Svört sveifla í hádeginu 14. júní 2004 00:01 "Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði. Fyrstu tónleikarnir verða í hádeginu í dag, og þar verður Davíð Ólafsson bassasöngvari með henni. Davíð syngur negrasálma og aðra tónlist þeldökkra Bandaríkjamanna af mikilli list."Hann er svo fínn í þessu, þessi tónlist hentar honum mjög vel," segir Antonia.Í hádeginu á miðvikudaginn kveður síðan við allt annan tón þegar Auður Gunnarsdóttir syngur með Antoniu. "Við ætlum að pæla aðeins í því hvað ástin getur gert við mann og hvernig ástin leggst á konur. Þetta verður söngleikja- og óperettumúsík þar sem við drögum upp mjög fjölbreytta mynd af því hvernig ástin fer með konur." Á mánudag og þriðjudag ætlar Antonia síðan að vera með tvenna tónleika að kvöldi til í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem hún starfar sem organisti. Á mánudagskvöldið syngur Margrét Eir með henni, en síðan á þriðjudagskvöldið hefur hún fengið Óskar Guðjónsson saxofónleikara til liðs við sig. "Við Margrét Eir ætlum að vera svolítið á ljúfum nótum, byrjum með nokkur þekkt sálmalög en tökum svo inn á milli íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Svo á eftir skiptum við yfir í smá söngleikjamúsík. Það verður svo mikið fjör út um allan bæ að við ætlum að leyfa fólki að koma inn í kirkjuna til að slappa af og njóta þess." Daginn eftir ræður kirkjutónlistin síðan alveg ríkjum, þegar þau Antonía og Óskar spila saman á orgel og saxófón. "Okkur finnst orgel og saxófónn passa svo vel saman, en við ætlum að spinna út frá þekktum sálmum og nokkrum íslenskum lögum. Við ætlum ekkert að snúa út úr þessum sálmum, heldur sýna þá í nýju ljósi og sýna fólki hvað býr í sálmunum." Fyrstu tónleikarnir verða samt í hádeginu í dag, sem fyrr segir, þar sem Davíð Ólafsson syngur með Antoníu. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það verður svört sveifla núna í hádeginu," segir Antonia Hevesi, organisti í Hafnarfjarðarkirkju, sem stendur fyrir fernum tónleikum á Björtum dögum í Hafnarfirði. Fyrstu tónleikarnir verða í hádeginu í dag, og þar verður Davíð Ólafsson bassasöngvari með henni. Davíð syngur negrasálma og aðra tónlist þeldökkra Bandaríkjamanna af mikilli list."Hann er svo fínn í þessu, þessi tónlist hentar honum mjög vel," segir Antonia.Í hádeginu á miðvikudaginn kveður síðan við allt annan tón þegar Auður Gunnarsdóttir syngur með Antoniu. "Við ætlum að pæla aðeins í því hvað ástin getur gert við mann og hvernig ástin leggst á konur. Þetta verður söngleikja- og óperettumúsík þar sem við drögum upp mjög fjölbreytta mynd af því hvernig ástin fer með konur." Á mánudag og þriðjudag ætlar Antonia síðan að vera með tvenna tónleika að kvöldi til í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem hún starfar sem organisti. Á mánudagskvöldið syngur Margrét Eir með henni, en síðan á þriðjudagskvöldið hefur hún fengið Óskar Guðjónsson saxofónleikara til liðs við sig. "Við Margrét Eir ætlum að vera svolítið á ljúfum nótum, byrjum með nokkur þekkt sálmalög en tökum svo inn á milli íslensk lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Svo á eftir skiptum við yfir í smá söngleikjamúsík. Það verður svo mikið fjör út um allan bæ að við ætlum að leyfa fólki að koma inn í kirkjuna til að slappa af og njóta þess." Daginn eftir ræður kirkjutónlistin síðan alveg ríkjum, þegar þau Antonía og Óskar spila saman á orgel og saxófón. "Okkur finnst orgel og saxófónn passa svo vel saman, en við ætlum að spinna út frá þekktum sálmum og nokkrum íslenskum lögum. Við ætlum ekkert að snúa út úr þessum sálmum, heldur sýna þá í nýju ljósi og sýna fólki hvað býr í sálmunum." Fyrstu tónleikarnir verða samt í hádeginu í dag, sem fyrr segir, þar sem Davíð Ólafsson syngur með Antoníu.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira