Menning

Fiskarnir (19.feb - 20.mars)

Þú ert hálfþreyttur þessa dagana og ættir að reyna að gefa þér tíma til að slaka aðeins á. Elskendur eiga saman góðar stundir.

Menning

Fiskarnir (19.feb - 20.mars)

Einhver spenna ríkir í kringum þig og hún gerir þér erfitt fyrir að sinna því sem þú þarft að gera. Þegar líður á daginn batnar ástandið til muna.

Menning

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)

Það er mikið að gera hjá þér um þessar mundir. Þér gengur þó vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur og hefur gaman af því sem þú ert að gera.

Menning

Fiskarnir (19.feb - 20.mars)

Mál sem lengi hefur verið að þvælast fyrir þér leysist fyrr en varir. Það verður þér mikill léttir. Kvöldið lofar góðu.

Menning

Ljónið (23.júlí - 22.ágúst)

Treystu á eðlishvötina í samskiptum þínum við aðra. Fjölskyldan verður þér efst í huga í dag og þú nærð góðu sambandi við þá sem eru þér eldri.

Menning

Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)

Þú ert yfirleitt mjög duglegur en núna er eins og yfir þér hangi eitthvert slen. Þetta gæti verið merki um það að þú þarfnist hvíldar.

Menning

Bogamaður (22.nóv - 21.des)

Reyndu að vera bjartsýnn þó að útlitið sé svart um þessar mundir. Erfiðleikarnir eru ekki eins miklir og þér virðist við fyrstu sýn.

Menning

Bogamaður (22.nóv - 21.des)

Þú ferð í óvænt ferðalag á næstunni sem víkkar sjóndeildarhring þinn og þér finnst þú loks nær því að vita hvað þú vilt í lífinu.

Menning

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb)

Þú hittir gamla félaga eftir langan aðskilnað og þið eigið saman skemmtilega kvöldstund. Þið njótið þess að rifja upp gamlar minningar.

Menning

Bogamaður (22.nóv - 21.des)

Ástvinur þinn er eitthvað miður sín og þú ættir að reyna að komast að því hvað það er sem amar að. Taktu kvöldið rólega.

Menning

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb)

Þér líður best í dag ef þú ferð þér hægt og gætir hófs í hvívetna. Fjármálin lofa góðu og ástarmálin eru í miklum blóma.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Ekki láta álit þitt í ljós nema þú sért beðinn um það. Oft má satt kyrrt liggja. Ekki er ólíklegt að til tíðinda dragi í ástarlífinu.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Þér tekst eitthvað sem þú hefur lengi verið að velta fyrir þér að gera. Gættu þess að fara vandlega yfir smáatriði er varða viðskipti.

Menning

Vatnsberinn (20.jan - 18.feb)

Þetta mun verða ótrúlega hefðbundinn og venjulegur dagur. Ef þú hefur getur ættir þú að reyna að gera eitthvað til að krydda hann.

Menning

Meyjan (23.ágúst - 22.sept)

Þér er óhætt að treysta vini þínum í sambandi við vanda sem þú ert í á tilfinningasviðinu. Hann getur án efa gefið þér góð ráð.

Menning

Steingeit (22.des - 19.jan)

Þú stendur í stórræðum á viðskiptasviðinu. Svo virðist sem fasteignakaup eða eitthvað álíka sé á döfinni. Þú ert í essinu þínu.

Menning

Bogamaður (22.nóv - 21.des)

Tvíburar fara varlega í að opinbera tilfinningar sínar en það getur verið nauðsynlegt til að allir átti sig á hvað um er að vera.

Menning

Nautið (20.apríl - 20.maí)

Þú verður að gæta þess að særa engan með framagirni þinni. Þó að þú hafir mikinn metnað verður þú líka að taka tillit til annarra.

Menning