Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi hins vegar ákveðið fyrir nokkru að hann sinni ekki umsókn um hvalveiðar. Píratar vilja að málið verði rannsakað.
Fangelsismálastofnun hefur varað stjórnvöld við fleiri hættulegum mönnum sem losna úr fangelsi á næstunni. Formaður félags fanga segir að verði ekki brugðist við sem fyrst geti hlutir endað með ósköpum.
Þá verður rætt við fyrrverandi forsetafrú Kanada og við verðum í beinni útsendingu frá miðbæ Reykjavíkur sem er kominn í jólabúning.