Þægileg föt sem passa 15. júní 2004 00:01 "Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. "Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æfingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi. Svo á ég flottar Diesel gallabuxur sem mér finnst gott að vera í. Ég á líka flísbuxur frá 66 gráðum norður sem ég nota mikið," segir Þórey sem er mikið fyrir svona venjuleg, heimilisleg föt sem hún getur bæði æft í og notað hversdagslega. "Mér finnst voða þægilegt að skella mér bara í gallabuxur ef ég er að fara eitthvað. Svo ef ég er að fara að skemmta mér þá get ég alltaf keypt mér einhvern sætan bol við," segir Þórey sem finnst þó alls ekkert leiðinlegt að punta sig. "Þegar ég fer eitthvað fínt þá klæði ég mig aðeins upp og mér finnst gaman að hafa mig til. Þegar ég var í skóla fannst mér til dæmis mjög gaman að hafa mig til og klæða mig aðeins fínna en vanalega," segir Þórey sem er nú búsett í Þýskalandi og mun taka tvo áfanga í skóla í fjarnámi í gegnum Internetið. "Ég get þá verið í íþróttabuxunum í skólanum - heima í stofu," segir Þórey og hlær. "Vinnan mín núna býður ekki uppá mikil fatakaup. Ef ég kaupi einhver föt þá þarf ég ekki mikið að nota þau," segir Þórey en hún vinnur við það að æfa stangarstökk. "Ég æfi ellefu sinnum í viku og er því í íþróttagallanum frá því ég vakna og þangað til ég fer að sofa," segir Þórey en hún setti nýtt Íslandsmet og Norðurlandamet á dögunum. Þar bætti Þórey sinn eigin árangur um níu sentimetra. Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
"Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. "Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æfingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi. Svo á ég flottar Diesel gallabuxur sem mér finnst gott að vera í. Ég á líka flísbuxur frá 66 gráðum norður sem ég nota mikið," segir Þórey sem er mikið fyrir svona venjuleg, heimilisleg föt sem hún getur bæði æft í og notað hversdagslega. "Mér finnst voða þægilegt að skella mér bara í gallabuxur ef ég er að fara eitthvað. Svo ef ég er að fara að skemmta mér þá get ég alltaf keypt mér einhvern sætan bol við," segir Þórey sem finnst þó alls ekkert leiðinlegt að punta sig. "Þegar ég fer eitthvað fínt þá klæði ég mig aðeins upp og mér finnst gaman að hafa mig til. Þegar ég var í skóla fannst mér til dæmis mjög gaman að hafa mig til og klæða mig aðeins fínna en vanalega," segir Þórey sem er nú búsett í Þýskalandi og mun taka tvo áfanga í skóla í fjarnámi í gegnum Internetið. "Ég get þá verið í íþróttabuxunum í skólanum - heima í stofu," segir Þórey og hlær. "Vinnan mín núna býður ekki uppá mikil fatakaup. Ef ég kaupi einhver föt þá þarf ég ekki mikið að nota þau," segir Þórey en hún vinnur við það að æfa stangarstökk. "Ég æfi ellefu sinnum í viku og er því í íþróttagallanum frá því ég vakna og þangað til ég fer að sofa," segir Þórey en hún setti nýtt Íslandsmet og Norðurlandamet á dögunum. Þar bætti Þórey sinn eigin árangur um níu sentimetra.
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira