Innherji

BBA//Fjeldco varar við frum­varpi sem girðir fyrir er­lenda fjár­festingu

Erlend fjárfesting mun dragast saman ef lagafrumvarp, sem gerir það að verkum að margir af stærstu hlutabréfafjárfestum heims geta ekki fjárfest í íslensku atvinnulífi, verður samþykkt í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn Einars Baldvins Árnasonar, meðeiganda lögmannastofunnar BBA//Fjeldco, um frumvarp til breytingar á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.

Innherji

Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi

Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.

Umræðan

Stærsti einkafjárfestirinn selur sig út úr Íslandsbanka

Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur á síðustu vikum selt nær allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka fyrir vel á þriðja milljarð króna. Félagið var fyrir söluna stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans með rétt rúmlega eins prósenta hlut.

Innherji

Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní.

Innherji

Andri Fannar til ADVEL lögmanna

Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.

Klinkið

Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis

Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl.

Innherji

Fyrsta fjármögnunin í ís­lenskum raf­í­þróttum gengin í gegn

Rafíþróttafélagið Dusty gekk í síðustu viku frá sinni fyrstu hlutafjáraukningu og er hún jafnframt fyrsta hlutafjáraukningin í rafíþróttum á Íslandi. Dusty, sem hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda, fékk 30 milljóna króna innspýtingu frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna.

Innherji

Nærri 20 prósenta samdráttur hjá Medis

Rekstrartekjur Medis, sem er dótturfélag lyfjarisans Teva Pharmaceutical Industries, námu 191 milljón evra á síðasta ári, jafnvirði 26,4 milljarða króna, og drógust þær saman um rúmlega 19 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

Innherji

Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play

Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins.

Innherji

Tekjur Arctic Adventures jukust um 50 prósent milli ára

Rekstrartekjur Arctic Adventures, sem er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, námu rúmlega 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

Innherji

Salt­Pay missti stóra kúnna og mikla hlut­deild til keppi­nauta

Stórir samningar um færsluhirðingu, meðal annars við smásölurisann Festi, færðust frá SaltPay til keppinautanna Valitor og Rapyd á seinni hluta síðasta árs. Sú staðreynd að markaðshlutdeild SaltPay hefur legið niður á við í samfellt þrjú ár var ein ástæða fyrir því að Samkeppniseftirlitið taldi samruna keppinautanna skaðlegan samkeppni án sérstakra skilyrða.

Innherji