Draugur í Morgunblaðshúsinu 14. júní 2004 00:01 Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ein af þeim sex nýju íslensku stuttmyndum sem sýndar eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni í ár er Síðustu orð Hreggviðs eftir Grím Hákonarson. Hann gerði síðast hina frábæru heimildamynd, Varði Goes Europe, um Evrópureisu gítarleikara sem ákvað að lifa af spilamennsku sinni einni með því að spila fyrir klink á götum borga Evrópu. Nýja myndin er aftur á móti draugasaga sem gerist að miklu leyti í Morgunblaðshúsinu. "Þetta er íslensk draugasaga en það fer nú meira fyrir gamanseminni en hryllingi og spennu," segir Grímur í gegnum símann frá Prag þar sem hann er að klára tveggja ára nám í kvikmyndagerð. "Ég var sjálfur að vinna sem öryggisvörður í Morgunblaðinu. Þá sagði yfirmaður minn að ég þyrfti að fylgjast sérstaklega vel með mönnum sem ættu það til að vaða inn og rífa kjaft við ritstjórann. Þá varð til í höfðinu á mér persóna sem var föst í Kalda stríðinu. Hann heitir Hreggviður og honum finnst Mogginn vera orðinn allt of frjálslyndur og að blaðið hafi svikið sjónarmið öfgahægrimanna." Hreggviður svarar einum leiðara ritstjórans en deyr svo áður en greinin fær birtingu. Eftir að ritstjórinn fréttir af andláti Hreggviðs í lyftu Morgunblaðshússins telur hann best að birta ekki grein hans. Hreggviður var þó í lifanda lífi stríðsmaður Kalda stríðsins og eyddi ævi sinni í að berjast á móti kommúnismanum. Áður fyrr taldi hann ritstjórann til bandamanna en snérist svo gegn honum. "Hann gengur því aftur og vill fá greinina birta," útskýrir Grímur. "Hann byrjar að ásækja ritstjórann á heimili hans og svo blandast miðlar inn í spilið. Sú spurning vaknar upp um hvort þjóðin sé ekki að láta stjórnast af skoðunum sem heyra sögunni til þegar dauðir menn hafa enn áhrif á pólitík." Í myndinni heitir ritstjórinn Sturlaugur og er að söng Gríms blanda af þeim Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Jóhannessyni, er víst klæddur eins og Matthías en er með einkennandi gleraugu Styrmis á nefinu. "Menn geta lesið það sem þeir vilja úr þessu. Það er smá vinstrislikja í þessu, smá ádeila," viðurkennir Grímur að lokum sem fékk leyfi Hallgríms Geirssonar til þess að skjóta myndina í Morgunblaðshúsinu eftir að blaðamenn fóru heim á kvöldin. Myndin er sýnd í Háskólabíó. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir, Ívar Örn Sverrisson, Þorvarður Helgason og Þorsteinn Guðmundsson.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira