Aðeins kristnir menn borða mýs 14. júní 2004 00:01 Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi." Matur Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi."
Matur Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira