Plastað prjón er spennandi 11. júní 2004 00:01 Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is. Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Núna rekur hún Verksmiðjuna, gallerí neðst á Skólavörðustígnum, ásamt sjö öðrum konum, og selur þar hönnun sína, tobba-design. Fatnaður hefur lengi verið Þorbjörgu hugleikinn. Hún hefur tekið þátt í fatahönnunarkeppnum og stórum tískuviðburðum og kom á fót eigin fatalínu árið 2000 sem alltaf er að þróast og stækka. Konan og hið kvenlega eðli er yfirleitt viðfangsefnið í hönnun Þorbjargar, það sem konan gerir, styrkur hennar og innsæi. "Þetta er oft útgangspunkturinn í vinnunni minni, hvað varðar efni, liti og form, bæði meðvitað og ómeðvitað. Þetta kvenlega er svo einfalt og kunnuglegt en samt er yfir því eitthvert órætt yfirbragð." Í sumarlínu Þorbjargar ber mikið á prjóni og plasti. "Ég hef alltaf verið fyrir prjón og mig langaði að setja það saman við eitthvað ólíkt efni. Plastað prjón fannst mér spennandi og þessi efnasamsetning er enn í þróun hjá mér." Fyrst urðu til töskur sem fást í þremur stærðum og núna eru regnkápur úr sama efni í vinnslu. Sala á töskunum hefur gengið vonum framar en þær eru seldar í Verksmiðjunni og Listasafni Íslands. Fyrsta framleiðslan er uppseld og næsta er á leiðinni. Regnkápurnar eru svo væntanlegar í Verksmiðjuna upp úr miðjum mánuðinum og verða til í hvítu, svörtu og rauðu en töskurnar eru framleiddar í sömu litum. Það er margt sem þarf að huga að eigi að hafa lifibrauð af hönnuninni og vinnsluferlið þarf að vera í sífelldri athugun. "Ég er ekki bara að hanna, ég er líka að reyna að búa til hagkvæma rekstrareiningu, framleiðsluvöru sem stenst mínar kröfur og neytendans." Það er ýmislegt fleira en plastprjónið sem Þorbjörg fæst við, hún gerir peysur og kjóla sem líkjast lifandi skúlptúrum og áhuginn á innanhúshönnun er alltaf að aukast. Eins og áður sagði selur Þorbjörg hönnun sína í Verksmiðjunni, Skólavörðustíg 4, en einnig vinnur hún eftir sérpöntunum og þá er hægt að leggja inn fyrirspurnir á torbjorg@internet.is.
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira