Viðskipti erlent

Þúsundir milljónamæringa borga ekki skatta

Í nýrri úttekt sem birt hefur verið á vefsíðunni CNN Money kemur fram að 4.000 heimili í Bandaríkjunum sem voru með árstekjur upp á eina milljón dollara eða meira, eða tæplega 114 milljónir kr., borguðu ekki krónu í alríkisskatt í fyrra.

Viðskipti erlent

Sjóræningjar kosta Mærsk um 20 milljarða í ár

Allt bendir til þess að sjóræningjastarfsemi undan ströndum Sómalíu muni kosta danska skipafélagið Mærsk hátt í 200 milljónir dollara, eða um 20 milljarða kr. í ár. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en Mærsk þurfti að greiða vegna sjóræningja á síðasta ári.

Viðskipti erlent

Apple er verðmætasta vörumerki heimsins

Apple hefur velt Google úr sessi sem verðmætasta vörumerki heimsins. Þetta kemur fram í nýrri mælingu sem birt er í dag og Financial Times greinir frá. Verðmæti Apple merkisins er talið nema 153 milljörðum dollara eða um 17.400 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur farið að hækka eftir verðhrunið í síðustu viku. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 110 dollara og bandaríska léttolían stendur í tæpum 99 dollurum eftir að hafa hækkað um 2 dollara í morgun.

Viðskipti erlent

Mittal er ríkasti maður Breta

Stálauðjöfurinn Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi, samkvæmt lista blaðsins Sunday Times yfir breska auðjöfra sem birtur var um helgina. Ríkustu menn í Bretlandi hafa tapað verulegum hluta auðæva sinna í fjármálakreppunni.

Viðskipti erlent

40 bankar úr leik

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa svipt 40 banka í landinu starfsleyfi það sem af er ári. Engu að síður virðist færri bankastofnunum hafa verið lokað það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á þessum tíma í fyrra hafði 68 bönkum nefnilega verið lokað.

Viðskipti erlent

Vextir á lánum Íra verða lækkaðir

Vextir á lánum Evrópusambandsins til Íra verða lækkaðir, eftir því sem fullyrt er á fréttavef BBC. Írar borga 5,8% vexti af lánum sem samþykkt voru se neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evruríkjunum og sérstökum sjóði sem tilheyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Óljóst er hversu mikil vaxtalækkunin yrði en BBC segir að 1% vaxtalækkun myndi spara Írum 400 milljónir evra í vaxtagreiðslur. Skriflegt samkomulag verður gert fyrir fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins þann 17. maí næstkomandi.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hrapa eftir örstuttan viðsnúning snemma í morgun. Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um 3,7% og stendur í tæpum 107 dollurum á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 3,3% og er komin niður í 96,50 dollara á tunnuna.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi

Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í gærkvöldi sem og verð á öðrum hrávörum. Verð á Brentolíunni lækkaði um 10% og fór niður fyrir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór niður fyrir 100 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst síðan í mars s.l.

Viðskipti erlent

Búið að ganga frá sölunni á All Saints

Búið er að ganga frá sölunni á tískuverslunarkeðjunni All Saints í Bretlandi. Kaupendurnir eru fjárfestingarsjóðirnir Lion Capital og Goode Partners. Seljendur eru skilanefndir Glitnis og Kaupþings en All Saints var áður í eigu Baugs.

Viðskipti erlent

Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega

Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim.

Viðskipti erlent

Fiðlan Lady Blunt sett á uppboð

Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins, verður sett á uppboð í næsta mánuði en féið sem fæst fyrir hana mun renna í sjóð til styrktar fórnarlömbunum í náttúruhamförunum í Japan í mars síðastliðnum.

Viðskipti erlent

Dópsalar tapa tugum milljóna á dag

Danskir dópsalar tapa nú tugum milljóna kr. á hverjum degi þar sem Kristjanía í Kaupmannahöfn er lokuð og hefur verið svo undanfarna þrjá daga. Það eru íbúar Kristjaníu sem hafa sjálfir lokað staðnum en lokunin er mótmæli gegn áformum stjórnvalda um að gera Kristjaníu að venjulegu íbúðahverfi.

Viðskipti erlent

Dollarinn heldur áfram að veikjast

Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka.

Viðskipti erlent

Milljón manns sóttu um vinnu á McDonalds

Alls sóttu milljón manns um 50.000 laus störf hjá hamborgarakeðjunni McDonalds í apríl mánuði. Raunar voru 62.000 manns ráðnir eða um 24% fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir. 938.000 manns máttu hinsvegar sjá á eftir starfi hjá keðjunni.

Viðskipti erlent