Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu. Innlent 28.5.2025 16:10
Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur klukkan 17 í Norræna húsinu í tilefni þess að margt bendir til þess að aðgengi almennings verði takmarkað að svæðinu í framtíðinni. Innlent 28.5.2025 15:32
Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Allt það fólk sem hópur innan Sósíalistaflokksins gaf út leiðbeiningar til stuðningsmanna sinna um að styðja náði kjöri í stjórnir hans á umdeildum aðalfundi um helgina. Öllum tillögum þáverandi stjórna flokksins var hafnað á fundinum. Innlent 28.5.2025 15:00
Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda í Bandaríkjunum að setja allar umsóknir námsmanna um vegabréfsáritun á ís. Innlent 28.5.2025 11:38
Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017. Innlent 28.5.2025 11:27
Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og fjölskylduvænt umhverfi er meginástæður flutnings fólks af höfuðborgarsvæðinu út á land. Fólk sættir sig við lengri ferðatíma til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf. Innlent 28.5.2025 11:15
Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Byggðarráð Skagafjarðar hefur falið sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðasta áratuginn og að í framhaldinu verði metið hvort fækkun kjörstaða hafi mögulega leitt til lakari kjörsóknar. Innlent 28.5.2025 10:59
Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Þorleifur Jón Hreiðarsson hefur leitað til lögfræðings sem sent hefur forseta- og íþróttastjóra bréf þar sem hann krefst svara við því hvers vegna gengið var fram hjá honum við val á landsliði keilara. Innlent 28.5.2025 10:49
Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Erlent 28.5.2025 10:37
Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Evrópusambandið er á góðri leið með að ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir 2030 miðað við þær uppfærðu áætlanir sem aðildarríkin hafa lagt fram. Markmið um 90 prósent samdrátt fyrir 2040 er sagt verða sveigjanlegt til þess að auðvelda ríkjum að ná því. Erlent 28.5.2025 09:06
„Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur miklar áhyggjur af því að hærri veiðigjöld muni hafa slæm áhrif á efnahag Vestfjarða. Það hafi verið mikill uppgangur, nýsköpun og fólksfjölgun en líklegt sé að sjávarútvegsfyrirtækin minnki fjárfestingar sínar hækki veiðigjöldin eins mikið og stjórnvöld fari fram á. Innlent 28.5.2025 08:56
Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að náða hjónin Todd og Julie Chrisley sem voru með raunveruleikaþættina Chrisley Knows Best og fengu áralanga fangelsisdóma fyrir tugmilljóna lánasvik og skattaundanskot. Erlent 28.5.2025 08:31
„Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Maður óð út á götu í Reykjavík, barði þar og sparkaði í bíl og var handtekinn skammt frá vettvangi. Maðurinn reyndist „allsvakalega vímaður og ölvaður“, stóð í hótunum við lögreglumenn og kallaði þá aumingja, fagga og tíkur. Hann var því vistaður í fangaklefa. Innlent 28.5.2025 07:20
Hægviðri og lítilsháttar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag og næsti daga verði hægviðri um allt land með skúrum eða lítilsháttar vætu. Veður 28.5.2025 07:04
Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda. Erlent 28.5.2025 06:55
Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna. Erlent 28.5.2025 06:43
Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur. Innlent 28.5.2025 00:08
Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Innlent 27.5.2025 22:16
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. Innlent 27.5.2025 22:04
Springur Starship í þriðja sinn í röð? Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist. Erlent 27.5.2025 22:00
Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Innlent 27.5.2025 21:32
Lét öllum illum látum og fær engar bætur Bandarískur ferðamaður sem fékk ekki að fara um borð í flugvél Icelandair fær engar bætur úr hendi félagsins. Icelandair segir manninum hafa verið neitað um byrðingu af öryggisástæðum, eftir að hann lét öllum illum látum í Leifsstöð. Hann hafi til að mynda kallað starfsmenn brjálæðinga og tekið af þeim myndir. Innlent 27.5.2025 21:02
Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Það er mikilægt að fagna litlu sigrunum og því var sett upp áfangabjalla á Barnaspítala Hringsins. Deildarstjóri segir bjölluna eitthvað fyrir krakkana til að hlakka til. Innlent 27.5.2025 21:02
Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í. Innlent 27.5.2025 18:47
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti