Fréttir

Fréttamynd

Fjögurra ára mar­tröð Kar­lottu lauk með sýknudómi

Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stað­festa byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit

Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Í tilkynningu segir að uppbygging á reitunum marki fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og sé liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017.

Innlent
Fréttamynd

Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla

Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum.

Erlent
Fréttamynd

Á góðri leið með lofts­lags­mark­mið standi ESB-ríki við sitt

Evrópusambandið er á góðri leið með að ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir 2030 miðað við þær uppfærðu áætlanir sem aðildarríkin hafa lagt fram. Markmið um 90 prósent samdrátt fyrir 2040 er sagt verða sveigjanlegt til þess að auðvelda ríkjum að ná því.

Erlent
Fréttamynd

„Vest­firska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð

Guðmundur Fertram, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur miklar áhyggjur af því að hærri veiðigjöld muni hafa slæm áhrif á efnahag Vestfjarða. Það hafi verið mikill uppgangur, nýsköpun og fólksfjölgun en líklegt sé að sjávarútvegsfyrirtækin minnki fjárfestingar sínar hækki veiðigjöldin eins mikið og stjórnvöld fari fram á.

Innlent
Fréttamynd

Stöðva vega­bréfs­á­ritanir náms­manna og rann­saka um­sækj­endur nánar

Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda.

Erlent
Fréttamynd

Geim­far SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug

Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna.

Erlent
Fréttamynd

Sparnaðurinn bitni á fjöl­skyldum

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur.

Innlent
Fréttamynd

Frystir Face­book hópinn og rýfur tengsl við Sósíalista­flokkinn

Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Springur Starship í þriðja sinn í röð?

Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist.

Erlent
Fréttamynd

Flug­maðurinn hafi verið mjög heppinn

Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari.

Innlent
Fréttamynd

Lét öllum illum látum og fær engar bætur

Bandarískur ferðamaður sem fékk ekki að fara um borð í flugvél Icelandair fær engar bætur úr hendi félagsins. Icelandair segir manninum hafa verið neitað um byrðingu af öryggisástæðum, eftir að hann lét öllum illum látum í Leifsstöð. Hann hafi til að mynda kallað starfsmenn brjálæðinga og tekið af þeim myndir.

Innlent
Fréttamynd

Telur að með­leigjandinn hafi kveikt í

Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í.

Innlent