Hlægilegt að verða rithöfundur 14. júní 2004 00:01 Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg." Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg."
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira