Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi

Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Allt kapp lagt á að lands­menn komist heim fyrir jól

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fyrsta fundi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Dómsmálaráðherra tjáir sig um ágreining hjá embætti ríkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Lyklaskipti og af­mæli elsta Ís­lendingsins

Fráfarandi ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar afhentu nýjum ráðherrum í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins lykla að ráðuneytunum í dag. Við fáum að sjá bestu brotin frá deginum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Á­herslur nýrrar ríkis­stjórnar, fordæmalausar að­gerðir og minningar­at­höfn

Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Vald­níðsla, rafbyssur og vitringar

Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig rætt við bæjarstjóra Akraneskaupstaðar í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Erfið jól, ver­tíð og heit ást á sauð­kindinni

Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunnar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

„Versta til­finning í heimi“

Fimm barna móðir segir ekkert barna sinna nokkurn tímann hafa orðið jafn veikt og tveggja ára dóttir hennar þegar hún smitaðist af RS-veirunni fyrir um viku síðan. Það sé versta tilfinning í heimi að horfa upp á barn sitt líða slíkar kvalir. Þá segir hún sorglegt að Ísland sé eftirbátur Evrópuríkja, sem þegar hafa byrjað að nota byltingarkennt mótefni. 

Innlent
Fréttamynd

Tíðindi við stjórnar­myndun og nýliðakynning á Al­þingi

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að skrifa stjórnarsáttmála eftir helgi. Þær segja lítinn ágreining á milli flokkanna og standa vonir til að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Við förum yfir tíðindi í stjórnarmyndunarviðræðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Grautfúl eftir að hafa tapað for­seta­kosningum

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni, sem varð sambýliskonu sinni að bana, mikil vonbrigði. Hún veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki hefði verið um heimilisofbeldi að ræða. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­myndun og í­búi ó­sáttur vegna stanslausra fram­kvæmda

Margmenni kom saman við húsnæði kærunefndar útlendingamála síðdegis til að mótmæla brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Foreldrar þeirra og systkini fá að dvelja áfram hér á landi. Rætt verðu við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn fyrir jól?

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Leyniupptaka, hálku­slys og fengitími

Ráðherrar í starfsstjórn eru hlynntir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leyfa hvalveiðar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Traustar við­ræður, verð­hækkanir og jólastuð

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir fullt traust ríkja á milli flokkanna þriggja sem nú reyna að mynda ríkisstjórn. Allir séu meðvitaðir um að viðræðurnar megi ekki dragast á langinn en þær hófust formlega í dag. Við ræðum við Kristrúnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fylgjumst með gangi viðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika og mikilvægi þess að verðbólga og vextir haldi áfram að lækka í viðræðum sínum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formennirnir eru bjartsýnir og ætla að vinna hratt næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Formannadans, krapastífla og pakkasprengja

Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn.

Innlent
Fréttamynd

Kennaraverkföllum frestað og á­hrif veðursins á kosningar

Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist.

Innlent
Fréttamynd

Móðir grípur til ör­þrifa­ráða og bóndi hafnar er­lendum fjár­festum

Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bjart­sýni í Karp­húsinu og kattarins Díegó leitað

Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. Við ræðum við Ástráð Haraldsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu  í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna í lok dags.

Innlent