Valin besti málflutningsmaðurinn 15. júní 2004 00:01 "Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi. Tilveran Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi.
Tilveran Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira