Latir svanir í sólinni 15. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá. Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá.
Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira