Feitur flottur fiskur 18. júní 2004 00:01 "Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu. Matur Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Eftir því sem fiskurinn er feitari, því betra er að grilla hann," segir Kjartan Andrésson í fiskbúðinni Sjávargallerý á Háaleitisbraut og segist hann geta mælt með sex til sjö fisktegundum sérstaklega á grillið. Í Sjávargallerý er tilbúinn marineraður fiskur sem hægt er að henda beint á grillið og eru viðskiptavinum veitt góð ráð við eldamennskuna. "Ég hef séð mikla vakningu á síðustu árum hjá fólki varðandi að grilla fisk. Kröfurnar eru orðnar miklar um hollustu og kemur fiskurinn þar sterkur inn," segir Kjartan. "Grilltangirnar eru mjög sniðugar þegar verið er að grilla fiskinn," segir Kjartan en þetta eru sérstakar tangir sem fiskurinn er klemmdur í og lagður þannig á grillið. Hann segir jafnframt að gott sé að leggja álpappír undir fiskinn en fisk eins og lax og bleikju er best að grilla bara á roðinu. Þá er roðið látið snúa niður og þegar safinn fer að krauma upp úr fiskinum er hann tilbúinn. "Það gerir ekkert til þó að roðið brenni því maður skefur fiskinn beint úr roðinu," segir Kjartan en tekur það fram að mjög mikilvægt sé að hafa grillið hreint áður en fiskurinn er settur á. Hann segir jafnframt að nauðsynlegt sé að pensla grindina vel með olíu og fiskinn er gott að pensla allt að klukkutima áður en hann er grillaður því þá lokast hann vel og verður betri á grillið. <B>Grillaður skötuselur<P> 1 skötuselur 2-3 lime 1-2 rauðlaukar Extra virgin ólífuolía Svartur pipar, grófmalaður Fiskikrydd frá Kötlu (mjög mikilvægt) Sítrónupipar Byrjið á því að beinhreinsa skötuselinn (eða fáið fisksalann í það verk) og skerið hann niður í 10 cm bita. Setjið hann í skál, hellið yfir hann ólífuolíu og hendið yfir svörtum pipar, fiskikryddi frá Kötlu og sítrónupipar. Skerið lime í grófar sneiðar og setjið yfir fiskinn ásamt niðurskornum rauðlauk. Látið fiskinn liggja í þessu í 6 til 8 klukkutíma. Grillið í klemmu í um 4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grillinu.
Matur Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira