10.7.2012 06:00
Sjö eða níu halar Sigurður Árni Þórðarson skrifar Austan við Þingvallakirkju er falleg tjörn og gjá í henni miðri. Tjörnin heitir Skötutjörn og nafnið verður skiljanlegt ef lögun hennar er skoðuð. Um tjörnina er til saga, sem er úr flokki þjóðsagna. Slíkar sögur miðla ekki aðeins þurrum fræðum, heldur skemmta og miðla oft lífsspeki. Hið yfirborðslega verður tilefni til að tala um hið innra. Hversdagsleg mál eru færð í sögur til lærdóms og góðs lífs. Svo er einnig með söguna um Skötutjörn. Bakþankar 9.7.2012 09:15
Yfir holt og hóla Brynhildur Björnsdóttir skrifar Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf. Bakþankar 7.7.2012 06:00
Af sérfræðiöpum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel. Bakþankar 6.7.2012 11:30
Svo var barinn opnaður Sif Sigmarsdóttir skrifar Hvenær ætlið þið að borga?“ hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave. Bakþankar 5.7.2012 06:00
Rammíslenskt Svavar Hávarðarson skrifar Landnyrðingur, agnúði, úrkomuákefð og æðiveður eru allt orð sem ég hef aldrei notað, fyrr en núna. Það breytir því samt ekki að þau eru notuð reglulega af íslenskum veðurfræðingum. Það þarf nefnilega mörg innihaldsrík orð til að lýsa veðrinu á Íslandi. "Gráleitir, kaldlegir skýjaflókar komu og hurfu á norðurlofti. Þungt og stynjandi öldusog heyrðist við skerin og hamrana, og með ógnandi dyn mól vindurinn skarann í fjallinu. Fram af brúnunum kembdi mjöllina í hvirflandi mekki...“ skrifaði Hagalín. Þetta er íslenskt; rammíslenskt. Bakþankar 4.7.2012 06:00
"Takk“ Erla Hlynsdóttir skrifar Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. Bakþankar 3.7.2012 08:15
Ókláruð staka til forsetans Jón Sigurður Eyjólfssoon skrifar Það er engu líkara en vitund mín skipti um forrit þegar ég legg land undir fót. Það verður til dæmis á mér mikil umbreyting þegar ég kem heim til Íslands frá Spáni. Um leið og ég labba inn í Leifsstöð falla stökurnar af munni mér og það verður engu líkara en ég finni fyrir Agli Skallagrímssyni berjast um í brjósti mér. Ég einhendi mér svo í hundrað hluti sem ég klára svo aldrei. Bakþankar 2.7.2012 10:15
Mannlegir skildir í Eyjum Atli Fannar Bjarkason skrifar Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini. Bakþankar 30.6.2012 06:00
Umræðan um umræðuna Bergsteinn Sigurðsson skrifar Íslendingar eru ekki sammála um margt en ég hugsa að 99 prósent landsmanna séu sammála um það að íslensk umræðuhefð sé ömurleg. Ég hef ekki tölu á öllum þeim pistlum, statusum og kommentum sem ég hef lesið um hvað umræðan sé vond; að við séum sífellt að karpa um aukaatriði, fara í boltann en ekki manninn, færa ekki rök fyrir máli okkar og svo er smiðshöggið rekið með tilvitnun í það sem Halldór Laxness sagði um kjarna málsins. Allt má þetta sjálfsagt til sanns vegar færa. Hins vegar er umhugsunarefni hvers vegna umræðuhefð sem svo mikil og víðtæk óánægja ríkir um er stunduð af jafn miklu kappi og raun ber vitni. Bakþankar 29.6.2012 06:00
Af litlu bretti… Friðrika Benónýsdóttir skrifar Friðrik krónprins Dana hefur áhyggjur. Honum finnst landar sínir sólgnir í frægð án tillits til verðleika. Segir þá hópast í raunveruleikaþætti í sjónvarpi í þeirri einu von að öðlast umtal og athygli, minna fari fyrir raunverulegum hæfileikum. Æðsta markmiðið sé að verða frægur fyrir það eitt að vera frægur. Bakþankar 28.6.2012 06:00
Hreint ekki boðlegt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Ég fer bráðum í sumarfrí, langþráð auðvitað. Eru sumarfrí ekki alltaf langþráð? Veðrið er búið að vera gott og ég hlakka mikið til að geta verið úti að slæpast, hangsa með fjölskyldunni og safna freknum. Það er þó ekki alveg komið að því, ég þarf að vinna nokkra daga áður en ég er laus. Klára mína plikt. Það geri ég auðvitað þó sumarfiðringurinn kitli magann og mér verði oft litið út um gluggann. Bakþankar 27.6.2012 06:00
Útlendingar vita ekkert Kolbeinn Óttarsson skrifar Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir Bakþankar 26.6.2012 09:30
Jónsmessa Sigurður Árni Þórðarson skrifar Messa hvaða Jóns? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa Jóhannesar skírara. Dögg Jónsmessunætur er blessuð og góð til baða! Frá því Jóhannes skírði Jesú í Jórdan hafa kristnir enn trúað að allt vatn veraldar hafi verið helgað. Það var ekki Jesús, sem græddi á skírninni, heldur veröldin. Auður djúpúðga vildi t.d. vegna þeirrar trúar, að hún yrði jarðsett í flæðarmáli. Jóhannes skírari er eiginlega postuli vatnsins og postuli náttúrunnar. Þess vegna hentaði hann helgun náttúruhátíða. Bakþankar 25.6.2012 06:00
Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: "Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér.“ Bakþankar 23.6.2012 06:00
Ísland Björn Þór sigbjörnsson skrifar Hann er orðinn heldur þreyttur söngurinn um Nýja Ísland sem svo oft hefur verið sunginn síðan bankarnir fóru á hliðina. Af minnsta tilefni er spurt: Er þetta Nýja Ísland? og látið eins og þjóðin hafi sammælst um að ekkert yrði eins og það var. Bakþankar 22.6.2012 06:00
Mylsnan af borðum meistaranna Sif Sigmarsdóttir skrifar Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?“ voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Bakþankar 21.6.2012 06:00
Þurrbrjósta á bráðadeild Svavar Hávarðsson skrifar Það er kunnara en frá þurfi að segja að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur verið allbrattur síðastliðin ár. Reyndar svo mikill að enginn hefði trúað því að þetta væri hægt, að óreyndu. Margir, og ég þar á meðal, hafa lýst áhyggjum af því að með þessum niðurskurði myndi óumflýjanlega fylgja skert þjónusta. Reynsla margra er eflaust einmitt sú, um það efast ég ekki. Bakþankar 20.6.2012 10:30
Bara örfá dæmi Erla Hlynsdóttir skrifar Vinkonu minni hefur verið nauðgað þrisvar. Hún lagði aldrei fram kæru. Hún er lesbía. Einn af þeim sem nauðguðu henni var æskuvinur hennar. Hann vissi að hún var lesbía en var samt sannfærður um að ef hún fengi alvöru karlmann inn í sig, þá myndi hún skipta um skoðun. Hún var áfengisdauð þegar hann tók þessa ákvörðun. Þegar hú Bakþankar 19.6.2012 09:30
Hrunið í hægri endursýningu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Líklega telur alvaldið mig tiltölulega tregan nemanda í lífsins skóla því eftir að hafa upplifað hrunið heima á Íslandi árið 2008 sit ég nú sama kúrs hér á Spáni fjórum árum síðar. Reyndar var farið gríðarlega hratt yfir námsefnið á Íslandi, þetta var spíttbraut frekar en hraðbraut, en það gerir ekkert til því nú fæ ég tækifæri til að fara yfir allt aftur í hægri endursýningu. Bakþankar 18.6.2012 06:00
Tom Cruise og allir hinir Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stórmyndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjölmiðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. Bakþankar 16.6.2012 06:00
Óður til knattspyrnunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Til er saga af hermanni frá Balkanskaganum sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og upplifði í stríðinu ólýsanlegan hrylling. Stuttu eftir að stríðinu lauk hætti hann að tala. Læknar fundu enga líkamlega áverka á manninum né greindu þeir heilaskaða. Hann gat lesið, skrifað, skilið tal annarra og fylgt skipunum. Sjálfur talaði hann hins vegar ekki við nokkurn mann, ekki einu sinni vini og fjölskyldu. Að lokum var manninum komið fyrir á sjúkraheimili fyrir slasaða hermenn og dvaldi hann þar í áratugi. Bakþankar 15.6.2012 06:00
Læri, læri, tækifæri Friðrika Benónýsdóttir skrifar Hugsum okkur að yfir standi Evrópumeistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellinum. Þetta gengur náttúrulega ekki og viðbrögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! Bakþankar 14.6.2012 06:00
Appelsínugult naglalakk Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Forsetakosningarnar hafa ekki kveikt í mér einn einasta neista. Ég hef ekki kynnt mér stefnumál frambjóðenda af nokkru viti og gæti ekki nefnt þá alla með nafni í fljótu bragði. Erum við ekki líka að tala um sex eða sjö manns? Ég horfði á hvorugar kappræðurnar í sjónvarpinu, ætlaði mér það, reyndi, en hélt það ekki út. Man ekki einu sinni hvaða dag á að kjósa. Á erfitt með að blanda mér í umræður um embættisskyldur forsetans og orðið "neitunarvald“ slær mig alveg út af laginu. Bakþankar 13.6.2012 06:00
Loðin fortíð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Bakþankar 12.6.2012 06:00
Fjarkirkja á grensunni Sigurður Árni Þórðarson skrifar Strandarkirkja í Selvogi er fallegt guðshús á hrífandi stað. Söfnuðurinn er ekki fjölmennur, en kirkjulífið er ekki bara háð stærð safnaðar. Strandarkirkja varðar fleira en kirkjuhús og fólk á ákveðnu svæði, er jafnvel tákn um kirkjuþróun fjarkirkju. Bakþankar 11.6.2012 06:00
Gönguferð á skógarstíg Brynhildur Björnsdóttir skrifar Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Bakþankar 9.6.2012 06:00
Þeir fiska ekki sem kóa Bergsteinn Sigurðsson. skrifar Einu sinni vann ég á stað þar sem yfirmaðurinn var tuddi. Við erum að tala um hreinræktaðan búra, sem hafði forframast langt umfram hæfileika, menntun og getu í skjóli ættartengsla. Eins og títt er með þessar manngerðir var okkar maður jafnan að drepast úr minnimáttarkennd og hafði horn í síðu þeirra sem stóðu honum framar á einhverju sviði, til dæmis þá sem kunnu á tölvu eða skildu ensku. Mest fóru þó í taugarnar á honum þeir sem sýndu frumkvæði og höfðu hugmyndir sem voru á skjön við hans um hvernig hlutirnir ættu að ganga fyrir sig. Þá fyrst fannst honum valdi sínu ógnað og fjandinn varð laus. Bakþankar 8.6.2012 10:00
Kýrin sem varð að hveiti Sif Sigmarsdóttir skrifar Hinn 14. október 2009 kvaddi þingmaðurinn David Tredinnick sér hljóðs í breska þinginu. Hann sakaði yfirvöld heilbrigðismála um að líta fram hjá einni stærstu ógn við velferð almennings: tunglinu. Tredinnick sagði að í ákveðinni stöðu hefði tunglið áhrif á heilsu fólks; skaðaði meðgöngur hjá konum; ylli því að blóð storknaði ekki við skurðaðgerðir. Hvað uppskar þingmaðurinn fyrir? Háð? Spott? Brottrekstur úr samfélagi vitiborinna manna? Nei. Honum var fengið sæti í heilbrigðismálanefnd. Bakþankar 7.6.2012 06:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun