Viðskipti erlent

Actavis leggur fram lokatilboð í Ratiopharm

Actavis og Teva hafa verið beðin um að leggja fram lokatilboð sín í þýska samheitafyrirtækið Ratiopharm á morgun, fimmtudag, að því er heimildir Reuters herma. Hinsvegar mun bandaríski lyfjarisinn Pfizer leggja fram sitt lokatilboð í dag.

Viðskipti erlent

Lögmenn hagnast um 80 milljarða á Lehman Brothers

Tiltektin eftir fall Lehman Brothers í Bandaríkjunum hefur gefið lögmönnum 642 milljónir dollara eða um 80 milljarða kr. í aðra hönd. Alls hafa 28 lögmannstofur skrifað feita reikninga fyrir aðkomu sín að þrotabúinu frá haustinu 2008 að því er segir í frétt á CNN Money um málið.

Viðskipti erlent

Bensínlítrinn kominn yfir 11 krónur í Danmörku

Bensínlítrinn í Danmörku kostar nú ellefu danskar krónur. Það jafngildir 253 íslenskum krónum. Bensínið hefur þó áður verið hærra í Danmörku, en sumarið 2008 fór lítrinn í 12 krónur. Í upphafi níunda áratugar fór bensínverðið upp í 14 krónur.

Viðskipti erlent

Tveir horfa hýru auga til Manchester

Tveir hópar fjárfesta horfa hýru auga til enska knattspyrnufélagsins Manchester United. Áður hefur verið sagt frá áhuga Rauðu riddarann á því að kaupa félagið en nú lítur út fyrir að þeir hafi fengið samkeppni.

Viðskipti erlent

Skortsalar í klípu þar sem dollarinn hríðfellur

Bandaríkjadollar hefur hríðfallið gagnvart helstu gjaldmiðlum það sem af er degi. Mest er fallið gagnvart evrunni, enda hefur síðarnefnda myntin heldur styrkt sig í sessi gagnvart ýmsum fleiri myntum en dollaranum í dag. Gera má ráð fyrir að þeir fjárfestar sem höfðu skortselt evru gagnvart dollar hafi þrotið örendið.

Viðskipti erlent

Hamleys í útrás á Balkanskaganum

Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek.

Viðskipti erlent

Bútar niður Turner-verk, selur og grefur upphæðina á Íslandi

Listamaðurinn Bill Drummond ætlar að búta niður listaverkið A Smell of Sulphur in the Wind eftir landslagslistamanninn Richard Long sem hlaut hin virtu Turner-verðlaun fyrir verkið árið 1989. Drummond ætlar að selja hvern bút á dollar og grafa svo heildarupphæðina niður í jörð á Íslandi á þeim stað sem var Long innblástur fyrir listaverkið.

Viðskipti erlent

NIB hagnaðist um 56 milljarða í fyrra

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) skilaði hagnaði upp á 324 milljónir evra eða um 56 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta er mun betri árangur en á árinu 2008 að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Bankinn tapaði 281 milljón evra árið 2008.

Viðskipti erlent

Actavis með besta tilboðið í Ratiopharm

Samkvæmt frétt á Reuters er Actavis með besta tilboðið í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm enn sem komið er. Tilboð keppinauta Actavis munu vera nokkuð frá því verði sem eigendur Ratiopharm, Merckle-fjölskyldan, vill fá fyrir þessa eign sína.

Viðskipti erlent

Íslandsvinur selur dótakassann sinn

Vincos, sem er félag í eigu auðjöfursins Vincent Tchenguiz, stendur um þessar mundir í umfangsmiklum niðurskurði eftir að hafa tapað 38 milljónum sterlingspunda, eða 7,2 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Mikill samdráttur í bílasölunni hjá Lamborghini

Mikill samdráttur varð milli ára í bílasölunni hjá hinum þekkta ítalska sportbílaframleiðenda Lamborghini. Salan minnkaði um 37% frá árinu 2008 og til ársins í fyrra. Samhliða þessu nam tapið af rekstri Lamborghini í fyrra 32 milljónir evra eða um 5,5 milljarða kr. fyrir skatta.

Viðskipti erlent

Tveir draugar seldir á uppboði á Nýja Sjálandi

Tveir draugar á flöskum voru seldir á uppboði á Nýja Sjálandi fyrir um 250.000 kr. Samkvæmt frétt í Daily Telegraph voru draugarnir fangaðir í húsi Avie Woodbury í Christchurch þegar særing fór fram þar í fyrra. Hún ákvað síðan að bjóða þá upp.

Viðskipti erlent

Lénið sex.com sett á uppboð

Klám selur og þá sérstaklega á netinu. Það vita eigendur verðmætasta lénsins á netinu, sex.com, og því hafa þeir ákveðið að setja lénið á uppboð. Uppboðið hefst á lágmarksboði upp á eina milljón dollara eða um 128 milljónir kr. en það verður haldið í næstu viku.

Viðskipti erlent