Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Eins og sjá má er um stóra skriðu að ræða. Bjarni Kristjánsson Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Vegna skriðunnar er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði. Lögreglan varaði fyrr í dag við því að fólk væri ekki á gangi í fjallshlíðum á meðan lækir og árfarvegir væru að skila niður úrkomu. Þá hafði verði tilkynnt um nokkrar litlar aurskriður úr hlíðum Skutlusfjarðar. Ræsi og holræsakerfi væru ekki að anna vatnsmagninu. Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal. „Vegagerð og starfsmenn sveitarfélaga eru í óðaönn að hreinsa aur og grjót sem hamlar rennslinu niðurföll og ræsi til að liðka til. Hvatt er til þess að vegfarendur sem leið eiga milli byggðakjarna á Vestfjörðum hafi varan á. En grjót og aur gætu runnið yfir veg í þessum aðstæðum,“ sagði í færslu lögreglunnar í hádeginu. Eins og sjá má er vegurinn um Ísafjarðardjúp lokaður vegna aurskriða og yfirvofandi hættu á fleiri aurskriðum.Vegagerðin Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag vegna hreinsunar á vatnsbóli eftir skriðuföll næturinnar. Tilkynnt var að drægist lokunin á langinn yrði tankbíll með neysluvatni sendur yfir á Flateyri frá Ísafirði. Vatn streymir niður hlíðina við Hnífsdalsveg í hádeginu. Á vef Veðurstofunnar sagði í morgun að fjöldi skriða hefði fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis flæddi vatn víða yfir vegi á Vestfjörðum. Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Veður Bolungarvík Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57 Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vegna skriðunnar er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði. Lögreglan varaði fyrr í dag við því að fólk væri ekki á gangi í fjallshlíðum á meðan lækir og árfarvegir væru að skila niður úrkomu. Þá hafði verði tilkynnt um nokkrar litlar aurskriður úr hlíðum Skutlusfjarðar. Ræsi og holræsakerfi væru ekki að anna vatnsmagninu. Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal. „Vegagerð og starfsmenn sveitarfélaga eru í óðaönn að hreinsa aur og grjót sem hamlar rennslinu niðurföll og ræsi til að liðka til. Hvatt er til þess að vegfarendur sem leið eiga milli byggðakjarna á Vestfjörðum hafi varan á. En grjót og aur gætu runnið yfir veg í þessum aðstæðum,“ sagði í færslu lögreglunnar í hádeginu. Eins og sjá má er vegurinn um Ísafjarðardjúp lokaður vegna aurskriða og yfirvofandi hættu á fleiri aurskriðum.Vegagerðin Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag vegna hreinsunar á vatnsbóli eftir skriðuföll næturinnar. Tilkynnt var að drægist lokunin á langinn yrði tankbíll með neysluvatni sendur yfir á Flateyri frá Ísafirði. Vatn streymir niður hlíðina við Hnífsdalsveg í hádeginu. Á vef Veðurstofunnar sagði í morgun að fjöldi skriða hefði fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis flæddi vatn víða yfir vegi á Vestfjörðum. Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Veður Bolungarvík Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57 Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22
Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57
Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24