Viðskipti erlent

Hún tapaði 525 milljörðum í kreppunni

Þýskur milljarðamæringur hefur tapað öllum auðæfum sínum á fjármálakreppunni, samtals 525 milljörðum kr. Sú sem hér um ræðir er hin 65 ára gamla Madeleine Schickedanz, erfingi Quelle og stór hluthafi í Karstadt-keðjunni.

Viðskipti erlent

OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum

OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið.

Viðskipti erlent

West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra

Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…”gölluð í grundvallaratriðum”.

Viðskipti erlent

Yngstu starfsmennirnir verða oftast veikir

Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum.

Viðskipti erlent

Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu

Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar.

Viðskipti erlent

Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum

Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar.

Viðskipti erlent

Mesta atvinnuleysi innan ESB í áratug

Atvinnuleysi meðal ríkjan innan ESB er hið mesta í áratug. Samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í morgun nam atvinnuleysið 9,5% innan sambandsins og hefur ekki verið meira síðan 1999. Atvinnuleysið jókst úr 9,4% í júní og í 9,5% í júlí.

Viðskipti erlent

Mikil lækkun hlutabréfa í Kína

Hlutabréfamarkaðurinn í Shanghai í Kína féll um rúmlega 5% í dag. Markaðir í Kína hafa lokað enda er kvöldið að bresta á þar í landi. Á föstudaginn lækkuðu hlutabréf í Shanghai um 7% og því nemur lækkunin yfir 10% á undanförnum tveimur viðskiptadögum.

Viðskipti erlent

Efnahagslífið í Bretlandi skárra en búist var við

Samdráttur í breska hagkerfinu varð ekki eins mikill á öðrum ársfjórðungi og óttast hafði verið, segir í frétt á vef Telegraph. Ástæðan er meðal annars rakin til betri sölu á breskum bifreiðum en gert hafði verið ráð fyrir. Breska hagstofan sagði í gær að landsframleiðslan þar í landi hefði dregist saman um 0,7% en ekki 0,8%, sem þýðir 5,5% samdráttur á ársgrundvelli í stað 5,6% eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Viðskipti erlent

UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða

Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum.

Viðskipti erlent

FIH bankinn í milljarða klemmu vegna Sjælsö Gruppen

FIH bankinn og Amagerbanken í Danmörku eru í klemmu vegna sambankaláns sem þeir veittu Sjælsö Gruppen að upphæð 1,1 milljarð danskra kr. eða rúmlega 25 milljarða kr. Skilyrðin fyrir láninu eru ekki lengur til staðar en þau voru helst að eiginfjárhlutfall félagsins mætti ekki fara niður fyrir 40%. Það stendur nú í 35,3%.

Viðskipti erlent

Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal

Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins.

Viðskipti erlent