Ólgandi menning í Hafnarfirði 14. júní 2004 00:01 "Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa aðra viku með fjölbreytilegum menningarviðburðum á hverjum einasta degi og lýkur á Jónsmessukvöldi með heljarmikilli útiskemmtun í Hellisgerði. "Eins og í fyrra leggjum við sérstaka áherslu á að vera með menningu fyrir ungt fólk. Gamla bókasafnið kemur þar inn af miklum krafti með fjölmarga tónleika þar sem heyrast allar tegundir af tónlist, bæði popp, rokk, raf, metal, djass og klassík. Síðan stendur Gamla bókasafnið líka fyrir útitónleikum 22. júní." Setning Bjartra daga verður í dag klukkan tvö fyrir framan bókasafnið, það er að segja nýja safnið sem er á Strandgötu 1. Að setningu lokinni verða opnaðar sjö sýningar af ýmsum toga víða um bæinn. Þar á meðal má nefna sýningu í gamla Gúttó, Góðtemplarafélagshúsinu gamla, þar sem Góðtemplarareglan í Hafnarfirði ætlar meðal annars að setja upp stúkufund eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr. "Einnig verður í dag frumsýnd í Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem heitir Konunglegt bros og er eftir Gunnar B. Guðmundsson. Hann er sá sami og gerði Karamellukvikmyndina og er mikil menningarsprauta hér í Hafnarfirði." Myndin fjallar um fjöltæknilistamanninn Friðrik Friðriksson, en fjöltæknilist hans felst í því að láta konur verða ástfangnar af sér. "Allir leikskólarnir í bænum taka líka þátt í hátíðinni með því að skreyta stofnun eða fyrirtæki með verkum sínum. Hverjum leikskóla hefur verið úthlutað einu fyrirtæki eða stofnun til að skreyta, og það verður mjög skrautlegt að fara um bæinn." Í kvöld verður svo öllum boðið á tónleika í Hafnarborg þar sem karlakórinn Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar taka sig saman og leyfa öllum að syngja með. Dagskrá Bjartra daga er birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðar, sem er hafnarfjordur.is Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Á Björtum dögum í ár eru um sextíu viðburðir, og það eru bæði viðburðir sem við höfum fóstrað og ýtt úr vör en líka er mjög mikið um listamenn sem hafa komið til okkar og viljað vera með," segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst í dag, stendur í hálfa aðra viku með fjölbreytilegum menningarviðburðum á hverjum einasta degi og lýkur á Jónsmessukvöldi með heljarmikilli útiskemmtun í Hellisgerði. "Eins og í fyrra leggjum við sérstaka áherslu á að vera með menningu fyrir ungt fólk. Gamla bókasafnið kemur þar inn af miklum krafti með fjölmarga tónleika þar sem heyrast allar tegundir af tónlist, bæði popp, rokk, raf, metal, djass og klassík. Síðan stendur Gamla bókasafnið líka fyrir útitónleikum 22. júní." Setning Bjartra daga verður í dag klukkan tvö fyrir framan bókasafnið, það er að segja nýja safnið sem er á Strandgötu 1. Að setningu lokinni verða opnaðar sjö sýningar af ýmsum toga víða um bæinn. Þar á meðal má nefna sýningu í gamla Gúttó, Góðtemplarafélagshúsinu gamla, þar sem Góðtemplarareglan í Hafnarfirði ætlar meðal annars að setja upp stúkufund eins og þeir tíðkuðust hér áður fyrr. "Einnig verður í dag frumsýnd í Bæjarbíói ný íslensk kvikmynd sem heitir Konunglegt bros og er eftir Gunnar B. Guðmundsson. Hann er sá sami og gerði Karamellukvikmyndina og er mikil menningarsprauta hér í Hafnarfirði." Myndin fjallar um fjöltæknilistamanninn Friðrik Friðriksson, en fjöltæknilist hans felst í því að láta konur verða ástfangnar af sér. "Allir leikskólarnir í bænum taka líka þátt í hátíðinni með því að skreyta stofnun eða fyrirtæki með verkum sínum. Hverjum leikskóla hefur verið úthlutað einu fyrirtæki eða stofnun til að skreyta, og það verður mjög skrautlegt að fara um bæinn." Í kvöld verður svo öllum boðið á tónleika í Hafnarborg þar sem karlakórinn Þrestir og Kvennakór Hafnarfjarðar taka sig saman og leyfa öllum að syngja með. Dagskrá Bjartra daga er birt í heild sinni á vef Hafnarfjarðar, sem er hafnarfjordur.is
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp