Viðskipti erlent

Grunuð um brot í starfi

Franskur dómstóll ætlar að rannsaka embættisverk Christine Lagarde, nýs framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá þeim tíma sem hún var fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde er grunuð um að hafa þrýst á fyrrverandi ríkisbankann Credit Lyonnais um að fallast á bindandi málamiðlun í deilu við Adidas-auðkýfinginn Bernard Tapielle sem hann hafði tapað fyrir rétti.

Viðskipti erlent

Mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðir víða um heim hríðféllu í dag og er ástæðan talin vera sú að fjárfestar hafi áhyggjur af því að hagvöxtur verði hægari en áður var talið. Menn hafa líka áhyggjur af skuldavanda Evrópuríkja, svo sem Ítalíu og Spánar. Ástandið er grafalvarlegt og vestanhafs óttast menn að önnur dýfa fylgi á eftir kreppunni 2007 og 2008.

Viðskipti erlent

Barroso segir að evrukreppan smiti út frá sér

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við því að skuldakreppa evruríkjanna sé að breiðast út til ríkja utan myntbandalagsins. Í bréfi til ríkisstjórna innan Evrópusambandsins hvatti hann til þess að evrusvæðinu yrði veittur fullur stuðningur.

Viðskipti erlent

Reynir að róa markaði

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, reynir nú að róa markaði en skuldastaða Ítalíu er slæm. Gagnrýnendur forsætisráðherrans segja hann sjálfan hlut vandans.

Viðskipti erlent

Grunur um að framkvæmdastjóri AGS hafi misbeitt valdi

Franskur dómstóll rannsakar nú hvort Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi misnotað vald sitt í stöðu fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde er sökuð um að hafa þrýst á banka í deilum við kaupsýslumann sem studdi kosningabaráttu Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Fréttaritari BBC segir að málið sé mjög neyðarlegt fyrir Lagarde. Einungis um mánuður er síðan hún tók við embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að Dominique Strauss Kahn hætti.

Viðskipti erlent

Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn sinni

Matsfyrirtækin Moody´s og Fitch Ratings hafa ákveðið að Bandaríkin haldi topplánshæfiseinkunn sinni AAA en hún er sett á athugunarlista með neikvæðum horfum. Standard & Poor´s hefur einnig sett einkunnina á athugunarlista.

Viðskipti erlent

Ford innkallar 1,2 milljónir pallbíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla 1,2 milljónir pallbíla vegna ryðvandamála. Bandaríska umferðaröryggiseftirlitið telur að festingar á eldsneytistönkum geti auðveldlega rygðað og því sé ekki forsvaranlegt að hafa bílana á götunni. Samkvæmt frétt á norska viðskiptavefnum e24.no er um að ræða F-150 og F-250 bíla sem framleiddir eru árin 1997-2004 og Lincoln Blackwood frá árunum 2002-2003.

Viðskipti erlent

Ítalir funda um alvarlega stöðu landsins

Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu.

Viðskipti erlent

Kínverjar herma eftir Vesturlandabúum

Kínverjar eru í auknu mæli farnir að herma eftir Vesturlandabúum þegar þeir setja á fót nýjar stórverslanir. Til dæmis kannast flestir sem hafa farið í IKEA við bláa og gula litinn, stóra sýningarsali, litla blýanta og rúmgóðan matsal. En nú fyrirfinnst þetta ekki bara í

Viðskipti erlent

Harkalegur niðurskurður

Útlit er fyrir að leiðtogar stærstu flokka Bandaríkjanna hafi náð að afstýra greiðsluþroti þessa stærsta efnahagsveldi heims eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að hækka skuldaþak ríkisins.

Viðskipti erlent

Þingmenn greiða atkvæði um skuldavanda

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafi komist að samkomulagi um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna og koma þannig í veg fyrir að ríkið lendi í greiðsluþroti. Skuldaþakið á samkvæmt samkomulaginu að hækka um 2,4 trilljónir dollara. Samkomulagið á þó enn eftir að fara í gegnum þingið.

Viðskipti erlent

Menntamálaráðherra Svía vill kínversku inn í alla skóla

Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Jan Björklund, vill að allir nemendur á efstu stigum grunnskólans og allir framhaldsskólanemendur fái að læra kínversku. Í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri segir ráðherrann að kínverskan sé að verða miklu mikilvægari en franska og spænska í viðskiptalegu tilliti.

Viðskipti erlent