Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 20:30 Njáll Trausti er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, en Þorgerður Katrín var varaformaður þegar þau lentu í símatruflununum í Slóvakíu árið 2019. Vísir/Heiðar Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, segir sig og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, hafa lent í undarlegum símatruflunum þegar þau voru á fundi NATO-þingsins í Bratislava í Slóvakíu. „Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“ NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira