Blástursofn gerir kraftaverk 15. júní 2004 00:01 "Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð." Matur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð."
Matur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira