Valdi dauða með aftökusveit Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Erlent 24.2.2025 21:50
Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. Innlent 24.2.2025 21:15
Slökkviliðsmenn felldu samninginn Meðlimir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa fellt kjarasamning sem samninganefndir sambandsins og sveitarfélaga gerðu fyrr í þessum mánuði. Þá höfðu viðræður staðið yfir í tæpa fimmtán mánuði og stefndi í verkfall. Innlent 24.2.2025 21:01
Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent 24.2.2025 18:33
Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Aflífa þurfti hreindýr nærri Höfn í Hornafirði á öðrum degi jól, eftir að Huskyhundur réðst á það. Eigandinn var áminntur vegna atviksins. Innlent 24.2.2025 17:56
Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Fleiri landsmenn vilja að Guðrún Hafsteinsdóttir verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Mikill munur er á fylgi þeirra milli aldursflokka. Innlent 24.2.2025 17:27
Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 17:12
Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum. Innlent 24.2.2025 16:53
„Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Hvorki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir né Guðrún Hafsteinsdóttir munu bjóða sig fram til varaformanns komi til þess að þær nái ekki því markmiði að verða formenn Sjálfstæðisflokksins. Innlent 24.2.2025 16:20
Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Skurðlæknir á eftirlaunum sem sakaður er um að hafa nauðgað eða misnotað 299 fyrrverandi sjúklinga sem í flestum tilfellum eru börn játar flest brot sín. Málið kom til kasta dómstóla í Frakklandi í dag. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 15:22
Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Erlent 24.2.2025 13:36
Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Jón Hákon Halldórsson kennari í Foldaskóla segir mælinn fullan og tímabært að sýna fullan stuðning við kennaraforystuna. Innlent 24.2.2025 13:27
Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. Innlent 24.2.2025 13:16
Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. Innlent 24.2.2025 11:56
Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. Innlent 24.2.2025 11:49
Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Innlent 24.2.2025 11:46
Jón undir feldi eins og Diljá Það gengur fjöllunum hærra meðal spenntra Sjálfstæðismanna að Jón Gunnarsson þingmaður flokksins ætli að gefa kost á sér til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Jón segist enga ákvörðun hafa tekið enn sem komið er. Innlent 24.2.2025 11:06
Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum „Fyrsta viðbragð er að manni langar ekkert að vera rosalega leiðinlegur; ég bara vona að þeim gangi vel,“ sagði Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um nýjan meirihluta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 24.2.2025 10:44
Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Erlent 24.2.2025 10:43
Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Bjartmar Leósson hjólahvíslari með meiru er enn að bjarga stolnum hjólum og hann lætur ekkert koma í veg fyrir að endurheimta þau. Nú kom Héðinn Þorkelsson kafari að málum með allan sinn búnað. Innlent 24.2.2025 10:27
Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur til formanns flokksins á landsfundi komandi helgi mætast í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu. Innlent 24.2.2025 09:08
Formaður sænska Miðflokksins hættir Muharrem Demirok hefur ákveðið að segja af sér sem formaður sænska Miðflokksins. Hann hefur gegnt formennsku í flokknum í tvö ár. Erlent 24.2.2025 08:55
Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Leiðtogar og háttsettir embættismenn frá tólf löndum komu saman í Kænugarði höfuðborg Úkraínu í morgun til að minnast þess að þrjú ár eru í dag liðin frá innrás Rússa inn í Úkraínu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er þar á meðal. Innlent 24.2.2025 08:17
Norðanátt og frystir smám saman Lægð er nú við austurströndina sem mun beina til okkar norðanátt í dag á bilinu 8 til 15 metra á sekúndu. Veður 24.2.2025 07:08
„Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Nímenningarnir sem stefna íslenskra ríkinu vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar segja af og frá að mótmælendur hafi skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða. Innlent 24.2.2025 07:03