Afstaðan í auðu seðlunum 17. júní 2004 00:01 Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki. Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki.
Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira