Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Eins og sjá má er um stóra skriðu að ræða. Bjarni Kristjánsson Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Vegna skriðunnar er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði. Lögreglan varaði fyrr í dag við því að fólk væri ekki á gangi í fjallshlíðum á meðan lækir og árfarvegir væru að skila niður úrkomu. Þá hafði verði tilkynnt um nokkrar litlar aurskriður úr hlíðum Skutlusfjarðar. Ræsi og holræsakerfi væru ekki að anna vatnsmagninu. Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal. „Vegagerð og starfsmenn sveitarfélaga eru í óðaönn að hreinsa aur og grjót sem hamlar rennslinu niðurföll og ræsi til að liðka til. Hvatt er til þess að vegfarendur sem leið eiga milli byggðakjarna á Vestfjörðum hafi varan á. En grjót og aur gætu runnið yfir veg í þessum aðstæðum,“ sagði í færslu lögreglunnar í hádeginu. Eins og sjá má er vegurinn um Ísafjarðardjúp lokaður vegna aurskriða og yfirvofandi hættu á fleiri aurskriðum.Vegagerðin Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag vegna hreinsunar á vatnsbóli eftir skriðuföll næturinnar. Tilkynnt var að drægist lokunin á langinn yrði tankbíll með neysluvatni sendur yfir á Flateyri frá Ísafirði. Vatn streymir niður hlíðina við Hnífsdalsveg í hádeginu. Á vef Veðurstofunnar sagði í morgun að fjöldi skriða hefði fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis flæddi vatn víða yfir vegi á Vestfjörðum. Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Veður Bolungarvík Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57 Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Vegna skriðunnar er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði. Lögreglan varaði fyrr í dag við því að fólk væri ekki á gangi í fjallshlíðum á meðan lækir og árfarvegir væru að skila niður úrkomu. Þá hafði verði tilkynnt um nokkrar litlar aurskriður úr hlíðum Skutlusfjarðar. Ræsi og holræsakerfi væru ekki að anna vatnsmagninu. Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal. „Vegagerð og starfsmenn sveitarfélaga eru í óðaönn að hreinsa aur og grjót sem hamlar rennslinu niðurföll og ræsi til að liðka til. Hvatt er til þess að vegfarendur sem leið eiga milli byggðakjarna á Vestfjörðum hafi varan á. En grjót og aur gætu runnið yfir veg í þessum aðstæðum,“ sagði í færslu lögreglunnar í hádeginu. Eins og sjá má er vegurinn um Ísafjarðardjúp lokaður vegna aurskriða og yfirvofandi hættu á fleiri aurskriðum.Vegagerðin Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag vegna hreinsunar á vatnsbóli eftir skriðuföll næturinnar. Tilkynnt var að drægist lokunin á langinn yrði tankbíll með neysluvatni sendur yfir á Flateyri frá Ísafirði. Vatn streymir niður hlíðina við Hnífsdalsveg í hádeginu. Á vef Veðurstofunnar sagði í morgun að fjöldi skriða hefði fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis flæddi vatn víða yfir vegi á Vestfjörðum. Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Veður Bolungarvík Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57 Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22
Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57
Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24