Forsetinn stendur af sér gagnrýni Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. júní 2004 00:01 Fylgi við forsetann minnkar í könnunum en er enn traust - Gunnar Smári Egilsson Í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á sunnudaginn sögðust 64 prósent þátttakenda vilja kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta ef kosningar færu fram nú. Í könnun sem Fréttablaðið gerði í maí sögðust 74 prósent þátttakenda vilja kjósa Ólaf Ragnar. Það er því ljóst að sú harða gagnrýni sem beinst hefur að Ólafi Ragnari og ákvörðunum hans í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið hefur dregið úr fylgi hans. Það er hins vegar jafn ljóst að Ólafur Ragnar nýtur mikils trausts meðal þjóðarinnar þrátt fyrir þessa gagnrýni.Í mars var framboðsfrestur ekki runninn út en þrír höfðu þá lýst yfir að þeir stefndu á framboð: Ólafur Ragnar, Ástþór Magnússon og Snorri Ásmundsson. 12 prósent þátttakenda sögðust hins vegar vilja kjósa einhvern annan en þessa þrjá. Nú þegar framboðsfrestur er útrunninn hefur Snorri dottið af lestinni en Baldur Ágústsson bæst við. Það eru því fáir sem segjast vilja kjósa aðra en þá sem eru í framboði; eða 2 prósent. Hins vegar segjast 15 prósent ekki ætla að kjósa. Ef litið er á það sem afstöðu hefur fylgi við Ólaf hjá þeim sem taka afstöðu farið úr 85 prósentum í 74 prósent. Það má því ætla að hitinn í kringum forsetann nú hafi fengið um tíunda hvern kjósanda til að snúa við honum baki. Er þetta góð eða vond staða fyrir Ólaf Ragnar? Miðað við þann þunga sem hefur verið í gagnrýninni á forsetann má fullyrða að Ólafur Ragnar megi vel við una. Það er varla hægt að ímynda sér minna bakslag þegar æðstu menn ríkisstjórnar og Alþingis leggjast á eitt við að efast um dómgreind forsetans -- jafnvel heilindi hans. Það mætti jafnvel halda því fram að yfirlýsingar um að hér yrði allt vitlaust ef forseti staðfesti ekki fjölmiðlalögin hafi verið innistæðulausar. Það eru helst hörðustu gagnrýnendurnir sem hafa látið eins og vitlausir væru en afleiðingarnar á stuðning þjóðarinnar við forsetann eru sáralitlar. Reyndar þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Það hefur lengi verið viðurkennt sjónarmið á Íslandi að stjórnmálamenn ráða litlu um stöðu forsetans meðal þjóðarinnar. Stjórnmálaflokkum hefur aldrei tekist að stjórna úrslitum forsetakosninga. Það er eins og þjóðn vilji halda þessu tvennu vel aðskildu; stjórnmálunum annars vegar og forsetaembættinu hins vegar. Þegar andstæðingar Ólafs Ragnars halda því fram nú að hann hafi rofið þessi skil og blandað embætti forsetans í stjórnmálabaráttuna má spyrja hvort þessu sé ekki einmitt öfugt farið. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur ætíð verið fylgjandi synjunarvaldi forsetans og alltaf valið frambjóðendur sem hafa viðurkent þetta vald. Þótt forsetar hafi ekki áður beitt þessu valdi hefur margsinnis komið fram að meirihluti þjóðarinnar lítur ekki á það sem dauðan bókstaf. Flestir landsmanna telja það fara saman að forsetinn sé utan hins flokkspólitíska sviðs en geti eftir sem áður sent umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því að saka Ólaf Ragnar um flokkspólitíska tilburði nú eru gagnrýnendur hans því að rjúfa skilin milli embætti forsetans og stjórnmálaátaka dagsins. Ef forsetinn á að verða sameiningartákn þjóðarinnar þarf hann að halda sig innan þess ramma sem stærsti hluti þjóðarinnar telur að sé um embætti hans -- en landsmenn allir og ekki síst stjórnmálamennirnir þurfa líka að sætta sig við þennan ramma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun
Fylgi við forsetann minnkar í könnunum en er enn traust - Gunnar Smári Egilsson Í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á sunnudaginn sögðust 64 prósent þátttakenda vilja kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta ef kosningar færu fram nú. Í könnun sem Fréttablaðið gerði í maí sögðust 74 prósent þátttakenda vilja kjósa Ólaf Ragnar. Það er því ljóst að sú harða gagnrýni sem beinst hefur að Ólafi Ragnari og ákvörðunum hans í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið hefur dregið úr fylgi hans. Það er hins vegar jafn ljóst að Ólafur Ragnar nýtur mikils trausts meðal þjóðarinnar þrátt fyrir þessa gagnrýni.Í mars var framboðsfrestur ekki runninn út en þrír höfðu þá lýst yfir að þeir stefndu á framboð: Ólafur Ragnar, Ástþór Magnússon og Snorri Ásmundsson. 12 prósent þátttakenda sögðust hins vegar vilja kjósa einhvern annan en þessa þrjá. Nú þegar framboðsfrestur er útrunninn hefur Snorri dottið af lestinni en Baldur Ágústsson bæst við. Það eru því fáir sem segjast vilja kjósa aðra en þá sem eru í framboði; eða 2 prósent. Hins vegar segjast 15 prósent ekki ætla að kjósa. Ef litið er á það sem afstöðu hefur fylgi við Ólaf hjá þeim sem taka afstöðu farið úr 85 prósentum í 74 prósent. Það má því ætla að hitinn í kringum forsetann nú hafi fengið um tíunda hvern kjósanda til að snúa við honum baki. Er þetta góð eða vond staða fyrir Ólaf Ragnar? Miðað við þann þunga sem hefur verið í gagnrýninni á forsetann má fullyrða að Ólafur Ragnar megi vel við una. Það er varla hægt að ímynda sér minna bakslag þegar æðstu menn ríkisstjórnar og Alþingis leggjast á eitt við að efast um dómgreind forsetans -- jafnvel heilindi hans. Það mætti jafnvel halda því fram að yfirlýsingar um að hér yrði allt vitlaust ef forseti staðfesti ekki fjölmiðlalögin hafi verið innistæðulausar. Það eru helst hörðustu gagnrýnendurnir sem hafa látið eins og vitlausir væru en afleiðingarnar á stuðning þjóðarinnar við forsetann eru sáralitlar. Reyndar þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Það hefur lengi verið viðurkennt sjónarmið á Íslandi að stjórnmálamenn ráða litlu um stöðu forsetans meðal þjóðarinnar. Stjórnmálaflokkum hefur aldrei tekist að stjórna úrslitum forsetakosninga. Það er eins og þjóðn vilji halda þessu tvennu vel aðskildu; stjórnmálunum annars vegar og forsetaembættinu hins vegar. Þegar andstæðingar Ólafs Ragnars halda því fram nú að hann hafi rofið þessi skil og blandað embætti forsetans í stjórnmálabaráttuna má spyrja hvort þessu sé ekki einmitt öfugt farið. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur ætíð verið fylgjandi synjunarvaldi forsetans og alltaf valið frambjóðendur sem hafa viðurkent þetta vald. Þótt forsetar hafi ekki áður beitt þessu valdi hefur margsinnis komið fram að meirihluti þjóðarinnar lítur ekki á það sem dauðan bókstaf. Flestir landsmanna telja það fara saman að forsetinn sé utan hins flokkspólitíska sviðs en geti eftir sem áður sent umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því að saka Ólaf Ragnar um flokkspólitíska tilburði nú eru gagnrýnendur hans því að rjúfa skilin milli embætti forsetans og stjórnmálaátaka dagsins. Ef forsetinn á að verða sameiningartákn þjóðarinnar þarf hann að halda sig innan þess ramma sem stærsti hluti þjóðarinnar telur að sé um embætti hans -- en landsmenn allir og ekki síst stjórnmálamennirnir þurfa líka að sætta sig við þennan ramma.